Sýnendur Vísindavöku 2023

Árnastofun - Talmálsrannsóknir

Gestum verður gefinn kostur á að prófa samtalsorðabók og hlusta á upptökur úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar. Annars vegar á málfræði hversdagslegra samtala og hins vegar á talgreining á eldri upptökum í hljóðfræðasafni Árnastofnunar.

Vefsíða: Árnastofnun

Bláa lónið

„Rannsóknir afhjúpa leyndardóma vatnsins“ - kynning vísindamanna á vatni Bláa lónsins.

Vefsíða: Bláa Lónið

Borgarbókasafnið - Tækni- og vísindahorn Borgarbókasafnsins

Borgarbókasafnið verður með notalegt bókahorn, með púðum og grjónapúða og kistil fullan af tækni- og vísindabókum. Einnig verður kynnt tæknirými Borgarbókasafnsins - með tölvu og snertiskjá þar sem hægt verður að skoða og bóka tæki og búnað sem Borgarbókasafnið býður upp á. 

Vefsíða: Borgarbókasafn 

DTE - Hvað leynist í álinu?

DTE mun koma með vélmenni sitt sem er notað í álverum hérlendis og erlendis en með þeim er hægt að greina fljótandi ál í rauntíma með LIBS-litrófsgreiningu.

Vefsíða: DTE

Grasagarður Reykjavíkur - Lífveruleit

Grasagarðurinn verður með með ánagryfju, jarðvegssýni, lífveruleitarblöð og plöntur til að sýna.

Vefsíða: Grasagarður Reykjavíkur

Hafrannsóknastofnun - Ferskvatnslífverur og rannsóknir

Hjá Hafrannsóknastofnun verður hægt að kynnast ferskvatnslífverum og fræðast um aðferðir við ferskvatnsrannsóknir.

Þar má handleika ferskvatnsfiska, skoða minni lífverurnar í gegnum víðsjá, sjá myndskeið frá útivinnu ferskvatnsrannsókna og áhugaverð myndbrot úr fiskteljurum víða af landinu.

Vefsíða: Hafrannsóknastofnun

Háskóli Íslands - Vísindaveisla í Höllinni, skoðaðu úrval rannsóknarefna frá fjölbreyttum fræðasviðum!

 • Bangsaspítalinn tekur á móti slösuðum böngsum í Laugardalshöll!

  1. árs læknanemar taka á móti börnunum með slasaða/veika bangsa til þess að gefa þeim tækifæri á að æfa sig í samskiptum við börn og til þess að minnka mögulega hræðslu barna við læknaheimsóknir.

 • Farsæld barna. Áhersla verður á lög frá 2021 sem nefnast Samþætting þjónustu.
 • Notkum gervigreindar við stjórnun atvinnulífsins. Markmiðið er að leita leiða til að þróa gervigreind sem notuð er við stjórnun og nýráðningar á þann hátt að hún dragi úr bjögun og auki jafnrétti í atvinnulífinu. Jafnframt að kortleggja stöðuna eins og hún er í dag. Hvernig er verið að nota gervigreind við nýráðningar og stjórnun? Hvaða kostir og gallar, tækifæri og hættur fylgja slíkri notkun gervigreindar? Hvert viljum við stefna og hvernig komumst við þangað?
 • Bjargráður er félag læknanema um endurlífgun sem fræðir einstaklinga um endurlífgun á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Bjargráður kappkostar einnig að stuðla að aukinni vitund almennings á endurlífgun og mikilvægi hennar. Tilgangur félagsins er að veita almenningi fræðslu um skyndihjálp, með sérstaka áherslu á nemendur í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Bjargráður leggur einnig mikla áherslu á að vekja almenning til vitundar um endurlífgun og þýðingu hennar.

 • Skammtatölvur og skammtatækni: Ný tölvuöld. Hægt verður að ræða við sérfræðinga í skammtafræði og skammtatölvum, ásamt því að taka þátt í skemmtilegum leik um skammtafræðina.

