Fréttir

7.10.2022 : Einstaklega vel sótt Vísindavaka

Vísindavaka Rannís var haldin 1. október og óhætt er að segja að vísindin hafi lifnað við í Laugardalshöllinni en ríflega 6400 manns sóttu Vísindavökuna heim.

Lesa meira
Vidurkenning-fyrir-visindamidlun-2022

1.10.2022 : Háskóli unga fólksins hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun

Háskóli unga fólksins hlaut viðurkenningu fyrir vísindamiðlun sem afhent var við opnun Vísindavöku Rannís laugardaginn 1. október. Jón Atli Benediktsson, rektor HÍ, ásamt teymi Háskóla unga fólksins veitti viðurkenningunni viðtöku. Ásdís Halla Bragadóttir, ráðuneytisstjóri háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytisins afhenti viðurkenninguna.

Lesa meira

30.9.2022 : Til hamingju með daginn vísindafólk!

Vísindin lifna við á Vísindavöku Rannís á morgun, laugardaginn 1. október kl. 13:00-18:00 í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku finna allir eitthvað við sitt hæfi og er fólk á öllum aldri boðið velkomið, en markmiðið er að almenningur fái tækifæri til að spjalla við vísindafólk um viðfengsefni þess. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!

Lesa meira

30.9.2022 : VísindaSlamm (ScienceSlam) í Stúdentakjallaranum

Ekki missa af fyrsta VísindaSlammi (ScienceSlam) á Íslandi kl. 17:00 í dag 30. september þar sem ungt vísindafólk keppir í vísindamiðlun! 

Lesa meira

29.9.2022 : Vel sótt Vísindakaffi í Reykjavík

Í kvöld fimmtudaginn 29. september er þriðja og síðasta Vísindakaffið í Reykjavík en þar mun Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri Matís fjalla um skynfærin, skynmat, matarupplifun og gæðamat. Jafnframt er haldið Vísindakaffi á Hólmavík í kvöld og hefst það kl. 18:00

Lesa meira
Matur á borði

29.9.2022 : Viltu smakka? Hvernig bragðast?

Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri hjá Matís verður gestur á Vísindakaffi Rannís, í kvöld fimmtudaginn 29. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira
Hús í Reykjavík

28.9.2022 : Orkan og gleðin í umhverfinu okkar, hvers konar þéttbýli viljum við?

Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði heldur utan um Vísindakaffi Rannís í kvöld miðvikudaginn 28. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira
Stofnfrumur

27.9.2022 : Hvað viltu vita um frumurnar þínar?

Þórarinn Guðjónsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands er gestur á fyrsta Vísindakaffi Rannís í kvöld þriðjudaginn 27. september kl. 20-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Lesa meira







Þetta vefsvæði byggir á Eplica