Stefnumót við vísindafólk!

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum. Hér er hægt að kynna sér verkefnin sem kynnt verða á Vísindavökunni. 

  • Smellið á plúsinn við heiti hvers sýnenda til að fá meiri upplýsingar um það sem vekur áhuga!

Sýnendur á Vísindavöku 2024

Akthelia ehf - Þróun lyfja sem styrkja þekjuvefi líkamans með mótun náttúrlegs ónæmis

Miðlun upplýsinga fyrir fullorðna og börn, sameindalíkön fyrir börn, límmiðar fyrir börn

Hafrannsóknastofnun - Vistkerfi djúpsjávar

Hafrannsóknastofnun kynnir vistkerfi djúpsjávar með myndböndum og kynningarefni. Einnig verða kóralar og svampar út djúpsjó til sýnis.
Vísindafólk af botnsjávarsvið leiðir gesti í allan sannleika um leyndardóma djúpsjávar.

Háskólinn á Akureyri (HA) og Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk) - Framtíðin felst í nálægðinni

NordSpace - Hver er framtíð geimgeirans?

Adam Fischwick, rannsóknarstjóri og gestaprófessor við HA.Verkefni styrkt af norska rannsóknarráðinu til að rannsaka innviði tengda geimnum og framtíðarhorfur á Norðurslóðum. Adam verður með gagnvirka vinnu á sínu svæði þar sem hann mun fá gesti og gangandi til að vinna með sér í að velta upp hlutverki Íslands þegar kemur að geimgeiranum.

Hver eyðilagði kjól Taylor Swifts?
Audrey Matthews, lektor við hjúkrunarfræðideild og vísindamiðlari.
Audrey býður fólki upp á að nota aðferðir rannsakanda þegar kemur að því að greina vísbendingar og sönnunargögn þar sem framinn hefur verið glæpur. Á staðnum verða smásjár og búið að setja upp vettvang glæps þar sem búið er að eyðileggja hönnunarkjól sem ætlaður var Taylor Swift.
Á svæðinu verður svo lögreglubíll í samstarfi við Mennta- og starfsþróunarsetur lögreglunnar þar sem fólk getur fengið að hitta lögregluþjón og skoða bílinn.


Loftgæði og heilsufar
Audrey Matthews, lektor við hjúkrunarfræðideild og vísindamiðlari og Johanna Maria Franke, stúdent.
Audrey og Johanna kynna loftgæðarannsókn sem er ætlað að skoða tengsl heilsufarskvíða og mengunarvalda. Frekari upplýsingar um rannsóknina má finna hér.

Hermisetur – raunverulegar aðstæður til að læra
Hrafnhildur Lilja Jónsdóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild og Jón G. Knutsen, teymisstjóri SAK.
Hrafnhildur og Jón verða á staðnum með tæki og tól sem tilheyra hermisetri og fólk getur fengið að kynnast því hvernig hermisetur virkar.

Viltu kveikja ljós með því að klappa saman höndum?
Anna Elísa Hreiðarsdóttir, lektor og Anna Lilja Sævarsdóttir, aðjúnkt - báðar við kennaradeild.
Vísindasmiðjur í leikskólum, STEAM greinar og leikskólastarf í gegnum leik og sköpun. Á Vísindavökunni verður boðið upp á að leika með ýmsan efnivið sem notaður er í kennslu í vísindasmiðju (STEAM) fyrir leikskóla í Kennaradeild.

Heilsufar grunnskólabarna
Rannveig Elíasdóttir, hjúkrunarfræðingur SAK.
Rannsóknir benda til þess að offita meðal barna og unglinga sé að aukast á Íslandi, einkum á landsbyggðinni. Samt sem áður er eina sérhæfða þverfaglega úrræðið á höfuðborgarsvæðinu. Rannveig rannsakar möguleika slíks úrræðis hér fyrir norðan og vonar að með niðurstöðunum sé hægt að sýna fram á þörfina fyrir slíkt úrræði hér á SAk. Með því að veita börnum og unglingum í offitu sérhæfða meðferð með gagnreyndum og einstaklingsmiðuðum aðferðum erum við ekki bara að bæta heilsu og líðan þeirra í dag heldur um ókomin ár og jafnframt að spara í öllu heilbrigðiskerfinu.