 • Þræðir til framtíðar: Textíll, sjálfbærni og hringrásarhagkerfi sem jafnréttismál. Umhverfismál eru eitt brýnasta viðfangsefni samtímans og þar skiptir textíll verulegu máli en hann er fjórði stærsti álagsþáttur umhverfismála vegna einkaneyslu á eftir húsnæði, samgöngum og matvælum. Í verkefninu er fjallað um hvernig framleiðsla og notkun á textíl snýr að sjálfbærni og hringrásarhagkerfi með hliðsjón af kynjuðum valdatengslum. Fjallað er um frumkvæði nokkurra kvenna í textíl, hvernig dró úr íslenskri framleiðslu í lok síðustu aldar og um ósjálfbæran innflutning í okkar samtíma á tilbúnum fatnaði með aukinni hraðtísku. Kynningin er hluti af H2020 verkefninu CENTRINNO sem Háskóli Íslands tekur þátt í ásamt Textílmiðstöð Íslands en í verkefninu er m.a. spurt hvernig textíll í sinni víðustu merkingu getur tekið skrefið inn í framtíðina á umhverfisvænan og sjálfbæran hátt.
 • Náttúra og menning í stóru og smáu. Sýnt verður og sagt frá nýlegum rannsóknum þjóðfræðinnar á sviði náttúru og borgarumhverfis, samspili loftslags, gróðurs, fólks, dýra og örvera í menningu fortíðar og samtíma.
 • Hvað gerir ónæmiskerfið? Gestum verður leyft að blanda saman mismunandi liti með búbbulínum og hristara í alvöru tilraunarglösum. Alltaf gaman að sulla. Einnig er gefin kostur á að skoða frumur ónæmiskerfisins í smásjá og ofnæmisvalda í víðsjá.
 • Hvað veistu um bein? Skemmtileg spurningakeppni um bein og það sem mikilvægt er að vita um þau. Eins verður beinagrind á básnum.
 • Uppruni fjölbreytileika tegundanna. Á bás verða lífverur, lifandi hornsíli, köngulær og flugur. Einnig sýni undir smásjá og á skjá. Unnið verður með DNA raðir úr tegundum.
 • Augað, súrefnismælingar og sjónskynjun. Boðið verður upp á léttar og skemmtilegar tilraunir með eigin (sjón)skynjun, sem leiða í ljós ýmislegt forvitnilegt um hvernig (sjón)skynjun virkar. Að auki verða sýndar myndrænar niðurstöður úr rannsóknum á súrefnismettun í sjónhimnu. Sjónhimnan er einstök að því leyti að þar hægt er að skoða æðar og taugavef með einföldum tækjum. Mælingar á súrefnismettun í sjónhimnu auka skilning okkar á ýmsum augnsjúkdómum auk þess sem hægt er að greina merki um heilasjúkdóma með nákvæmum mælingum á augum.
 • Teiknað á tölvu. Notaðu stafrænan penna til að teikna á snertiskjá og sjáðu hvort tölvan þekkir formin sem þú ert að teikna og getur framkvæmt skipanir í takt við þau.

 • Niður til jarðar: Sjálfvirk auðkenning hluta á gervihnattamyndum. Hægt verður að spila leik við gervigreind þar sem markmiðið er að greina á milli hvaða myndir eru teknar með fjarkönnun og hverjar eru myndaðar af gervigreind.

