Stefnumót við vísindafólk!

Sýnendur á Vísindavaöku 2018

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum. Hér er hægt að kynna sér verkefnin sem kynnt verða á Vísindavökunni. Athugið að efni er sett hér inn eftir því sem það berst frá sýnendum!

Hér að neðan má finna upplýsingar um sýnendur á Vísindavöku 2018 í stafrófsröð ásamt viðfangsefni sem kynnt verður. 

Smellið á plúsinn við heiti hvers sýnenda til að fá meiri upplýsingar um það sem vekur áhuga!

Alvotech - Líftæknilyf eru framtíðin

Sjá: Alvotech    

Bláa Lónið - Ræktun örþörunga á jarðvarmagasi

Bláa Lónið ræktar blágræna þörunga á sjálfbæran hátt til notkunar í húðvörur sínar. Þörungarnir eru fóðraðir á útblæstri jarðvarmavera. Útblásturinn er mestmegnis gróðurhúsalofttegundin koldíoxíð (CO2), sem annars færi beint út í andrúmsloftið. Við ræktunina umbreyta þörungarnir þessari  gróðurhúsaloftegund í lífmassa og losa um leið súrefni. Bláa Lónið 

Erki tónlist - CalmusComposer, tónlistarsköpun í rauntíma

CalmusComposer, tónlistarsköpun í rauntíma með aðstoð gervigreindar. Erki tónlist 

GEORG rannsóknaklasi í jarðhita

GEORG rannsóknaklasi í jarðhita - Jarðhitarannsóknir 

geoSilica - Kísilsteinefni framleidd úr skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar

geoSilica  - Kísilsteinefni framleidd úr skiljuvatni Hellisheiðarvirkjunar 

Genki Instruments - Tónlistarhringurinn Wave: úr hreyfingu í hljóð

Genki Instruments kynnir náttúrulegt viðmót við tækni sem nýtir hreyfingar handarinnar.   

Grasagarður Reykjavíkur - Lífveruleit

Grasgarður Reykjavíkur bjóða gestum að setja sig í spor vísindamannsins og leita að lífverum.

Hafrannsóknastofnun - Aldur fiska

Vissir þú að að fiskar mynda árhringi eins og tré, sem gera okkur kleift að greina aldur þeirra? Í innra eyra allra beinfiska eru kalksteinar sem kallast kvarnir og í þeim myndast árhringir. Kvarnirnar eru ólíkar að lögun eftir tegundum og geta líka verið mismunandi innan sömu tegundar, eftir því hvar fiskurinn ólst upp og hefur dvalið. Kvarnirnar gefa okkur mikilvægar upplýsingar, til dæmis um aldur, vöxt og þroska fiska, sem eru nauðsynlegar til að veita ráðgjöf um sjálfbæra nýtingu fiskistofna. Hafrannsóknastofnun  

Háskóli Íslands - Vísindaveisla í Höllinni, skoðaðu úrval rannsóknarverkefna frá fjölbreyttum fræðasviðum!