Fjölskylduhjúkrun
Áslaug Felixdóttir, hjúkrunarfræðingur og verkefnastjóri og Snæbjörn Ómar Guðjónsson, hjúkrunarfræðingur - bæði hjá SAK.
Veikindi sjúklings geta haft áhrif á alla fjölskylduna og aukið álag innan hennar, en mikilvægt er að horfa á sjúkling og fjölskyldu hans sem eina heild. Rannsóknir hafa sýnt að fjölskyldumiðuð hjúkrun geti skilað miklum ávinningi fyrir sjúklinginn, fjölskyldu hans og hjúkrunarfræðinga. Fjölskylduhjúkrun getur bætt gæði hjúkrunar, stuðning og fræðslu til fjölskyldu sjúklings. Snæbjörn og Áslaug munu kynna niðurstöður rannsóknar sem þau hafa unnið að varðandi fjölskylduhjúkrun.

Lyf við ættgengri íslenskri heilablæðingu
Arctic Theraputics, fyrirtæki í samvinnu við HA.
Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics er að hefja næsta þróunarfasa á lyfi við ættgengri íslenskri heilablæðingu og mun kynna rannsóknir sínar sem sýna einnig fram á virkni gegn heilabilun af öðrum orsökum, þar á með Alzheimer-sjúkdómnum, og mun þar með geta aukið lífsgæði milljóna manna um allan heim með því að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóminn. Á Vísindavökunni verða Olga og Guðný sem starfa hjá ATá staðnum, segja frá vinnu sinni og leyfa fólki að prófa DNA samsetningar.

Háskólinn á Bifröst - Gervigreind, framtíðarannsóknir, samsæriskenningar, galdraofsóknir

  • Framtíðarrannsóknir kynntar í máli og myndum. 
  • Samsæriskenningar - Vísindamiðlun í hlaðvarpi.

Háskólinn á Hólum - Vísindi í tengslum við atvinnulíf og samfélag

Lifandi fiskar! Líkan af hesti og öðrum sem tilheyrir hestafræðinni. Þátttaka gesta verður í formi verkefna í bás.

Háskóli Íslands - Vísindaveisla í Höllinni, skoðaðu úrval rannsóknarefna frá fjölbreyttum fræðasviðum!