 • Hvað er að frétta? Krökkum á öllum aldri boðið í spjall um daginn og veginn fyrir framan myndavél. Spjallinu er varpað á skjá í básnum.
 • Sjáðu lífið í sjónum með berum augum! Gestum gefst kostur á að komast í návígi við ýmis krabbadýr, krossfiska og aðra sjávarhryggleysingja og fræðast um leið um rannsóknir okkar á lífríki og mengun sjávar.
 • Breiðamerkurjökull 2121. Kynntar verða helstu afurðir yfirstandandi rannsókna á hopi jökla þar sem beitt er ólíkum sjónrænum aðferðum, m.a. ljós- og kvikmyndun, skeiðmyndun (timelapse) og tölvugrafík. Sýnt verður nýtt myndband um verkefnið Breiðamerkurjökull 2121 auk annarra sjónrænna afurða. 
 • Hvalarannsóknir við Skjálfandaflóa. Rannóknasetrið kynnir þjóðskrá hvala, ljósmyndaskrá þar sem útlitseinkenni einstaklinga eru notuð til að aðgreina þá. Þá verður hægt að hlýða á upptökur af mismunandi hljóðum ólíkra tegunda. / - hljóðupptökur sem gefa dæmi um mismunandi tungumál tegundanna.                       

  Ljósmyndir af hvölum verða til sýnis og gestum gefinn kostur á að para saman ólíkar myndir af sama einstaklingi. Einnig verða leiknar upptökur af hljóðum mismunandi hvalategunda, auk þess sem ljósmyndir af vettvangsrannsóknum verða sýndar.

 • Rannsóknarstofan Mál og tækni kynnir rannsóknar- og þróunarverkefni sem tengjast íslenskri tungu. Sagt er frá því hvernig málnotkun breytist á lífsleiðinni, hvernig ChatGPT hefur áhrif á nám og tengslum taugahrörnunar og málnotkunar. Þar að auki verður kynning á því hvernig villur í íslensku ritmáli hafa verið kortlagðar og loks er fjallað um verkefni sem miðar að því að meta sjálfvirkt færni þeirra sem læra íslensku sem annað mál.

 • Mælingar og stökkkrafti og styrk. Á Vísindavöku verða kynntar mismunandi aðferðir til að mæla líkamlega getu, svo sem stökkkraft, styrk í handleggjum og fótleggjum. Auk þess fjallað um greiningu á flatfæti (plattfæti) og róðrar hæfileikum.
 • Bragðlaukaþjálfun. Bragðlaukaþjálfun er aðferð þar sem börn eru markvisst þjálfuð í að upplifa mat með öllum skynfærum sínum. Bragðlaukaþjálfunin sem kemur úr ranni Sapere fræðanna snýst í meginefnum um að börn kynnist annars vegar grunnbrögðunum fimm, sem eru: súrt, sætt, salt, beiskt og umami, og hins vegar læri þau að treysta skilningarvitum sínum, þ.e. að sjá, finna lykt, bragða, snerta og heyra. Í Bragðlaukaþjálfun er áhersla lögð á á leik, forvitni og gleði og þrýstingi á að smakka er aldrei beitt.
 • Seguleiginleikar Fe/V yfirgrinda kannaðir með Mössbauer orkurófsgreiningu.

