Gestum verður gefinn kostur á að prófa samtalsorðabók og hlusta á upptökur úr þjóðfræðisafni Árnastofnunar. Annars vegar á málfræði hversdagslegra samtala og hins vegar á talgreining á eldri upptökum í hljóðfræðasafni Árnastofnunar.
Vefsíða: Árnastofnun
„Rannsóknir afhjúpa leyndardóma vatnsins“ - kynning vísindamanna á vatni Bláa lónsins.
Vefsíða: Bláa Lónið
Borgarbókasafnið verður með notalegt bókahorn, með púðum og grjónapúða og kistil fullan af tækni- og vísindabókum. Einnig verður kynnt tæknirými Borgarbókasafnsins - með tölvu og snertiskjá þar sem hægt verður að skoða og bóka tæki og búnað sem Borgarbókasafnið býður upp á.
Vefsíða: Borgarbókasafn
DTE mun koma með vélmenni sitt sem er notað í álverum hérlendis og erlendis en með þeim er hægt að greina fljótandi ál í rauntíma með LIBS-litrófsgreiningu.
Vefsíða: DTE
Grasagarðurinn verður með með ánagryfju, jarðvegssýni, lífveruleitarblöð og plöntur til að sýna.
Vefsíða: Grasagarður Reykjavíkur
Hjá Hafrannsóknastofnun verður hægt að kynnast ferskvatnslífverum og fræðast um aðferðir við ferskvatnsrannsóknir.
Þar má handleika ferskvatnsfiska, skoða minni lífverurnar í gegnum víðsjá, sjá myndskeið frá útivinnu ferskvatnsrannsókna og áhugaverð myndbrot úr fiskteljurum víða af landinu.
Vefsíða: Hafrannsóknastofnun
1. árs læknanemar taka á móti börnunum með slasaða/veika bangsa til þess að gefa þeim tækifæri á að æfa sig í samskiptum við börn og til þess að minnka mögulega hræðslu barna við læknaheimsóknir.
Bjargráður er félag læknanema um endurlífgun sem fræðir einstaklinga um endurlífgun á aðgengilegan og skemmtilegan hátt. Bjargráður kappkostar einnig að stuðla að aukinni vitund almennings á endurlífgun og mikilvægi hennar. Tilgangur félagsins er að veita almenningi fræðslu um skyndihjálp, með sérstaka áherslu á nemendur í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi. Bjargráður leggur einnig mikla áherslu á að vekja almenning til vitundar um endurlífgun og þýðingu hennar.
Skammtatölvur og skammtatækni: Ný tölvuöld. Hægt verður að ræða við sérfræðinga í skammtafræði og skammtatölvum, ásamt því að taka þátt í skemmtilegum leik um skammtafræðina.
Teiknað á tölvu. Notaðu stafrænan penna til að teikna á snertiskjá og sjáðu hvort tölvan þekkir formin sem þú ert að teikna og getur framkvæmt skipanir í takt við þau.
Niður til jarðar: Sjálfvirk auðkenning hluta á gervihnattamyndum. Hægt verður að spila leik við gervigreind þar sem markmiðið er að greina á milli hvaða myndir eru teknar með fjarkönnun og hverjar eru myndaðar af gervigreind.
Ljósmyndir af hvölum verða til sýnis og gestum gefinn kostur á að para saman ólíkar myndir af sama einstaklingi. Einnig verða leiknar upptökur af hljóðum mismunandi hvalategunda, auk þess sem ljósmyndir af vettvangsrannsóknum verða sýndar.
Rannsóknarstofan Mál og tækni kynnir rannsóknar- og þróunarverkefni sem tengjast íslenskri tungu. Sagt er frá því hvernig málnotkun breytist á lífsleiðinni, hvernig ChatGPT hefur áhrif á nám og tengslum taugahrörnunar og málnotkunar. Þar að auki verður kynning á því hvernig villur í íslensku ritmáli hafa verið kortlagðar og loks er fjallað um verkefni sem miðar að því að meta sjálfvirkt færni þeirra sem læra íslensku sem annað mál.
Seguleiginleikar Fe/V yfirgrinda kannaðir með Mössbauer orkurófsgreiningu.
Jarðskjálftavél: Líkt eftir færslum á skriðfleti jarðskjálfta. Við verðum með jarðskjálftavél á borði sem líkir eftir færslum á skriðfleti jarðskjálfta. Vélin sýnir okkur hvernig flekaskilin sem Ísland er á mynda jarðskjálfta.
Sjá vefsíðu: Háskóli Íslands
Viltu kveikja ljós með því að klappa saman höndum? Vísindasmiðjur í leikskólum, STEAM greinar og leikskólastarf í gegnum leik og sköpun. Boðið verður upp á að leika með ýmsan efnivið sem notaður er í kennslu í vísindasmiðju (STEAM) fyrir leikskólann í Kennaradeild. Jafnframt er kynnt rannsókn sem unnin var í Háskólanum á Akureyri sem hluti af samevrópska Horzion 20/20 rannsóknarverkefninu MAKEY -Makerspaces in the early years.