 • Blaða- og fréttamennska - Vísindavaka í beinni, hvað er að frétta? Fræðin á bak við fjölmiðlana. Gestir setja sig í spor fréttamanna – eða viðmælenda - og kynnast af eigin raun hvernig viðtöl fara fram í sjónvarpi. Allt verður þetta í beinni útsendingu á Vísindavöku.
 • Jarðvísindastofnun HÍ - Sofið í heila öld! Kötlugosið 1918. Nú eru 100 ár liðin frá Kötlugosinu, hver voru áhrif þess á samfélag þá og hver yrðu áhrif þess á íslenskt samfélag ef gos hæfist í dag?
 • Vísindavefur - Andvaka með Vísindavefnum. Vísindavefur HÍ leggur ýmsar gátur og þrautir fyrir gesti Vísindavökunnar. Getur þú leyst gátu Einsteins, litaþrautina, skákþrautina eða naglaturninn? Ef ekki, þá lofum við andvökunóttum!
 • Lýðheilsuvísindi - Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsókning tekur til allra íslenskumælandi kvenna 18 ára og eldri og verður ein stærsta vísindarannsókn á heimsvísu á þessu sviði.
 • Hjúkrunarfræði - Smokkanotkun unglingspilta. Rýnihóparannsókn var gerð í vor meðal unglingspilta í Reykjavík og á Akureyri. Það er mjög há tíðni Klamydíu hér á landi og er þetta aðkallandi verkefni fyrir íslenskt samfélag.
 • Íslensk fræði - fræði, skraf og skáldskapur. Kynning á íslensku sem vettvang vísindarannsókna. Fagið kynnt útfrá íslensku og ritlist, einstök verkefni verða kynnt og nýútkomnar bækur. Gestir spreyta sig á getraun sem tengist íslenskri tungu.
 • Jarðeðlisfræði - Óbeisluð náttúra - innviðir Surtseyjar. Borun í Surtsey 2017 - rannsóknir á myndun eldfjallaeyjar í N-Atlantshafi. Samvinnuverkefni fjögurra íslenskra stofnana:  Jarðvísindastofnunar HÍ, Matís, Ísor og Náttúrufræðistofnunar.
 • Félagsráðgjöf - Náttúrumeðferð, sjórinn, fjöllin og ströndin. Rannsókn á hvernig beita má náttúrumeðferð í félagsráðsgjöf.
 • Eðlisfræði - Dropar úr lofti. Getum við drukkið loft? Fyrirtækið Dropar úr lofti þróar búnað sem þéttir raka úr andrúmsloftinu til neyslu. Þéttingin á sér stað á köldu yfirborði.
 • Umhverfis- og byggingaverkfræði - Það liggur í loftinu - loftgæði, svifryk, mengun. Umræða um svifryk og mengun á höfuðborgarsvæðinu ( meðal annars vegna flugelda) er fyrirferðarmikil og mjög knýjandi í samfélaginu.
 • Efnafræði - Litríkar og krassandi efnafræðitilraunir. Undarlegar umbreytingar, óvænt litbrigði og vísindaleg furðuverk efnafræðinnar.
 • Líffræði - Syngjandi vetrarhvalir. Rannsóknarverkefnið snýr að rannsókn á atferli hnúfubaka við strendur Íslands að vetri til. Notaðar eru fjölþættar aðferðir til að rannsaka hljóðmyndun og tilgang hljóða, æxlunarhegðun og fæðuöflun hnúfubakanna að vetri. Tæknin sem notast er við er hljóð og hreyfiriti sem tekur upp hljóð merktu dýranna og þau hljóð sem þau heyra, en jafnframt greina tækin köfun og þrívíddar hreyfingu hvalanna í kafi.
 • Landfræði - Fjallasýn úr háloftum. Umhverfisvöktun á Svínafellsheiði þar sem stór sprunga hefur myndast í fjallinu. GPS mælingar. Togmælingar og myndataka með drónum.
 • Umhverfis- og byggingaverkfræði - Lifað með jarðskjálftum. Samfélag mannanna þarf að geta lifað með náttúrunni á sem öruggastan hátt. Jarðskjálftar ógna þessu öryggi og því mikilvægt að híbýli manna séu sem vel byggð og standist náttúruöflin. Hvernig tryggjum við að húsin okkar þoli sterka jarðskálfta?
