Sýnendur Vísindavöku 2022
Alvotech - Betra aðgengi - betra líf
Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur það að markmiði að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum, lækka lyfjaverð og auka lífsgæði. Á Vísindavökunni verður Alvotech með bás þar sem starfsmenn fyrirtækisins munu segja frá vinnu sinni en gestum mun einnig bjóðast að prófa varnarbúnað sem notaður er við framleiðslu líftæknilyfja.
Vefsíða Alvotech
ArcanaBio - Ný og hraðvirkari DNA próf
ArcanaBio er íslenskt líftæknifyrirtæki sem vinnur að þróun á nýrri gerð DNA/RNA greiningarprófa sem hægt er að framkvæma með ódýrari og einfaldari tækjabúnaði en með áreiðanleika á við PCR. Þessi tækni getur skilar niðurstöðu frá sýnatöku á innan við 60 mínútum. Vísindamenn ArcanaBio hafa til þessa þróað ýmis próf sem hafa möguleika á að geta greint margar tegundir af fjölónæmum bakteríum ásamt ónæmisgenum þeirra. Þá er fyrirtækið einnig með í þróun ýmis próf sem geta greint bakteríur í matvælum og mun ódýrari og hagkvæmari hátt en hægt er að gera í dag, eins fyrir Listeriu monocytogenes, Salmonellu, Campylobacter og E.Coli.lag.
Vefsíða ArcanaBio
Bláa lónið - Vísindi og sjálfbærni í 30 ár
Á Vísindavökunni mun vísindafólk Bláa Lónsins sýna gestum helstu hráefni og hluta af þeim rannsóknum sem fara fram í rannsókna- og þróunarsetri félagsins. Villi vísindamaður mun einnig koma í heimsókn og kafa með okkur öllum inn í heim vísindanna. Bláa Lónið á 30 ára sögu og er nýsköpunarfyrirtæki sem byggir á vísindum og sjálfbærni. Markmið Bláa Lónsins er að geta boðið upp á einstakar vörur og þjónustu með því að fullnýta náttúrulega auðlindastrauma á sjálfbæran hátt, viðskiptavinum og samfélaginu til hagsbóta.
Vefsíða Bláa Lónsins
BIODICE
BIODICE er samstarfsvettvangur einstaklinga, samtaka og stofnana sem hafa að leiðarljósi að efla skilning á mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni.
Vefsíða BIODICE
Carbfix - Hvað er Carbfix?
Carbfix tæknin breytir CO2 í stein djúpt ofan í jörðu. Tæknin líkir eftir og hraðar náttúrulegum ferlum þar sem CO2 leyst í vatni hvarfast við basalt og myndar steindir sem haldast stöðugar í þúsundir ára. Þar með er kominn öruggur og varanlegur geymslustaður fyrir CO2.
Vefsíða CarbFix
Erki tónlist - CalmusComposer: viltu verða tónskáld á 60 sekúndum?
Erki tónlist kynnir Calmus Composer, byltingarkenndan hugbúnaður sem semur og spilar fjölbreytta tónlist í rauntíma. Þannig gefst almenningi kostur á að semja fjölbreytta tónlist með nýjum hætti. Gestir fá að semja tónlist með aðstoð gervigreindar á staðnum (Calmus hugbúnaður fyrir almenning) og fá að heyra samtímis afraksturinn - og kynnast hvernig gervigreind birtist í rauntíma listsköpun. Erki tónlist kynnir Calmus Composer, byltingakenndan hugbúnaður sem semur og spilar fjölbreytta tónlist í rauntíma. Hugbúnaðurinn byggir á gervigreind sem gerir notandanum - tónskáldinu kleift að vinna út frá sínum eigin forsendum en hugbúnaðurinn getur breytt um stíl og stefnur í ferlinu. Í CalmusComposer eru helstu tónsmíðaaðferðir forritaðar inn í kjarnann sem auðveldar tónskáldinu að semja tónlist með einföldum hætti. Þannig gefst gestum kostur á að semja sitt eigið tónverk, sem þeir geta síðan fengið sent með netleiðum.
