Vísindavaka Rannís snýr aftur eftir tveggja ára hlé, og verður að þessu sinni haldin í Laugardalshöllinni, laugardaginn 1. október kl. 12:00-18:00. Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night.
Lesa meiraRannsóknasetur HÍ á Ströndum býður til Vísindakaffis og afmælishátíðar í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík, fimmtudaginn 30. september kl. 18:00. Boðið verður upp á kaffi og með því og eru öll áhugasöm hjartanlega velkomin!
Lesa meiraDr. Ragnar Edvarsson verður gestur Vísindakaffis sem haldið verður fimmtudaginn 30. september kl. 17:00 á Bókakaffi í Bolungarvík. Mun Ragnar fjalla um stóriðju í Jökulfjörðum, hvalveiðistöðvar Norðmanna og þróun sjávarútvegs fram á miðja 20. öld.
Lesa meiraLilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhenti viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun föstudaginn 24. september 2021. Að þessu sinni hlutu tveir aðilar viðurkenninguna, Veðurstofa Íslands fyrir miðlun upplýsinga um hvers kyns náttúruvá og Sævar Helgi Bragason, sem hefur miðlað vísindum til almennings á fjölbreyttan hátt, með sérstakri áherslu á að ná til barna og ungmenna.
Lesa meira
Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun 2021 verður veitt í beinu streymi frá Nauthóli föstudaginn 24. september kl. 15:00 - 16:00. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.
Lesa meiraJón Gunnar Ólafsson, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands verður gestur á þriðja og síðasta Vísindakaffi Rannís miðvikudaginn 21. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.
Lesa meiraIngileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu verður gestur á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 21. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.
Lesa meira