 • Fornleifafræði - Hrísheimar í Mývatnssveit, minjar frá víkingaöld. Að Hrísheimum í Mývatnssveit fundust minjar frá víkingaöld. Hvernig greinum við og túlkum gripi sem finnast í mannvistarleifum? Gestir setja sig í spor fornleifafræðinga. 
 • Íþrótta- og heilsufræði - Styrkur og liðleiki, þorirðu að prófa? Styrkur og liðleiki eru mikilvægir þættir til þess að ná langt í íþróttum. Hér gefst gestum kostur á að koma og mæla handstyrk jafnt sem liðleika og sjá alvöru rannsóknartæki í notkun. 
 • Stjarneðlisfræði - Myrku hliðar alheimsins. Gammablossar, hulduefni og stjörnumyndun. Ósýnilegur alheimur: hvað er hulduefni og hulduorka? Þyngdarbyrlgjur og gammablossar: orkumestu fyrirbæri alheimsins.
 • Íslensk fræði - íslenska í umróti tækni- og þjóðfélagsbreytinga. Rannsókn á stöðu íslensku og ensku meðal allra aldurshópa í íslensku málsamfélagi.
 • Tómstundafræði - Geturðu gert allt sem þú vilt? Aðgengi fyrir alla. Gestir Vísindavöku fá tækifæri til að prófa að eigin raun hvaða áhrif aðgengi getur haft á daglegt líf - og kynna sér muninn á góðu og slæmu aðgengi í opinberum byggingum.
 • Læknisfræði - Bjargráður bjargar málum - hvernig veitum við fyrstu hjálp? Öll getum við lent í óvæntum aðstæðum þar sem við gætum þurft að veita fyrstu hjálp. Þá er lykilatriði að bregðast rétt við. Bjargráður, hópur læknanema við Háskóla Íslands, kenna gestum Vísindavöku réttu handtökin.
 • Kennslufræði - Sköpunarsmiðjur og stafrænt læsi. Rannsóknarstofa um upplýsingatækni og miðlun (RANNUM) er þátttakandi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni sem miðar að því að skoða hvernig tækni og sköpunarsmiðjur geta eflt stafrænt læsi, hönnunarlæsi og skapandi færni barna á aldrinum 3-8 ára. Einnig að efla rannsóknir og nýsköpun á sviði stafræns læsis og sköpunarmátts barna.
 • Hjúkrunarfræði - Tölvuleikurinn Lokbrá er leikur sem ætlað er að draga úr hræðslu barna sem fara í skurðaðgerð. Teymið á bakvið Lokbrá er einnig með annan leik í vinnslu sem þau munu kynna.
 • Team Spark - rafknúinn kappakstursbíll. Vísindavöku Formúlan er hafin! Prófaðu að setjast undir stýri á nýjasta Team Spark kappakstursbílnum og kynntu þér leyndarmálið á bak við snilldina.
 • Landfræði - Fjarkönnun og umhverfisvöktun. Eftirlit með náttúru, umhverfi, mengun og lífríki. Aukið öryggi fyrir samfélag manna. Jökulhlaup, hopun jökla.
 • Lífvísindasetur HÍ - Súrefnismælingar á augnbotnum. Augnbotnar okkar segja sína sögu og með nýjustu tækni og rannsóknum má lesa sífellt nákvæmari upplýsingar um sjónheilsu.
 • Lífvísindasetur HÍ - Sebrafiskar og erfðasjúkdómar. Sebrafiskar eru notaðir sem módellífverur fyrir ýmsa erfðasjúkdóma. Sýndar verða hreyfimyndir af þroskun sebrafiskaseiða og hvernig hrognin eru meðhöndluð.
 • Eðlisfræði - Áburður framtíðar. Rannsóknir á nýrri aðferð við framleiðslu umhverfisvæns áburðar kynntar, framtíðarsýn um sjálfbæra framleiðsu og ekkert kolefnisspor tengt áburðarframleiðslu.
 • Íþrótta- og heilsufræði - Bragðlaukaþjálfun, skynupplifun. Þekkir þú lyktina? Hefur hljóð áhrif á bragðupplifun? Bragðlaukaþjálfun er eins konar leikfimi til að læra að njóta matar. Með því að horfa, þefa, hlusta, snerta eða smakka er mögulega hæt að draga úr matvendni og gera matartíma að ánægjulegri stundum hjá öllum í fjölskyldunni. 
 • Næringarfræði - Matur og næring.  