Vefsíða: Erki tónlist
FabLab Reykjavík - Sýslað með mýsli
Mýsli er undraefni úr svepparíkinu sem er hægt að nota til að búa til efni sem hefur sömu eiginleika og frauðplast. Nema að mýsli brotnar niður í moltu og getur jafnvel bætt jarðveginn. FabLab Reykjavík býður öllum sem áhuga hafa, að kíkja við á básinn þeirra á Vísindavökunni til að kynnast þessu nýju efni og leika sér í að búa til framtíðar nýsköpunarlausnir sem gætu verið framleiddar úr mýsli. Þannig náum við innleiða grænni framleiðsluaðferð saman!
Vefsíða: FabLab
Hafrannsóknastofnun - Hafsbotninn - kortlagning og rusl!
Kortlagning hafsbotnins er spennandi viðfangsefni og ekki síður er áhugavert að skoða allt það rusl sem finnst á hafsbotni, en Hafrannsóknastofnun mun miðla þeirri þekkingu sem hefur orðið til við rannsóknir á hafsbotninum í kringum Ísland.
Vefsíða Hafrannsóknastofnunar
Háskólasetur Vestfjarða - Ofanflóðahætta: Hvað þýðir aðlögun á tímum loftlagsbreytinga?
Verkefnið er samstarf milli Háskólaseturs Vestfjarða og Landbúnaðarháskólans, en það skoðar áhrif snjóflóðahættu á samfélagið og verður sýnt 3D líkan af Flateyri sem dæmi.
Vefsíða: Háskólasetur Vestfjarða
Háskóli Íslands - Vísindaveisla í Höllinni, skoðaðu úrval rannsóknarefna frá fjölbreyttum fræðasviðum!
- Spjallað við unga fræðinga. Viðtöl tekin við gesti og gangandi í sófasettinu! Viltu koma í viðtal?
- Eldfjallapotturinn. Giskaðu á hvar næsta eldgos verður!
- Framtíð maura á Íslandi. Viltu kynnast lifandi maura og ávaxtaflugum? Við verðum með bú og víðsjá, vörpum myndum upp á skjá og segjum frá líffræði maura, dreifingu húsamaura og áhrifum ferðlaga og loftslagsbreytinga á vistkerfi borga.
- Sjálfvirk greining mynda úr gervitunglum. Á hermi- og gagnarannsóknastofu fyrir fjarkönnun er unnið að rannsóknum á sviði jarðfjarkönnunarforrita og gervigreindaraðferða sem keyra á ofurtölvum. Takið þátt í leiknum „Finndu muninn“ gegn gervigreind og sjáið hvort þið getið sigrað og kannað í leiðinni hvaða hlutir á yfirborði jarðar tilheyra hver öðrum.
- Stop Motion: Hönnunar og smíði sem vettvangur móðurmálskennslu. Hreyfimyndagerð með aðstoð tölvutækni í skólastarfi er nýtt til að framkvæma verkefnið ásamt því að smíða. Markmiðið var að efla færni nemenda í notkun móðurmálsins og ýta undir skapandi hugsun sem tekur til sögugerðar og hönnun leiksviða. Stutt handrit er samið að hreyfimynd og síðar er leiksvið búið til undir leiðsögn smíðakennara. Síbreytilegir leirkallar eru notaðir sem leikbrúður. Að lokum er stuttmynd byggð á handritinu gerð með aðstoð spjaldtölvu.
- Feitir bólkar á palli. Samanburður á dægurtónlistarsamfélögum Íslands og Færeyja þar sem sameiginleg einkenni samfélaganna eru dregin fram um leið og munurinn á þeim er settur undir mæliker. Aðferðir makró-kenninga innan félagsfræðinnar eru nýttar til að sjá hvernig stofnanir eins og útvarp, tónlistarhátíðir og útflutningsskrifstofur styðja við virkni þessara tveggja landa í tónlistarlegu tilliti.
- Gervigreind og listsköpun. Nýlega hafa komið fram á sjónarsviðið gervigreindaraðferðir sem hægt er að nota til að skapa list. Þær hafa þróast með ógnarhraða síðustu mánuði og eru í dag hæfar til að skapa listaverk með lítilli fyrirhöfn. Við skoðum eina slíka aðferð sem hægt verður að prófa.