 • Nýmennt á Menntavísindasviði og Mixtúra Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Mixtúra sköpunar- og tækniver Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er staðsett á Menntavísindasviði Háskóla Íslands. Mixtúra er hugsuð sem námsrými þar sem tækni og sköpun eru í fyrirrúmi. NýMennt – nýsköpun og menntasamfélag er ný eining á Menntavísindasviði sem miðar að því að styðja við og efla nýsköpunar- og frumkvöðlamennt og um leið að efla þekkingu í STEAM greinum á öllum skólastigum og tengingu þeirra við skapandi greinar.
 • Sjúkir sebrafiskar. Hægt verður að skoða lifandi sebrafiska í búri og lifandi lirfur undir víðsjá. Sebrafiskasýni lituð og skoðuð í flúrsmásjá með skjá. Myndband af fiskum, lirfum og eggjum sýnt á skjá.
 • Snjallsíminn þinn er ofurtölva með tauganetum. Gagnvirk sýning þar sem snjallsími eða fartölva flokka og greina hluti í rauntíma út frá lögun þeirra.
 • Samstarfsvettvangur fræðslu, menntunar og rannsókna á sviði netöryggis (NCC-IS. Stórskemmtileg spurningakeppni um net- og tölvuöryggi.
 • Hvað geta ávaxtaflugur sagt okkur um lífið? Ávaxtaflugan hefur gegnt hlutverki drottningar tilraunalífvera í erfða-, frumu- og sameindalíffræðilegum rannsóknum síðustu 115 árin. Þessari heildarsýn verður komið að á lifandi og gagnvirkan hátt. 
 • Landnám og fjölbreytileiki maura á Íslandi og Trinidad og Tobago. Þrjú bú maura verða til sýnis, auramaurar, húsamaurar og laufskurðarmaurar. Tvær víðsjár með sýnishornum. Tvær rauntíma myndavélar varpa á 2 skjái. Auk þess teiknistöð fyrir unga sem aldna til að teikna og túlka maura og fjölbreytileika þeirra. borgarumhverfi.
 • Jarðskjálftavél: Líkt eftir færslum á skriðfleti jarðskjálfta. Við verðum með jarðskjálftavél á borði sem líkir eftir færslum á skriðfleti jarðskjálfta. Vélin sýnir okkur hvernig flekaskilin sem Ísland er á mynda jarðskjálfta.

 • Áhrif hopandi jökla í kjölfar loftslagsbreytinga á jarðskjálfta og eldvirkni. Mælitæki til jarðskorpuhreyfinga stillt upp.
 • Taktu skref í átt að sýndarheimum. Hægt verður að prófa þrívíddarskanna og þrívíddarprentara.

Sjá vefsíðu: Háskóli Íslands

Háskólinn á Akureyri - Framtíðin felst í nálægðinni

 •  Kennaradeild.
  Quality in Nordic Teaching
  . Ert þú efni í frábæran kennara? Komdu, prófaðu og fáðu endurgjöf frá rannsakanda. Rannsóknin snýr að gæðum kennslu með upptökutækni og notkun hennar í samstarfi rannsakanda og kennara

  Viltu kveikja ljós með því að klappa saman höndum? Vísindasmiðjur í leikskólum, STEAM greinar og leikskólastarf í gegnum leik og sköpun. Boðið verður upp á að leika með ýmsan efnivið sem notaður er í kennslu í vísindasmiðju (STEAM) fyrir leikskólann í Kennaradeild. Jafnframt er kynnt rannsókn sem unnin var í Háskólanum á Akureyri sem hluti af samevrópska Horzion 20/20 rannsóknarverkefninu MAKEY -Makerspaces in the early years.  

 • Félagsvísindadeild, löggæslufræði. Hatursglæpir á Íslandi - Viltu átta þig á birtingarmyndum hatursglæpa? Rannsakendur við Háskólann á Akureyri eru að vinna að rannsókn þar sem tekin voru viðtöl við þolendur hatursglæpa til að greina hvernig afleiðingar lýsa sér.

  Með tilkomu meiri fjölbreytileika innan samfélaga og sýnilegri réttindabaráttu minnihlutahópa hafa hatursglæpir orðið meira áberandi en áður. Hatursglæpur er verknaður sem varðar við hegningarlög og eru framdir út frá ásetningi sem byggir á fordómum. Þolendur hatursglæpa tilheyra hópum sem taldir eru til minnihlutahópa í samfélaginu og sérstök vernd er í lögum gagnvart þjóðernislegum uppruna, litarhátt, trúarbrögðum, fötlun, kynhneigð, - vitund og -tjáningu. Haturglæpi má þannig skoða sem afleiðingu fjölbreytileikans þar sem fólk er dregið í dilka eftir því hversu verðugir einstaklingarnir eru að fá að tilheyra samfélaginu.
  Hatursglæpir hafa nánast ekkert verið rannsakaðir hérlendis þó þeir hafi mikið verið rannsakaðir erlendis.

