Á Vísindavöku Rannís síðustu ára hefur almenningi staðið til boða sannkölluð vísindaveisla þar sem okkar fremsta vísindafólk hefur sýnt og sagt frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt.
Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night. Verkefnið er styrkt af Marie Sklodowska-Curie undir Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins, Rannís og mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Allar nánari upplýsingar í netfangi visindavaka@rannis.is.
Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, kynna manneskjurnar á bak við vísindin og vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Verður það gert með lifandi kynningum og boðið upp á skemmtilega og fræðandi viðburði fyrir alla fjölskylduna. Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.
Hvað gerist á Vísindavöku?