- Mannlegir sjúkdómar í músum. Alzheimers og offita í músum rannsakað með mótefnalitum, sneiðmyndum og músum í völundarhúsi.
- Áhrif loftslagsbreytinga. Sýnd verða áhrif loftslagsbreytinga á skriður og jökla.
- Skissað með tilgangi. Hægt er að hafa stýra tölvubúnaði, t.d. með lyklaborði, mús, snertiskjá eða raddskipunum. Við rannsökum aðferðir til slíkrar stýringar sem byggja á því að teikna það sem við viljum gera á skjáinn. Við reynum til dæmis að breyta forritunarkóða með því að gera athugasemdir sem svipað til athugasemda sem gerðar eru við prófarkalestur.
- Hvað gerir ónæmiskerfið? Pælt í ónæmiskerfinu með tilraunaglösum, búbbulínum, hristurum og lituðu vatni.
- Samtal við samfélagið. Kynnt verður nýtt vefsvæði Þjóðarspegilsins þar sem rannsóknir í félagsvísindum eru í forgrunni ásamt árlegri ráðstefnu fyrir sama efni.
- Mæling ókyrrðar í lofti með snjallsímum . Verkefnið felst í því að byggja upp gagnagrunn um loftkvikumælingar á flugleiðum víðs vegar yfir Íslandi. Þannig safnast upp þekking á loftkviku við margvísleg flugskilyrði, t.d. mismunandi vindáttir sem hægt er að nýta til þess að forðast þær leiðir þar sem búast má við mikilli loftkviku. Þetta stuðlar að bættu flugöryggi og meiri þægindum fyrir farþega.
- Hlaðvarpið: Notkun hlaðvarpsstúdíós í skólastarfi. Markmiðið er að efla lestrarfærni og styrkja sjálfsmynd grunnskólanemenda. Hlaðvarpsstúdíói var sett upp við smíðastofu með viðkomandi upptökubúnaði og gátu 3-4 nemendur nýtt stofuna í senn. Þeir þurftu að leggja fram handrit oft með spurningum og gæta að velsæmismörkum. Sögurnar og viðtölin voru gjarnan tengd smíðaverkefnum nemenda. Tvítyngdir lásu oft sögur á tveimur tungumálum eða á íslensku og hinu málinu og gátu síðan aðrir nemendur hlustað og upplifað annað tungumál. Vinna nemenda var yfirleitt sjálfstæð og á þeirra eigin ábyrgð þar sem þeim var hleypt úr öðrum tíma til að vinna verkefnið.
- Ofurtölva í snjallsímann þinn: greining hluti í mynd með tauganetum. Notaðu myndavél snjallsímans til að greina hluti í rauntíma. Þótt tauganet séu enn best þjálfuð í ofurtölvu, þá keyra þau jafn vel í vafra snjallsímans. Komdu með snjallsímann þinn og hluti eins og epli, banana eða bangsa og láttu snjallsímann þinn greina þá.
- Notkun sýndarveruleika í skólastarfi. Landafræðikennsla nýtti t.d. Google earth til að styðja við nám grunnskólanemenda í landafræði og þroska þrívíddarskyn þeirra, og var farið milli borga og upp á fjöll. Fjarlægðir voru mældar með stærðfræðilegum aðferðum sem gaf nemendum tilfinningu fyrir fjarlægðum og gerði þannig landafræðina raunverulegri. Í gegnum sterka upplifun jókst áhugi nemenda á jarðarkringlunni og lofthræddir krakkar tókust á við hræðslu sína. Orðaforði nemenda á sviðinu jókst.
- Rýnt í frumeindir bergs. Veitt verður innsýn í heim frumefna og samsæta í bergi, og hvernig það tengist ferlum í jarðskorpunni.
- Hvernig er orðaforði þinn? Gagnvirk kennsla á íslenskum orðaforða.
- Smásjár og sýni. Tvenns konar sýni skoðuð í smásjá og einnig verður sjálflýsandi efni líka skoðað.
- Hvað borða Íslendingar? Landskönnun á mataræði á Íslandi.