  • Bangsaspítalinn tekur á móti slösuðum böngsum í Laugardalshöll!
    Læknanemar taka á móti börnunum með slasaða/veika bangsa til þess að gefa þeim tækifæri á að æfa sig í samskiptum við börn og til þess að minnka mögulega hræðslu barna við læknaheimsóknir
  • Félagsráðgjöf:
    Félagsráðgjöf og farsæld barna
    Sjáum samfélagið
  • Þjóðfræði: Alþýðuhefðir og þjóðtrú fyrr og nú
  • Félagsfræði: Íslenskar popprannsóknir
  • Sagnfræði: Fjölskylda og heimilisbúskapur á Íslandi í byrjun 18. aldar
  • Rannsóknarstofa í íþrótta- og heilsufræði: Heilsuferðalagið - langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988
  • Textíll og hönnun í faggreinadeild: Orð í textíl - textílspil og fataorðasafn
  • Íþrótta- og heilsufræði: Hversu hratt getur þú hlaupið og skipt um stefnu? Kepptu við ljósið
  • Nýmennt: Nýsköpun & kraftur í skólastarfi LEGO-keppni grunnskólanna
  • Hjúkrunarfræði: Vísindi í hjúkrunarfræði
  • Læknadeild: Skurðlæknisfræði
  • Matvæla- og næringarfræðideild: Sjálfbært heilsusamlegt mataræði
  • Ónæmisfræði: Hvað gerir ónæmiskerfið?
  • Iðnaðarverkfræði: HiDEF Textíll, tæknivæddar prjónavélar
  • Líffræði: Ævintýri mauranna: þeirra dulda líf og samtal
  • Sameindalíffræði:  Sjúkir sebrafiskar
  • Lífvísindasetur HÍ: Sjá smá í smásjá
  • Landafræði: Talandi kort
  • Líffræði: DNA og fjölbreytni lífheimsins
  • Tölvunarfræði:
    Taktu skref í átt að sýndarheimum
    Er búið að hakka mig?
    Gagnabær. Lego-líkan af mikilvægum innviðum á Íslandi
    Skammtatölvur og skammtatækni: Ný tölvuöld
    Teiknað á tölvu
    Gervigreind - Siðferði - Samtíðin - Framtíðin
  • Eðlisfræði og stjarneðlisfræði: Hvernig verða vetrarbrautir til? Hvað er hulduorka og hulduefni?
  • Jarðvísindi 
  • Sjávarlíffræði: Skoðaðu lífið í sjónum með berum augum!
  • Blaða- og fréttamennska: Hvað er að frétta?
  • Team Spark - kappaksturslið HÍ

Háskólinn í Reykjavík

  • Uppbyggileg og heilbrigð tölvunotkun fyrir börn
  • Prófaðu að sitja í formúlubíl hönnuðum af nemendum í HR
  • Hvað er í boði hjá Opna Háskólanum?
  • Sefur þú nógu vel? Kynntu þér nútímavæddar svefnmælingar í HR og kannaðu þinn eigin svefn
  • Kemur þér ekki dúr á auga? Orsökin að baki svefnleysi
  • Notkun þrívíddar og sýndarveruleika á sviði heilbrigðistækni
  • Seasaver Karlsson – næsta björgunartæki Íslands
  • Mælingar og pælingar í íþróttum – kynntu þér rannsóknarstarf innan íþróttafræðideildar HR.
  • Gagnvirk forritun fyrir unga fólkið
  • Hvernig tryggja má netöryggi heima fyrir
  • Umhverfissálfræði og skipulag og hönnun umhverfis
  • Vélmenni smíðuð af HR-ingum til sýnis
  • Design of high-frequency systems
  • Komdu og prófaðu rafrænt teikniblað!
  • Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?
  • Prófaðu að spila tölvuleik hannaðan af nemendum í HR
  • Hvaða áhrif hefur samfélagsmiðlanotkun á þína líðan

Land og skógur - Rannsóknir á endurheimt vistkerfa og ræktun skóga

Hægt að skoða pöddur, laufblöð og fræ í víðsjá, þreifa á mismunandi jarðvegi, sjá drónamyndir af gróðurframvindu á Hekluskógasvæðinu og taka þátt í verðlaunagetraun. Sömuleiðis verður til sýnis sneið með árhringjum úr elsta tré sem fundist hefur á Íslandi og er um 280 ára gamalt.

Landspítalinn

Landspítali Háskólasjúkrahús og rannsóknarsetur HR
Nýting sýndarveruleikagleraugna við kennslu og betri undirbúnings nema og sérfræðinga við lausnir flókinna fyrirbæra.

Samstarf Landspítala og Sidekick
Fjarheilbrigðisþjónusta hjartasjúklinga

Einnig verður hægt að kynna sér Tiro talgervil sem breytir tali yfir í texta og notkun þjarka við skurðaðgerðir - DaVinci

Matís ohf. - Örverur: Þögli meirihluta jarðarbúa

  • Skynmatsrannsóknir: Kynning á skynmatsrannsóknum, hvernig við við skynjum mat, hvernig bragð og lykt virkar og fleira tengt skynmati.
  • Þarmaflórurannsóknir: Kynning á örveruflóru meltingarkerfisins. Hvað eru örverur og bakteríur? Hvað gera þær og hvernig hafa þær áhrif á okkur?

