Frestur til að senda inn skráningu sem sýnandi á Vísindavöku 2024 er til og með mánudeginum 2. september. Eftir þann tíma er þó hægt að senda fyrirspurn, um þátttöku, á visindavaka(hja)rannis.is
Rannís hefur umsjón með Vísindavöku á Íslandi.
Stofnunun, háskólum og fyrirtækjum er boðið að skrá þátttöku sína. Hægt er að taka þátt sem sýnandi og/eða vísindamiðlari, senda okkur hugmynd sem gæti verið hluti af hátíðarhöldunum og að leggja til fræðimenn, rannsóknir og verkefni sem áhugavert er verið að kynna fyrir almenningi.
Mælt er með að stofnanir tilnefni einn tengilið við Vísindavöku.
Allar nánari upplýsingar um Vísindavöku má fá hjá Rannís með því að senda póst á visindavaka(hja)rannis.is
Vinsamlegast athugið að Rannís áskilur sér rétt til að velja eða hafna þátttakendum og stýra uppröðun eftir aðstöðu.
Opnað hefur verið fyrir fyrstu skráningu og mun Rannís hafa samband við tengilið varðandi staðfestingu á plássi og nánari útfærslu.
Athugið að í ár er þátttökugjald sýnenda 25.000 kr. sem verður innheimt þegar staðfest skráning liggur fyrir.
Skráning sýnenda á Vísindavöku 2024
Við minnum einnig á að Vísindavaka er ætluð til að kynna rannsóknir og nýsköpun á lifandi hátt en ekki að vera almenn kynning á skólum, stofnunum eða fyrirtækjum.
Annars vegar verður boðið upp á kynningar á sýningarbásum með þátttöku gesta og hins vegar vísindamiðlun í sal og eru þátttakendur hvattir til að nota aðstöðuna til að koma rannsóknum sínum á framfæri við almenning á gagnvirkan og skemmtilegan hátt.
Nánari upplýsingar um þátttöku í Vísindavöku 2024 birtast hér fljótlega.
Þátttakendur fá sýningarbás merktan nafni stofnunar, fyrirtækis eða háskóla.
Í boði eru tilbúnir básar eða pláss fyrir eigin kynningarbása allt frá ca. 4 fm til 12 fm á þátttakanda/verkefni. Eitt borð fylgir hverjum bás, annað hvort afgreiðsluborð (1 x 0,5 m) eða hátt barborð. Hægt er að leigja aukaborð af ýmsu tagi, stóla, bæklingastanda eða annað slíkt á kostnað sýnenda. Sjá nánar um aðföng á www.syning.is. Aðgangur verður að rafmagni og þráðlausu neti.
Tilboða verður leitað til leigu á tæknibúnaði, svo sem stórum skjám og öðrum tæknibúnaði. Þátttakendur greiða sjálfir fyrir leigu á skjám til viðkomandi aðila og njóta afsláttarkjara sem vísindavaka nýtur.
Þátttakendum er hins vegar frjálst að koma með sinn eigin búnað á borð við skjái til að nota í bás.
Stefni þátttakandi á að sýna tækjabúnað sem sem er þungur eða affrekur (3ja fasa), þarf að tilgreina það í skráningarforminu.
Vísindavakan er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu til heiðurs evrópsku vísindafólki. Markmiðið er að vekja áhuga almennings á vísindum og nýsköpun og kynna fólkið sem stendur að baki þeim. Þar fær fólk af öllum fræðasviðum tækifæri til að koma sér og rannsóknum sínum á framfæri á auðskiljanlegan og skemmtilegan hátt, enda á Vísindavakan að höfða til alls almennings, ekki síst til fjölskyldna, barna og ungmenna. Allar vísindagreinar eiga heima á Vísindavöku, hugvísindi jafnt sem raunvísindi.
Hlökkum til góðrar samvinnu á Vísindavöku 2024!