Með tilkomu meiri fjölbreytileika innan samfélaga og sýnilegri réttindabaráttu minnihlutahópa hafa hatursglæpir orðið meira áberandi en áður. Hatursglæpur er verknaður sem varðar við hegningarlög og eru framdir út frá ásetningi sem byggir á fordómum. Þolendur hatursglæpa tilheyra hópum sem taldir eru til minnihlutahópa í samfélaginu og sérstök vernd er í lögum gagnvart þjóðernislegum uppruna, litarhátt, trúarbrögðum, fötlun, kynhneigð, - vitund og -tjáningu. Haturglæpi má þannig skoða sem afleiðingu fjölbreytileikans þar sem fólk er dregið í dilka eftir því hversu verðugir einstaklingarnir eru að fá að tilheyra samfélaginu.
Hatursglæpir hafa nánast ekkert verið rannsakaðir hérlendis þó þeir hafi mikið verið rannsakaðir erlendis.
Sálfræðideild. Ert þú forvitin/n um hvernig þroskasálfræðingar stunda rannsóknir á smábörnum og börnum? Við munum deila grípandi innsýn inn í yfirstandandi og fyrri rannsóknarverkefni okkar, ásamt myndböndum. Komdu og uppgötvaðu heim félagslegrar þróunar með okkur! Rannsóknin Félagslegt mat hjá börnum verður kynnt en hún miðar að því að svara spurnginum á borð við geta smábörn myndað félagslegt mat með því að velja góða hegðun fram yfir slæma hegðun? Auk þess erum við að kafa ofan í einstaklingsmun á óskum barna.
Fyrirtæki í samvinnu við HA. Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics er að hefja næsta þróunarfasa á lyfi við ættgengri íslenskri heilablæðingu og mun kynna rannsóknir sínar sem sýna einnig fram á virkni gegn heilabilun af öðrum orsökum, þar á með Alzheimer-sjúkdómnum, og mun þar með geta aukið lífsgæði milljóna manna um allan heim með því að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóminn. Starfsmenn fyrirtækisins verða á staðnum og munu segja frá vinnu sinni í þessu sem og öðrum verkefnum.
Líftækni - SOCS1 hermi peptíð sem lyf við lithimnubólgu. Lithimnubólga er alvarlegur bólgusjúkdómur í auga sem getur valdið sjónskerðingu og jafnvel blindu. SOCS1 hermi peptíð hefur sterka bólgueyðandi eiginleika. Peptíðið hemur boðleiðir bólguferla og er því áhrifaríkt við margs konar sjálfsónæmis- og bólgusjúkdómum.Í verkefninu verða boðleiðir bólguferla í þekju- og bólgufrumum skoðaðar og metin verða áhrif meðferðar með SOCS1 á framleiðslu frumuboðefna ásamt getu þess til að hemja bólgusvörun.
Hjúkrunarfræðideild.
Hermisetur fyrir hjúkrunarfræði - Hvað er færni- og hermikennsla? Hvernig virkar þetta? Hvernig geta stúdentar æft sig á umhverfi eins og við sjáum inni á sjúkrastofnunum? Hvaða tækifæri eru til nýsköpunar og þróunar?
Heilsutengd lífsgæði og verkir.
Vefsíða: Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Bifröst kynnir í máli og myndum það helsta sem er á döfinni í rannsóknum við háskólann. Jafnframt verða nokkrar kynningar frá Bifröst í fyrirlestrarsalnum. Anna Hildur Hildibrandsdóttir, fagstjóri í Skapandi greinum og Erna Kaaber, sérfræðingur, segja frá rannsóknum þeirra á áhrifum skapandi greina í landsbyggðum kl. 14:00. Þá segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, frá rannsóknum sínum á áhrifum og afleiðingum popúlískrar þjóðernishyggju á Vesturlöndum – og reyndar víðar – á undanförnum 50 árum kl. 15:00.
Vefsíða: Háskólinn á Bifröst
Væntanlegt
Vefsíða: Háskólinn á Hólum
Framlag Háskólans í Reykjavík í ár verður frá ólíkum deildum háskólans og kennir þar ýmissa grasa. Má þar nefna atriði frá íþróttafræði, sálfræði, tölvunarfræði og verkfræði, auk þess sem Skema Opna háskólans verður á svæðinu með risavaxinn bás og nokkrir nemendaklúbbar láta ljós sitt skína, þar á meðal /sys/tur og RU Racing.
Jafnframt verður Stúdíó HR með bás þar sem hægt verður að kynna sér nýjungar í kennsluaðferðum og þær fjölbreyttu leiðir sem skólinn fer í miðlun á efni. Athygli skal sömuleiðis vakin á þverfaglegu námi, sem verður kynnt á Vísindavöku, en þar á ferð er samstarfsverkefni sálfræði, tölvunarfræði og verkfræði á sviði umhverfissálfræði.
Vefsíða Háskólans í Reykjavík
Vísindavaka er styrkt af rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, og er hluti af European Researchers' Night sem er haldin síðustu helgi í september ár hvert, í 370 borgum og bæjum í 34 löndum um alla Evrópu. Markmiðið er að vekja athygli á starfi vísindafólks og mikilvægi vísinda og rannsókna í samfélaginu, auk þess að vekja áhuga ungs fólks á rannsóknum.