- Sjúkir sebrafiskar. Sebrafiskar eru oft notaðir í rannsóknir sem módelífverur fyrir sjúkdóma í mönnum, og hægt verður að sjá egg fiskanna, lirfur og fullorðna fiska.
- Bíbí í Berlín og íslensk alþýðumenning. Bíbí var skilgreind af samferðafólki sínu sem „þroskaheft“ en skildi eftir sig einstaka sjálfsævisögu og önnur skrif sem verið er að rannsaka í verkefninu Bíbí í Berlín. Útgáfan var 29. bókin í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar sem einnig verður kynnt á Vísindavöku 2022
- Katla - eldur og ís! Rannsóknir á eldgosum í Kötlu á síðustu ísöld og endurbygging jökulsins.
- Tölvustudd hönnun og smíði var nýtt til að styðja við handverksvinnu vinnu nemenda og sýna þeim hvernig framleiðnin í samfélaginu byggir á skapandi hugmyndavinnu, gerð frumgerða með handverki og síðan sjálfvirkni. Með þessari tækni er hægt að fjöldaframleiða hluti á skömmum tíma, með mikilli nákvæmni. Nemandi sem fer í gegnum slíkt ferli kynnist heimi nútíma iðnhönnunar og upplifir hönnunarferlið frá fyrstu hendi þ.e. frá hugmynd yfir í framleidda vöru.
- Vill einhver hlusta á mig? Leiðir til að virkja börn til þátttöku með því að hlusta á raddir þeirra í félagsráðgjöf.
- Tölvuöryggi Kahoot! Spurningakeppni - taktu þátt! Er óhætt að smella á tengilinn í tölvupóstinum? Hvernig er hægt að komast að því hvaðan tölvupóstur kemur? Prófaðu hæfni þín í netöryggi með því að keppa í Kahoot! spyrningarkeppni gegn öðrum. Október er evrópski netöryggismánuðurinn: https://cybersecuritymonth.eu/ og https://netoryggi.is/
- Þýska. Viltu kynnast þýskum uppfinningum eða kynna þér styrki til náms í Þýskalandi?
- Rannsóknarstofa Íþróttafræðinnar - viltu prófa styrk þinn? Hversu hátt geturðu stokkið? Hve mikill er handstyrkur þinn? Hvaða áhrif hefur flatfótur á styrk og stökkkraft? Er munur milli einstaklinga með flatfót eftir kyni og þjóðerni?
- Taking water action. Water is the most essential natural resource we know. A few years ago the United Nations proclaimed that the decade 2018-2028 would be the Decade for Action on Water for Sustainable Development Also underway at the moment here in Iceland is the work being done on achieving the Sustainable Development Goals (í. Heimsmarkmið) of which there are seventeen. These have been adopted by the University of Iceland as well as many other institutions across Iceland. We were curious to find out more about the views on sustainability held by adults living in Iceland, and what had influenced their views. We were also interested what people living in Iceland thought about water and its uses. Our timing was lucky as several university students with summer school grants were interested in the proposed project and were able to collect good interview data from 21 people during in the summer of 2020 and follow it up in 2022.
- Mixtúra eða margmiðlunarver Skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar er staðsett á Mennavísindasviði. Námsrými verður skapað þar sem tækni og sköpun eru í fyrirrúmi.
- Taktu skref í átt að sýndarheimum. At the Simulation and Data Lab for Acoustic and Tactile Engineering (ACUTE), we are investigating how the shape of your ears affects how you hear the world. We do this by manufacturing artificial ears, measuring their acoustic properties, and then analyzing the collected data with supercomputers.
- Landakort sem tala. Gagnvirk kort af hinum ýmsu stöðum og aðstæðum í heiminum, sem hægt er að leika sér að. Gestir fá síðan að taka með sér póstkort sem gefa óvenjulega innsýn í landafræði heimsins.
- Rannsóknainnviðir og þjónusta við rannsakendur. Sameiginlegir innviðir heilbrigðisvísindarannsókna og kynning á stoðþjónustu við rannsakendur.
- Hvernig metum við og tryggjum öryggi rafmagns á Íslandi. Rafkerfi landsins þarf að geta þolað öfgakenndar aðstæður, eins og vont veður, jarðskjálfta og eldgos. Hvernig er hægt að tryggja öryggi rafmagns og meta hvar þarf að grípa inn í?