 • Sálfræðideild. Ert þú forvitin/n um hvernig þroskasálfræðingar stunda rannsóknir á smábörnum og börnum? Við munum deila grípandi innsýn inn í yfirstandandi og fyrri rannsóknarverkefni okkar, ásamt myndböndum. Komdu og uppgötvaðu heim félagslegrar þróunar með okkur! Rannsóknin Félagslegt mat hjá börnum verður kynnt en hún miðar að því að svara spurnginum á borð við geta smábörn myndað félagslegt mat með því að velja góða hegðun fram yfir slæma hegðun? Auk þess erum við að kafa ofan í einstaklingsmun á óskum barna.

 • Fyrirtæki í samvinnu við HA. Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics er að hefja næsta þróunarfasa á lyfi við ættgengri íslenskri heilablæðingu og mun kynna rannsóknir sínar sem sýna einnig fram á virkni gegn heilabilun af öðrum orsökum, þar á með Alzheimer-sjúkdómnum, og mun þar með geta aukið lífsgæði milljóna manna um allan heim með því að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóminn. Starfsmenn fyrirtækisins verða á staðnum og munu segja frá vinnu sinni í þessu sem og öðrum verkefnum.

 • Líftækni - SOCS1 hermi peptíð sem lyf við lithimnubólgu. Lithimnubólga er alvarlegur bólgusjúkdómur í auga sem getur valdið sjónskerðingu og jafnvel blindu. SOCS1 hermi peptíð hefur sterka bólgueyðandi eiginleika. Peptíðið hemur boðleiðir bólguferla og er því áhrifaríkt við margs konar sjálfsónæmis- og bólgusjúkdómum.Í verkefninu verða boðleiðir bólguferla í þekju- og bólgufrumum skoðaðar og metin verða áhrif meðferðar með SOCS1 á framleiðslu frumuboðefna ásamt getu þess til að hemja bólgusvörun.

 • Hjúkrunarfræðideild.
  Hermisetur fyrir hjúkrunarfræði - Hvað er færni- og hermikennsla? Hvernig virkar þetta? Hvernig geta stúdentar æft sig á umhverfi eins og við sjáum inni á sjúkrastofnunum? Hvaða tækifæri eru til nýsköpunar og þróunar?
  Heilsutengd lífsgæði og verkir. 

Vefsíða: Háskólinn á Akureyri.  

Háskólinn á Bifröst

Háskólinn á Bifröst kynnir í máli og myndum það helsta sem er á döfinni í rannsóknum við háskólann. Jafnframt verða nokkrar kynningar frá Bifröst í fyrirlestrarsalnum. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri í Skapandi greinum og Erna Kaaber, sérfræðingur, segja frá rannsóknum þeirra á áhrifum skapandi greina í landsbyggðum kl. 14:00. Þá segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, frá rannsóknum sínum á áhrifum og afleiðingum popúlískrar þjóðernishyggju á Vesturlöndum – og reyndar víðar – á undanförnum 50 árum kl. 15:00.

Vefsíða: Háskólinn á Bifröst

Háskólinn á Hólum - Vísindi í tengslum við samfélag og náttúru

Væntanlegt
Vefsíða: Háskólinn á Hólum

Háskólinn í Reykjavík - Þrívíddarheimar og umhverfissálfræði, mælingar í íþróttafræði, RU Racing kappakstursbíll, forritun með Skema og ótal margt fleira spennandi til að skoða og prófa fyrir alla fjölskylduna!

Framlag Háskólans í Reykjavík í ár verður frá ólíkum deildum háskólans og kennir þar ýmissa grasa. Má þar nefna atriði frá íþróttafræði, sálfræði, tölvunarfræði og verkfræði, auk þess sem Skema Opna háskólans verður á svæðinu með risavaxinn bás og nokkrir nemendaklúbbar láta ljós sitt skína, þar á meðal /sys/tur og RU Racing.
Jafnframt verður Stúdíó HR með bás þar sem hægt verður að kynna sér nýjungar í kennsluaðferðum og þær fjölbreyttu leiðir sem skólinn fer í miðlun á efni. Athygli skal sömuleiðis vakin á þverfaglegu námi, sem verður kynnt á Vísindavöku, en þar á ferð er samstarfsverkefni sálfræði, tölvunarfræði og verkfræði á sviði umhverfissálfræði.