Sjá vefsíðu:  Háskóli Íslands 

Háskólinn á Akureyri - Skapandi skólastarf og vísindasamstarf á Norðurslóðum

 • Skapandi skólastarf - snjallvagn - forritun: Fólki býðst tækifæri til að prófa og forrita vélmenni á borð við ozobot, sphero og kubb og kíkja í bækur með auknum veruleika (Augmented Reality).
 • Vísinda- og rannsóknasamstarf á Norðurslóðum: Rannsóknaþing Norðursins, e. Northern Research Forum (NRF), er samstarfsvettvangur Háskólans á Akureyri fyrir málefni norðurslóða. Tækifæri til að kynna sér rannsóknir á norðurslóðum á leikandi léttan hátt. 
Sjá Háskólinn á Akureyri og International Arctic Science Committee (IASC). 

Háskólinn á Akureyri í samstarfi við HÍ - Stjörnur, siglingar og fleiri fræði á miðöldum

Háskólinn á Akureyri í samstarfi við HÍ fer með okkur aftur í miðaldir og skoðar hverjir Þorsteinn Surtur og Stjörnu-Oddi voru. 

Háskólinn í Reykjavík

 • Íþróttafræði - Hversu fast kastar þú handbolta?
 • Tölvunafræði - Tölvuleikir nemenda
 • Viðskiptafræði - GOARguide leiðsögumannaapp
 • Skema í HR - Skapandi tækninámskeið
 • Íþróttafræði - Getur þú stokkið jafnhátt og landsliðsfólk?
 • Gervigreindarsetur - Djúpivogur í sýndarveruleika
 • Mál- og raddtæknistofa - Nýr íslenskur talgreinir
 • Team Sleipnir HR - Kappakstursbíll á Silverstone
 • Rannsóknir og greining - Íslenska forvarnarmódelið virkar
 • Tækni- og verkfræðideild - Viðbragðsleikur og fleiri nemendaverkefni
 • Lagadeild - Löfræðiþjónusta Lögréttu
 • HR í 360 gráðum
 • Tölvunarfræði - Tölvur sanna stærðfræðiformúlur
 • Gervigreindarsetur - Félagsfærni í sýndarveruleika
 • Byggingasvið - Basalt er til margra hluta nytsamlegt
 • Sálfræði - Áhrif ljósmeðferðar á lífsklukku, þunglyndi, þreytu og svefn
 • /sys/tur tölvunarfræðideild - Tölvutætingur
 • Örtækni- og öreðlisfræðisetur - Svífandi seglar
 • Heilbrigðistæknisetur HR og Landspítalans - Notkun þrívíddarprentaðra líffæra við skurðaðgerðir

Sjá Háskólinn í Reykjavík 

Háskólinn á Hólum

Háskólinn á Hólum   

Horizon 2020 - European Corner

Vísindavaka er styrkt af rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB,  Horizon 2020,  og er hluti af European Researchers' Night sem er haldin síðasta föstudag í september ár hvert, í yfir 300 borgum og bæjum víðs vegar um Evrópu. Markmiðið er að vekja athygli á starfi vísindafólks og mikilvægi vísinda og rannsókna í samfélaginu. 

KeyNatura - Ræktun örþörunga og samsetning fæðubótaefna

KeyNatura 

Ísbjarnarvinir - Björgunaráætlun ísbjarna á Íslandi

Hvernig svæfa á ísbjörn og flytja að ísröndinni. Kynning á aðferðum Kanadamanna við að svæfa og flytja ísbirni.  Ísbjarnarvinir 

Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR - Jarðhiti í sjó og á landi

Hafsbotninn umhverfis Ísland er einn undraheimur, með sæfjöllum, gígum, strýtum og skipsflökum. Til að rannsaka landslagið á botni hafsins eru notaðar aðrar aðferðir en þegar við greinum landið ofanjarðar. Kíktu við hjá okkur á ÍSOR-básnum og skoðaðu landið með okkur, í víðsjánni eða á í neðansjávarsiglingu á tölvuskjánum. Íslenskar orkurannsóknir - ÍSOR    

Landspítali - rannsóknir í þágu allra

 • Heilbrigðistæknisetur - Taugaörvun og notkun þrívddarprentaðra líffæra við skurðaðgerðir. 
 • Stofn- og blóðfræði - Stofnfrumur í lækningum: tækifæri eða tálsýn?
 • Ónæmisfræði - Hvað gerir ónæmiskerfið?
 • Iðjuþjálfun - Iðjumiðuð þjónusta: aukin lífsgæði
 • Erfða- og sameindalæknisfræði - Hvernig á að búa til ættartré?