Sýndar verða nokkrar uppfinningar frá íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum sem eru einkaleyfisvarðar.
Vefsíða: Hugverkastofan
Vefsíða: Landbúnaðarháskóli Íslands
Adam Flint mun teikna upp rauðan þráð sem hefur spunnið sig í gegnum hans rannsóknir í grafískri hönnun á bandarísku kosningarefni.
Anna María Bogadóttir mun kynna bókina sína Jarðsetning og heimildarmynd um sama rannsóknarefni sem kortlagði niðurrif húsnæði Iðnaðarbankans í Lækjargötu.
Pétur Jónasson mun gera grein fyrir doktorsverkefni sínu sem liggur á milli vísinda og lista sem spyr m.a. að því hvaða áhrif hefur flækni á sjónræna athygli og vinnsluminni?
Á básnum verða plaköt með kynningarefni, skjáir með heimasíðum rannsakenda, brot úr heimildarmynd og sjónrænt próf.
Vefsíða: Listaháskóli Íslands
Gestum er gefið tækifæri á að læra aðferðir til að greina plöntu og jarðvegstegundir í nærumhverfi sínu.
Vefsíða: Landgræðslan
Vefsíða Landspítali
Hvað viltu vita um mat? Ef þú gætir spurt alvöru vísindamenn sem vita allt um mat, hvað myndirðu vilja vita?
Engin spurning er asnaleg!
Vefsíða: Matís
Gestir geta slegið inn texta til þess að spyrja líkanið spurninga og fengið greinargóð svör upp úr fyrirfram skilgreindum gagnagrunnum. Í dag er hægt að leita og fá svör upp úr fréttum frá árinu 2015. Sýnandi er til ráðgjafar og kemur með hugmyndir að fyrirspurnum, ásamt því að svara spurningum um verkefnið. Bent verður á hvernig efnisleg leit er nýtt til þess að finna niðurstöður (leit sem er óháð beygingarmynd, samheiti o.fl.) sem og hvernig hægt er að orða fyrirspurnir til þess að stýra svari. G
Vefsvæði: Miðeind
Náttúrufræðistofnun Íslands og Náttúruminjasafn Íslands taka höndum saman og kafa ofan í líffræðilega fjölbreytni. Boðið er upp á stöðvar þar sem hægt verður að rannsaka hin ýmsu vistkerfi, skoða áhugaverða náttúrumuni, auk þess sem hægt verður að skoða náttúruna í þrívídd.
Náttúrufræðistofnun Íslands frumsýnir myndasögu um líffræðilega fjölbreytni og Náttúruminjasafn Íslands kynnir Fróðleiksbrunninn, nýjan náttúrufræðsluvef fyrir börn.
Vefsíða: Náttúrufræðistofnun Íslands
Vefsíða: Náttúruminjasafn Íslands
Vefsíða: Orkuveita Reykjavíkur
Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi. Allar upplýsingar um Vísindavöku, sýnendur og viðburði, má fá á bás Rannís í anddyri Laugardalshallar. Starfsfólk Rannís á Vísindavökunni svara líka spurningum um innlenda sjóði og alþjóðlegar samstarfsáætlanir sem stofnunin sér um.
Kæfisvefn og önnur svefnvandamál geta haft mikil og víðtæk áhrif á heilsu barna. Svefnvandamál geta ýtt undir ofþyngd/offitu og þróun vissra sjúkdóma seins og hjarta- og æðasjúkdómum síðar á ævinni. Kæfisvefn barna hefur almennt ekki verið mikið rannsakaður og nánast ekkert hér á landi.
Rannsóknin er þversniðsrannsókn og þátttakendur eru 4-9 ára börn á Akureyri. SleepImage tækni er notuð og svefn mældur í 5 nætur. Tækið verður kynnt og hægt að prófa það.
Vefsíða: Sjúkrahúsið á Akureyri
Væntanlegt
Vefsíða: SideKick Health
Vefsíða: Skógræktin
Fólki er boðið að skoða loftsteina og geggjaðar myndir úr himingeimnum í gegnum sérstakan sjónauka. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarnes hlakkar til að spjalla við gesti og gangandi um heima og geima.
Vefsíða: Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
Vefsíða: Keldur
Kynntar verða þær fjölbreyttu jarðtæknirannsóknir sem gerðar eru hjá Vegagerðinni og sýndur tækjabúnaður sem notaður er til þess.
Vefsíða: Vegagerðin
Tæki og tól fyrir alla fjölskylduna. Óvæntar uppgötvanir, snjallar tilraunir, syngjandi skál og listræn róla. Búðu til þitt eigið vasaljós, smíðaðu vindmyllu, leiktu á furðuleg hljóðfæri.
Vefsíða: Vísindasmiðjan
Össur verður með eintak af vatnsheldum rafeindastýrðum fæti til sýnis ásamt kynningar- og myndefni frá þróunarvinnunni. Gestir fá að sjá hvað þarf til við þróun á vatnsheldum rafeindastýrðum stoðtækjum.
Vefsíða: Össur