Vefsíða Háskólans í Reykjavík 

Horizon Europe - European Corner

Vísindavaka er styrkt af rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, og er hluti af European Researchers' Night sem er haldin síðustu helgi í september ár hvert, í 370 borgum og bæjum í 34 löndum um alla Evrópu. Markmiðið er að vekja athygli á starfi vísindafólks og mikilvægi vísinda og rannsókna í samfélaginu, auk þess að vekja áhuga ungs fólks á rannsóknum. 

Hugverkastofan - Uppfinningar og einkaleyfi

Sýndar verða nokkrar uppfinningar frá íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru einkaleyfisvarðar.

Vefsíða: Hugverkastofan

Landbúnaðarháskóli Íslands 

 • Getum við ræktað skordýr á Íslandi? Þorir þú að smakka?
 • Hannaðu þína götu. Í hvernig umhverfi líður okkur best?
 • Mæling á loftgæðum í Laugardalshöllinni. Hvernig breytist magn súrefnis yfir daginn?
 • Örheimur í víðsjá. Skoðaðu örlitlar lífverur sem mynda grunn lífvænlegs jarðvegs og einnig smádýr sem herja á tréin okkar.

Vefsíða: Landbúnaðarháskóli Íslands 

Listaháskóli Íslands - Gestum er boðið að kynna sér rannsóknarvinnu og afrakstur þriggja rannsakenda við LHÍ

Adam Flint mun teikna upp rauðan þráð sem hefur spunnið sig í gegnum hans rannsóknir í grafískri hönnun á bandarísku kosningarefni.
Anna María Bogadóttir mun kynna bókina sína Jarðsetning og heimildarmynd um sama rannsóknarefni sem kortlagði niðurrif húsnæði Iðnaðarbankans í Lækjargötu.
Pétur Jónasson mun gera grein fyrir doktorsverkefni sínu sem liggur á milli vísinda og lista sem spyr m.a. að því hvaða áhrif hefur flækni á sjónræna athygli og vinnsluminni?
Á básnum verða plaköt með kynningarefni, skjáir með heimasíðum rannsakenda, brot úr heimildarmynd og sjónrænt próf.

Vefsíða: Listaháskóli Íslands

Landgræðslan - Lærum að lesa landið

Gestum er gefið tækifæri á að læra aðferðir til að greina plöntu og jarðvegstegundir í nærumhverfi sínu.

Vefsíða: Landgræðslan

Landspítali 

 • Að vera eða ekki vera - það er veruleikinn - Heilbrigðistæknisetur Landspítala og Háskólans í Reykjavík. Hvernig er hægt að nota 3D, aukinn veruleika og sýndarveruleika í heilbrigðisþjónustu.
 • Hjartahnoð og hermikennsla Hvernig björgum við mannslífi með hjartahnoði og hvaða nýjasta tækni er notuð við að kenna umönnun sjúklinga?
 • Ertu með lífsmarki? Lífsmarkamælingar á gestum og gangandi.
 • Mína og Draumalandið - Samstarf Landspítala og Núnatrix. Notkun tölvuleikja til að efla heilsulæsi barna.
 • Ertu í jafnvægi? - Jafnvægisþjálfun með hjálp tölvuleikja við sjúkraþjálfun á Grensás.

Vefsíða Landspítali

Matís - Matvælarannsóknir

Hvað viltu vita um mat? Ef þú gætir spurt alvöru vísindamenn sem vita allt um mat, hvað myndirðu vilja vita?
Engin spurning er asnaleg!

Vefsíða: Matís

Miðeind - Nýting stórra mállíkana til spurningasvörunar beint upp úr réttum gögnum. 

