Vísindavaka

Fyrirsagnalisti

VISINDAVEFMYND-B

Vísindin lifna við!

Vísindavaka Rannís, laugardaginn 28. september í Laugardalshöll. Allir velkomnir - ókeypis aðgangur!

/_/forsidubordar


Fréttir

Visindavaka-2019-4

29.9.2019 : Vísindasmiðjan hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun

Vísindasmiðjan hlaut viðurkenningu fyrir vísindamiðlun, sem afhent var við opnun Vísindavöku Rannís laugardaginn 28. september 2019. Jón Atli Benediktsson, rektor og Guðrún Bachmann kynningarstjóri vísindamiðlunar hjá Háskóla Íslands, veittu viðurkenningunni viðtöku.

Lesa meira
Rannis-2013-313_1569602359821

28.9.2019 : Til hamingju með daginn, vísindamenn!

Vísindavaka Rannís verður haldin í dag, laugardaginn 28. september kl. 15:00-20:00 í Laugardalshöllinni. Á Vísindavöku finna allir eitthvað við sitt hæfi og er fólk á öllum aldri boðið velkomið, en markmiðið er að almenningur fái tækifæri til að spjalla við vísindafólk um viðfengsefni þess. Aðgangur er ókeypis og margt spennandi að sjá og reyna á Vísindavöku!

Lesa meira
VISINDAVEFMYND-B

25.9.2019 : Sýnendur og dagskrá fyrirlestra

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnt sér viðfangsefni þess á fjölmörgum sýningarbásum, en einnig verður boðið upp á stutta fyrirlestra og vísindamiðlun. Listi yfir sýnendur og dagskrá fyrirlestra sem verða í formi Vísindakaffis, hefur nú verið birt hér á vefsíðunni.

Lesa meira

Fréttasafn


Myndbönd


Þetta vefsvæði byggir á Eplica