Landbúnaðarháskóli Íslands

Landbúnaðarháskóli Íslands   

Listaháskóli Íslands - allar listgreinar!

Listaháskóli Íslands:   

 • LHÍ vöruhönnun: Borðið þessa flösku! Agari er flaska sem búin er til úr vatni og agar, sem unnið er úr rauðþörungum. Um leið og búið er að tæma flöskuna af vatni brotnar efni hennar niður. Hér er kynnt tilraun Ara Jónssonar, hönnuðar, til að stemma stigu við stærsta umhverfisvandamáli samtímans, plastmengun. Hvetur hann fólk til að stela hugmyndinni!
 • LHÍ myndlist: Tilraun um torf.  
 • LHÍ tónlist: Hulda - hljóðfæri.  
 • LHÍ listkennsla: Framtíðarmúsík - nýjar leiðir í tónlistarmenntunFramtíðarmúsík byggir á nýjum rannsóknum og þróunarverkefnum í tónlistarmenntun og tónlistarmiðlun. Um er að ræða fyrstu bókina sem gefin er út á íslensku um náms- og kennsluhætti í tónlistarnámi. Nær hún til allra skólastiga og dregur fram ný viðmið og nýjar aðferðir á sviði tónlistarkennslu. 
 • LHÍ sviðslistir: TJÁNINGAR - virði og vald væntinga í dansi.  

Margildi - Síldarlýsi er hollt og gott 

Síldarlýsi, rannsóknir og þróun nýrrar einkaleyfisvarinnar framleiðsluaðferðar og hagnýting síldarlýsis til manneldis í stað dýraeldis (fóðurgerðar). Margildi 

Marie Sklodowska-Curie áætlunin og styrkþegar

Nokkrir stykþegar Marie Sklodowska-Curie mannauðsáætlunar H2020, íslenskir og erlendir, kynna sig og viðfangsefni rannsókna sinna.

Matís - Borðar þú ekki fisk? En ef fiskurinn er kastali?

Fiskur framtíðarinnar er hér. Hann er hollur og góður og er í líki kastala sem prentaður hefur verið með þrívíddar matarprentara. Já Matís, HÍ, RANNÍS og fleiri eru að keyra í gang verkefni sem mun umbylta hvernig við borðum fiskinn okkar! Komdu á Matís básinn og sjáðu með eigin augum!  Matís

Náttúrufræðistofa Kópavogs - Lífríki íslenskra vatna

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur frá 1992 verið í fararbroddi í rannsóknum á lífríki íslenskra stöðuvatna. Yfirlitskönnun á lífríki íslenskra vatna og Natura Ísland eru dæmi um stór samstarfsverkefni, en smærri lífríkisúttektir á stökum vötnum hafa einnig verið unnar víða um land. Í dag er mikil áhersla lögð á að efla vöktun vatnavistkerfa sem víðast á landinu, en slík vöktun, með aðkomu Náttúrufræðistofunnar, er hafin í Þingvallavatni og Reykjavíkurtjörn. Jafnframt rannsóknarstarfinu hefur sýningarstarf og fræðsla um náttúruna til skólaæsku og almennings ætíð skipað stóran sess í starfseminni. Náttúrufræðistofa Kópavogs 

Náttúrufræðistofnun Íslands - Íslenski refurinn  

Náttúrufræðistofnun Íslands 

Nox Medical - Með svefn á heilanum

Nox Medical kynnir mælitæki til rannsóknar á svefni og svefnröskunum, tæki og hugbúnaður sem mæla og greina lífmerki. 

Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Fab Lab og ljósvarpa

Fab Lab (Fabrication Laboratory) er stafræn smiðja með tækjum og tólum til að búa til nánast hvað sem er. Fab Lab smiðjurnar gefa ungum sem öldnum tækifæri til að hanna, móta og framleiða með aðstoð stafrænnar tækni og þannig þjálfa sköpunargáfuna og hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. 

Ljósvarpan er byltingarkennd aðferð til þess að veiða fisk með laser-ljósi í stað nets. Ljósvarpan hlífir hafsbotninum og dregur stórlega úr eldsneytisnotkun. Nýsköpunarmiðstöð Íslands 

ORF líftækni - Frá vísindum til VOGUE

Líftækni með áherslu á vaxtarþætti fyrir húðvörur og stofnfrumurannsóknir. ORF líftækni 

Platome líftækni

Lífvirkni og ónæmisvirkni þykknis úr hrossaþara. Platome líftækni 

Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi  

Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi  

Rannsóknasetur HÍ á Austurlandi - Maður og náttúra

Um tengsl manns og náttúru - annars vegar hreindýrið og þýðing þess í íslenskri náttúrusýn og menningu, hins vegar tengsl manns og hálendis. Rannsóknasetur HÍ á Austurlandi

Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi - Af hverju er æðadúnn svona hlýr?

Með þríviddarmyndum af fjaðraþráðum æðardúns og gæsadúns má betur skilja mismunandi eiginleika þeirra. Rannsóknasetur HÍ á Snæfellsnesi 

Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum - Áhrif manna á sjávarhryggleysingja 

Fjölbreyttar rannsóknir á sviði eiturefnavistfræði, einkum á sjávarlífverum, m.a. áhrif mengandi efna á lífeðlisfræðilega þætti í  vefjum tífætla krabba auk þess að kanna uppsöfnun mengandi efna í vefum og upptöku þeirra upp fæðukeðju (þ.e. upptaka mengandi efna úr sjó í bráð (kræklingur) og þaðan í afræningja (krabba). Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum  

Raunvísindastofnun Háskólans

Raunvísindastofnun Háskólans 

ReykjavíkurAkademían - Hugvísindi: að snerta hið ósnertanlega

 • Krullað og klippt! Aldarsaga háriðna á Íslandi. Fyrstu rakarastofurnar voru opnaðar í Reykjavík árið 1901 og árið 1912 gátu konur fyrst farið í lagningu hjá menntuðum hárgreiðslukonum. Ýmsir munir tengdir hárgreiðslu og klippingu verða til sýnis og höfundar verða til viðtals. Spurningin er hvort fólk fari í hár saman, eða hvort hægt verði að fá klippingu hjá ReykjavíkurAkademíunni? Höfundar og sýnendur verksins eru dr. Þorgerður Þorvaldsdóttir og Bára Baldursdóttir.
 • Kvennalistinn.is. Nýlega var opnuð vefsíða um kvennaframboðin á Íslandi. Vefurinn er samfélagslegt verkefni sem hefur það að markmiði að styðja konur um allan heim í stjórnmálum og til áhrifa í samfélögum. Kvennaframboðin á Íslandi voru einstök á heimsvísu og nutu gífurlegrar athygli og virðingar. Mikið var fjallað um þau í heimspressunni og kvennalistakonum var boðið að halda fyrirlestra víða um heim til að kynna „hina íslensku aðferð.“ Vefsíðan verður opin og gestir geta rætt við Kristínu Jónsdóttur höfund, stofnanda og ritsjóra síðunnar. Veffang síðunnar er:  www.kvennalistinn.is
 • Lifandi forritun („live coding“ á ensku). Dr. Þórhallur Magnússon kynnir tónlist og rannsóknir innan alþjólegs sviðs sem kallast “live coding”. Hér er tónlist samin og flutt með því að skrifa forrit í rauntíma. Kóðinn er nótnaskriftin og hljóðfærið á sama tíma, og öllu er varpað upp á vegg fyrir áhorfendur að fylgjast með. Eins ólíklegt og það gæti hljómað, þá er þetta mjög einföld aðferð að búa til tónlist (með réttu tólunum). Þórhallur mun kynna forrit sitt, ixi lang, sem er fljótlært fyrir unga sem aldna.
 • U3A Reykjavík: Vöruhús tækifæranna - Vöruhús tækifæranna er vefsíða. Hún er safn áhugaverðra hugmynda fyrir fólk á þriðja æviskeiðinu (50+) sem vill skapa sér ný framtíðartækifæri. Verkefnið er unnið í evrópsku samstarfi og er enn í þróun. Veffang U3A er: www.u3a.is
Sjá: ReykjavíkurAkademían 