Miðeind - gervigreind fyrir öll!

Taktu þátt í spennandi áskorun! Reyndu að gera betur en alþjóðleg risamállíkönin á mæliprófum sem Miðeind hefur útbúið og uppgötvaðu hver þeirra standa sig best þegar kemur að íslenskuhæfni.
Sjáðu hvernig Miðeind stendur vörð um íslenska tungu í heimi tækninnar og gerir þér kleift að nota gervigreind fyrir íslensku á Málstað (málstaður.is)! Töfraðu fram meistaralegan texta á augabragði, breyttu tali í texta og fáðu svör við því sem þig hefur dreymt um að vita.

Náttúrufræðistofnun - Byrjaðu Copernicusar ferðalagið þitt í dag

Sjáðu Ísland úr lofti, sjáður breytingar og ný sjónarhorn með gagnasöfnum Copernicusar áætlunarinnar. Kynntu þér þjónustur Copernicusar sem tengjast Íslandi og uppgötvaðu hvernig gervihnattagögn hjálpa okkur að skilja og vernda umhverfið, náttúruna og plánetuna okkar.
Copernicusar áætlun Evrópusambandsins veitir nákvæm og uppfærð gögn sem nýtast til vöktunar á yfirborði og umhverfi jarðar. Áætlunin nýtir net gervitungla og ýmissa annara kerfa á jörðu niðri til þess að fylgjast með loftlagsbreytingum, ástandi lands, sjávar og lofts. Áætlunin styður við sjálfbæra þróun ásamt því að auka almannaöryggi um alla Evrópu og á heimsvísu.

Einnig verður kynning á eldgosinu á Reykjanesi með VR-gleraugum. Fjársjóðsleit með QR-kóðum, þar sem gestir geta búið til sinn eigin  gervihnött/tungl,

Náttúrufræðistofa Kópavogs - Brot úr ævi jarðar

Sýndir verða gripir úr safni Náttúrufræðistofu og börnum og fullorðnum lefyt að snerta steina og að skoða í gegnum smásjá og snerta steina. Öllum spurningum forvitinna barna verður svarað.

Orkuveitan

Jarðhitasýning
Hægt verður að skoða 3d modelivélarsals og varmaskiptistöð. Eins verður hægt að skoða  steina með stækkunargleri.

Carbfix
Gestir á bás Carbfix munu fá tækifæri til að taka þátt í gagnvirkum sýningum og sýnikennslu. Þeir munu læra um ferli kolefnisfanga og geymslu, þar sem kolefni Díoxíð er fangað úr iðnaðarútblæstri og sprautað neðanjarðar til varanlegrar geymslu.

Elliðaárstöð - býr orka í þér?
Á bás Elliðaárstöðvar getur þú fræðst um ólíkar gerðir orku og athugað hvort þú getur búið til rafmagn!   Þátttakendur fræðast um rafmagnsframleiðslu og ólíkar gerðir orku. Hægt verður að framleiða rafmagn með eigin hreyfiorku með því að snúa sveif á vasaljósi. Á skjám verður hægt að fræðast nánar um hvernig rafmagn er búið til í vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum og ólík form orku skoðuð. Gestir geta tekið þátt í leik og unnið heimsókn á Jarðhitasýninguna með því að skrifa stutta sögu.