Gestir geta slegið inn texta til þess að spyrja líkanið spurninga og fengið greinargóð svör upp úr fyrirfram skilgreindum gagnagrunnum. Í dag er hægt að leita og fá svör upp úr fréttum frá árinu 2015. Sýnandi er til ráðgjafar og kemur með hugmyndir að fyrirspurnum, ásamt því að svara spurningum um verkefnið. Bent verður á hvernig efnisleg leit er nýtt til þess að finna niðurstöður (leit sem er óháð beygingarmynd, samheiti o.fl.) sem og hvernig hægt er að orða fyrirspurnir til þess að stýra svari. G

Vefsvæði: Miðeind

Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruminjasafn Íslands

Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruminjasafn Íslands taka höndum saman og kafa ofan í líffræðilega fjölbreytni. Boðið er upp á stöðvar þar sem hægt verður að rannsaka hin ýmsu vistkerfi, skoða áhugaverða náttúrumuni, auk þess sem hægt verður að skoða náttúruna í þrívídd.
Náttúrufræðistofnun Íslands frumsýnir myndasögu um líffræðilega fjölbreytni og Náttúruminjasafn Íslands kynnir Fróðleiksbrunninn, nýjan náttúrufræðsluvef fyrir börn. 

Vefsíða:  Náttúrufræðistofnun Íslands

Vefsíða:  Náttúruminjasafn Íslands

Orkuveita Reykjavíkur

 • Veitur: Heimur hermunar, vatnsmiðlalíkön Veitna. Líkön verða kynnt og sýnd á skjám, þar sem gestum og gangandi boðið að skoða í samráði við sýnendur. Þar verður gefið kostur á að spyrja spurninga um kerfin og líkönin.
 • Blöndunarverkefnið: Á staðnum verður komið fyrir tilraunabúnaði sem verður í gangi á meðan Vísindavöku stendur. Búnaðurinn er 3,5m há glersúla sem full er af vatni og sandi. Vatnið mun streyma upp um botn súlunnar og lyfta sandinum þannig að hann velkist um í flaumnum. Búnaðurinn mun þjóna því hlutverki að vekja áhuga gesta og hefja samtalið um rannsóknarverkefnið, þær áskoranir sem fylgja og þá möguleika sem skapast ef vel tekst til. 
 • Carbfix: Við breytum koltvísýringi (CO2) í stein! Gestir geta kynnt sér ferlið við "kolefnissteinun" þar sem koldíoxíð er sprautað niður í jarðlög fyrir varanlega geymslu. Gestir geta spurt vísindafólk frá Carbfix spjörunum úr.
 • Jarðhitasýning ON: Gestir verða fræddir um ferlið á framleiðslu rafmagns og á heitu vatni í Hellisheiðarvirkjun. Vísindamiðlarar Jarðhitasýningar segja frá hvernig við nýtum heitt vatn og gufu í gengum ferlið.
 • ON-Orka náttúrunnar: Landgræðsla í tengslum við framkvæmdir á virkjanasvæði og verður túrbínulíkanið frá Jarðhitasýningunni og sagt frá  túrbínuverkstæðinu og nýsköpun í tengslum við það.
 • Elliðaárstöð: Getur þú látið 50°C heitt vatn sjóða? Komdu og lærðu um orku og vísindi hjá Elliðaárstöð. Gestum er boðið að framkvæma litla tilraun um þrýsting og suðumark vatns.

Vefsíða: Orkuveita Reykjavíkur

Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi

Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi. Allar upplýsingar um Vísindavöku, sýnendur og viðburði, má fá á bás Rannís í anddyri Laugardalshallar. Starfsfólk Rannís á Vísindavökunni svara líka spurningum um innlenda sjóði og alþjóðlegar samstarfsáætlanir sem stofnunin sér um. 

Sjúkrahúsið á Akureyri - Svefnvandamál meðal barna

Kæfisvefn og önnur svefnvandamál geta haft mikil og víðtæk áhrif á heilsu barna. Svefnvandamál geta ýtt undir ofþyngd/offitu og þróun vissra sjúkdóma seins og hjarta- og æðasjúkdómum síðar á ævinni. Kæfisvefn barna hefur almennt ekki verið mikið rannsakaður og nánast ekkert hér á landi.
Rannsóknin er þversniðsrannsókn og þátttakendur eru 4-9 ára börn á Akureyri. SleepImage tækni er notuð og svefn mældur í 5 nætur. Tækið verður kynnt og hægt að prófa það.

Vefsíða: Sjúkrahúsið á Akureyri

SideKick Health 

Væntanlegt

Vefsíða:  SideKick Health

Skógræktin

 • Skógarkolefnisreiknir - kynning á vefþjónustu sem Skógræktin býður almenningi til að meta kolefnisbindingu af framtíðarskógrækt á þeirra landi.
 • Viðartækni – Kynning á árhringjatalningu í trjám, mörg ólík sýni verða til skoðunar í víðsjá m.a. elsta tré á íslandi
 • Skógmælingar – Gestir mæla hæð og þvermál á tré og reikna svo lífmassa/kolefni í trénu og leika sér með tölur um kolefnisbindingu skóga í samanburði við losun t.d. bíla.
 • Getraun – Gestir fá að taka þátt í getraun þar sem birkifræ kemur við sögu, ein verðlaun verða í boði fyrir rétt svar. Jólatré í skóginum í Haukadal við Geysi þar sem fjölskyldan getur sameinast við að velja tré í skóginum og fella það

Vefsíða: Skógræktin

Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness - Út fyrir endimörk alheimsins - Stjörnufræði fyrir alla

Fólki er boðið að skoða loftsteina og geggjaðar myndir úr himingeimnum í gegnum sérstakan sjónauka. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarnes hlakkar til að spjalla við gesti og gangandi um heima og geima. 

Vefsíða: Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness

Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum

 • Búálfar í beitukóngi - Gestir geta litið ýmsar sjávartegundir augum í fiskarbúri sem verður til sýnis. Beitukóngur verður í forgrunni þar sem fjallað verður um spennandi rannsóknarverkefni um sníkjudýr í beitukóngi. 
 • Mítlar í heimsreisu - Víðsjá verður á staðnum þar sem gestir geta skoðað skógarmítil sem hefur ferðast til Íslands með farfuglum.
 • Bygg til bjargar ofnæmi - Gestir geta skoðað bygg á mismunandi stigum eftir erfðabreytingu. Byggið sem tjáir ofnæmisvaka er malað, blandað og gefið hrossum með það framtíðarmarkmið að lækna þá af ofnæmi (sumarexemi).

Vefsíða: Keldur

Vegagerðin - Jarðtæknirannsóknir og tækjakostur Vegagerðarinnar

Kynntar verða þær fjölbreyttu jarðtæknirannsóknir sem gerðar eru hjá Vegagerðinni og sýndur tækjabúnaður sem notaður er til þess.

Vefsíða: Vegagerðin

Vísindasmiðja HÍ - Leikur að vísindum!

Tæki og tól fyrir alla fjölskylduna. Óvæntar uppgötvanir, snjallar tilraunir, syngjandi skál og listræn róla. Búðu til þitt eigið vasaljós, smíðaðu vindmyllu, leiktu á furðuleg hljóðfæri.

Vefsíða:  Vísindasmiðjan 

Össur - Vatnsheldur rafeindastýrður fótur

Össur verður með eintak af vatnsheldum rafeindastýrðum fæti til sýnis ásamt kynningar- og myndefni frá þróunarvinnunni. Gestir fá að sjá hvað þarf til við þróun á vatnsheldum rafeindastýrðum stoðtækjum.

Vefsíða: ÖssurÞetta vefsvæði byggir á Eplica