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness - Þú ert stjörnuryk

Loftsteinar, myndasýning, tungl og Mars-hnettir. Ef vel viðrar verður boðið upp á sólskoðun utandyra.  Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness

Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum - Risamálheild, sagnagrunnur, stílmæling og handritasmiðja

 • Risamálheild: Hvernig eru tölvur notaðar til að greina breytingar í tungumálinu? Árnastofnun kynnir Risamálheildina, nýtt verkfæri sem nota má til að skoða tungumálið með aðferðum sem ekki væru mögulegar án tölvutækni.
 • Sagnagrunnur: Kortlagður gagnagrunnur yfir sagnir úr helstu þjóðsagnasöfnum Íslands.
 • Stílmælingar í íslenskum miðaldafrásögnum.
 • Leyndardómar handritanna - handritasmiðja: Safnkennari Árnastofnunar sýnir áhugasömum efniviðinn sem notaður var í miðaldahandrit íslendinga og gestum gefst kostur á að draga til stafs á kálfskinn með fjöðurstaf og heimalöguðu jurtableki

Sjá: Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Svinna verkfræði - Framleiðslukerfi byggt á náttúrulegum hringrásum

Svinna verkfræði  

Veðurstofa Íslands - Vísindamenn á valdi náttúrunnar: frá tækjum til túlkunar 

 • Hvernig fylgist Veðurstofan með eldstöðvum landsins? Farið yfir hvaða mælar eru notaðir, tölvukerfin á bak við þá, hvað við getum mælt eða skoðað og hvernig við bregðumst við. Sjá: Veðurstofa Íslands 
 • Jarðaskjálftamælar prófaðir. Mælir á staðnum sem hægt verður að hoppa á og framkalla jarðskjálfta sem birtist á tölvuskjá.
 • Leiðnimæling á vatni. Mælir sem gestir stinga í Múlakvísl (í mæliglasi!) ferskvatn og saltvatn. Skoða mismunandi niðurstöður og fá upplýsingar um hvað þær segja okkur.
 • Harður heimur vísindamannsins. Myndbönd af vísindamönnum í „feltinu“, við hvaða aðstæður er unnið, íslensk náttúra í öllu sínu veldi.

 • Rannsóknarverkefni tengd eldstöðvum á Íslandi - kynnt á skjá eða veggspjöldum.

 • Jarðskjálftabylgjur skoðaðar með risagormi – „Slinky“. Munur á P og S bylgjum. Sjá myndband: 

  https://www.youtube.com/watch?v=BxtiKodKq_E

Vísindasmiðja HÍ - Vísindagleði í Höllinni!

Hitamyndavél, teiknandi róla, felugrís og syngjandi skál eru meðal allra þeirra fjölmörgu tækja, tóla og óvæntu uppgötvana sem Vísindasmiðjan býr yfir. Sjá: Vísindasmiðja HÍ

Vísinda- og tækniráð - Settu þitt mark á framtíðina!

Settu þitt mark á framtíðina! Hverjar verða brýnustu samfélagslegu áskoranir Íslands í framtíðinni? Taktu þátt! í vefkönnun Vísinda- og tækniráðs, mennta- og menningarmálaráðuneytisins og Rannís. Vísinda- og tækniráð 

Zeto - Lífvirkni þaraþykknis

Zeto - Lífvirkni þaraþykknis

Össur - Líf án takmarkana

Össur - Líf án takmarkanaÞetta vefsvæði byggir á Eplica