Veitur
Hægt verður að skoða öxuldælu sem  var staðsett í Laugalandi og var dýpsta öxuldæla á Íslandi, á 1027 metra dýpi. Einnig verður hægt að sja þrívíddarmyndir af lögnunum Veitna og hermilíkön fyrir flutnings- og dreifkerfi hitaveitunnar.  Með hemilíkönum er t.d. hægt að líka eftir ofsafengnum kuldaköstum og skilja hvaða áhrif slíkt hefur á dreifikerfið. Auk þess er hægt að nota hermilíkönin til að líkja eftir uppbyggingu nýrra hverfa og þéttingu byggðar með tilheyrandi aukningu á eftirspurn eftir heitu vatni. Niðurstöður úr slíkum greiningum styðja við ákvarðanatöku um uppbyggingu á hitaveitukerfinu. 

Orka náttúrunnar
Á Vísindavökunni veður starfsemi ON kynnt og  virkjunum ON, landgræðsluverkefnum og nýsköpun auk þess sem vísindamiðlarar Jarðhitasýningar Orku náttúrunnar fræða gesti um hvernig ON framleiðir rafmagn og heitt vatn í Hellisheiðarvirkjun. Gestir geta einnig kynnt sér hleðslustöðvar ON og fengið að prófa hvernig þær virka.

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Gervigreind á Árnastofnun

Gestir geta borið saman mismunandi þýðingarvélar og prófað nýja þýðingarvél Árnastofnunar, sjálfvirka stafsetningarleiðréttingu með útskýringum og nýjar leiðir til að skoða skyldleika og uppruna íslenskra orða í nýrri vefútgáfu Íslenskrar orðsifjabókar.

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness - Stjörnufræði, loftsteinar og geimferðir

Gestum stendur til boða að skoða loftsteina og geggjaðar myndir úr himingeimnum í gegnum sérstakan sjónauka. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarnes hlakkar til að spjalla við gesti og gangandi um heima og geima og svara öllum spurningum um alheiminn, stjörnuskoðun, geimferðir og allt þar á milli.

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum -Rannsóknir á dýrasjúkdómum á Íslandi

Verða fiskar veikir?
Svarið er já! Alls konar smitsjúkdómar geta herjað á fiska. Sjúkdómsvaldarnir geta t.d. verið sníkjudýr, bakteríur eða veirur. Á vísindavökunni sýnum við ykkur fiskabakteríur og sníkjudýrið Parvicapsula pseudobranchicola sem finnst m.a. í gervitálknum á laxi.

Hvað er riða í kindum og hvernig greinum við hana?
Er hægt að losna við riðu á Íslandi með því að rækta kindur með riðuþolna arfgerð líkt og hrúturinn Gimsteinn er með?

Höfuðlús
„Lús – upp hefur komið tilfelli af lús…“ Fátt er ljóðrænna en skilaboð af þessu tagi í upphafi skólaárs. Hvernig lítur samt þessi blessaða höfuðlús út og af hverju klæjar okkur undan þeim?

Veðurstofan - Eldgosavöktun og jarðhræringar

Veðurstofa Íslands lætur sig ekki vanta á Vísindavökuna. Þemað í ár er „Vísindi á vakt – eldgosavöktun". Á svæði Veðurstofunnar verður áherslan lögð á þá tækni sem notuð er til að vakta eldfjöll, hægt verður að prófa jarðskjálftamæli, og skyggnast inn í heim sérfræðingana og hvernig þeir vakta jarðhræringarnar.

Vísindasmiðja HÍ - leikur að vísindum

Tæki og tól fyrir alla fjölskylduna. Óvæntar uppgötvanir, snjallar tilraunir, syngjandi skál og listræn róla. Búðu til þitt eigið vasaljós, smíðaðu vindmyllu, leiktu á furðuleg hljóðfæri.

Össur - Ólympíuþema - þróun íþróttafóta

Á Ólympíuleikum fatlaðra í París voru fjölmargir keppendur sem notast við stoðtæki frá Össuri. Íþróttafætur fyrir afreksíþróttafólk verða til sýnis fyrir gesti Vísindavöku 2024.
Sett verður upp langstökksbraut með heimsmeti Markusar Rehm sem er 8,72 m og gestum er boðið að prófa.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica