Samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands „Með fróðleik í fararnesti“ hlaut viðurkenningu fyrir vísindamiðlun sem afhent var við opnun Vísindavöku Rannís laugardaginn 30. september. Um er að ræða fræðandi gönguferðir í náttúrunni þar sem fræða- og vísindafólk HÍ miðlar af þekkingu sinni til almennings, barna og ungmenna um fjölbreyttar rannsóknir, ekki síst á lífríki og umhverfi. Með fróðleik í fararnesti leggur áherslu á markvissa og skemmtilega fræðslu til almennings um leið og boðið er upp á hreyfingu og samveru fyrir alla fjölskylduna.
Lesa meiraHeill heimur vísinda laugardaginn 30. september kl. 13:00-18:00 á Vísindavöku í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!
Lesa meiraFimmtudaginn 29. september kl. 17:00 stendur Rannsóknasetur Háskóla Íslands fyrir Vísindakaffi í Gamla kaupfélaginu.
Lesa meiraRannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa stendur fyrir Vísindakaffi fimmtudaginn 28. september kl. 20:00 í Sauðfjársetrinu Sævangi.
Lesa meiraSíðasta Vísindakaffið þann 27. september verður tekin fyrir hin sívinsæla Eurovision keppni, en Baldur Þórhallsson prófessor við HÍ og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA í alþjóðasamskiptum, munu fjalla um dulda virkni Eurovision. Vísindakaffið er haldið í Bóksasamlaginu Skipholti 19 og hefst klukkan 20:00.
Lesa meiraMaría Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur mun fjalla vítt og breitt um heilahreysti á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 26. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu Skipholti 19.
Lesa meiraFyrsta Vísindakaffi Rannís verður tileinkað gervigreind en Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands mun fjalla um hana 25. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.
Lesa meiraViðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt á Vísindavöku 2023 sem haldin verður í Laugardalshöll laugardaginn 30. september. Viðurkenningin verður afhent við opnun Vísindavöku kl. 13:00.
Lesa meira