Vísindavaka

Stefnumót við vísindi og nýsköpun

Á Vísindavöku stendur almenningi til boða sannkölluð vísindaveisla þar sem okkar fremsta vísindafólk sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt.

Rannís skipuleggur Vísindavöku á Íslandi í samstarfi við íslenska háskóla og stofnanir en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night. 

Vísindavaka hefur einnig hlotið styrki undanfarin ár í gegnum Marie Sklodowska-Curie undir Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.

Markmiðið með Vísindavökunni er meðal annars að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.

Rannís hefur yfirumsjón með skipulagi og framkvæmd Vísindavöku auk þess sem fulltrúar íslenskra háskóla og stofnana mynda saman stýrihóp utan um Vísindavökuna og tengda viðburði á borð við Vísindakaffi og Vísindaslamm.

Ásamt starfsfólki Rannís þá er stýrihópurinn skipaður fulltrúum frá eftirfarandi aðilum:







Þetta vefsvæði byggir á Eplica