Orkan og gleðin í umhverfinu okkar, hvers konar þéttbýli viljum við?

28.9.2022

Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði heldur utan um Vísindakaffi Rannís í kvöld miðvikudaginn 28. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

  • Hús í Reykjavík

Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði fjallar um sálfræðileg áhrif umhverfis á heilsu og vellíðan.

Hvernig er samspil umhverfis og fólks og hvaða áhrif hefur náttúra og byggt umhverfi á heilsu og líðan almennings? Hvernig getum við notað vísindalega nálgun á sviði sálfræði við hönnun húsa og hverfa til að tryggja að þetta samspil virki?

Kaffistjóri er Davíð Fjölnir Ármannsson.

Bókasamlagið er til húsa að Skipholti 19.Þetta vefsvæði byggir á Eplica