Sjá vefsíðu: Háskóli Íslands
Háskólinn á Akureyri - Rannsóknir á Norðurslóðum – íslenska og innflytjendur, íslenska rjúpan, skammdegisþunglyndi, óhefðbundin efnahagskerfi í Suður-Ameríku, samfélagsleg ábyrgði fyrirtækja og farsæl öldrun.
- Hér tölum við íslensku. Ímyndaðu þér að þú sért að flytja til nýs lands. Á síðustu áratugum hefur innflytjendum á Íslandi fjölgað. Hvernig er að flytja og búa í nýju landi? Hvernig upplifa innflytjendur að læra íslensku? Hversu ánægðir eru innflytjendur með íslenskunám á Íslandi?
- Óhefðbundin efnahagskerfi í Suður-Ameríku - samstaða innan verkalýðsfélaga og samfélaga. The research covers three areas: 1)on the different forms of solidarity within trade unions in South America, particularly Argentina 2)on the different ways in which informal workers in Argentina, Ethiopia and India maintain their communities, and how this produces possibilities for new forms of collective action and organization 3)on alternative economies in South America, historically and in the present, tracing how different forms of social and economic relations exist.
- Hvað orsakar skammdegisþunglyndi? Sjáðu hvernig heilinn virkar. Algengi skammdegisþunglyndis (SAD) á Íslandi á tíunda áratugnum var frekar lágt í alþjóðlegum samanburði, eða 3,8%. Fyrri rannsóknir benda til þess að áhættuþættir SAD séu ungur aldur, kvöld-dægurgerð, lítil hreyfing, hugrænir næmisþættir og sértæk taugalífeðlisfræðileg mynstur í heilastarfsemi. Auk þess tengist loftmengun þunglyndiseinkennum en hún getur verið breytileg milli landsvæða og eftir árstíðum. Samspil þessara þátta hefur þó ekki verið skoðað og litið hefur verið fram hjá loftmengun sem orsakaþætti árstíðabundinna lyndissveiflna. Í verkefninu ætlum við að 1) ákvarða núverandi algengi árstíðabundinna skapsveiflna og SAD á Íslandi, 2) meta hlutfallslegt framlag ofangreindra áhættuþátta til þessara einkenna og 3) byggja út frá þeim forspárlíkan um SAD hér á landi.
- Sjálfsævisaga rjúpunnar. GCCCCCATAGCTTACCCCAAAGCATGGCACTGAAGATGCCAAGACGGTACCTACAA
TACCTGTGGGCAAAAGACTTAGTCCTAACCTTACTATTGATTTTTGCTAGACAT
ATACATGCAAGTATCCGCACCCCAGTGAAAATGCCCTTATAACTTTTAACAAGC
AAAAGGAGCAGGTATCAGGCTCCACCCAAGCGTAGCCCAAGACACCTTGCCA
AAGCCACACCCCCACGGGTATTCAGCAGTAATTAACATTAAGCAATAAGTGTAAACTT
GACTTAGCCATAGCAACCTTAGGGTTGGTAAATCTTGTGCCAGCCACCGCGGTCATACA
AGAAACCCAAATCAATAGTCACCCGGC - Saman í blíðu og stríðu þar til hjúkrunarheimili skilur okkur að. Þróun þverfaglegrar þjónustu við eldri hjón þegar annað þeirra glímir viðvitræna skerðingu og þarf á langtíma umönnunar- þjónustu að halda. Norræna velferðarkerfið gerir í flestum löndum ekki ráð fyrir hjónum í þjónustu nema sérstaklega sé um það samið. Hjón sem kjósa t.d. að geta áfram búið saman þó annað þeirra þurfi í raun bara á þjónustu að halda eiga ekki lagalegan rétt á því skv. íslenskum lögum. Aðstandendur upplifa sig því oft eina og gleymda, þeir eru ekki hafðir með í ráðum, raddir þeirra heyrast ekki og þörfum þeirra er ekki mætt.
- Nýsköpun og sjálfbærni - hver er samfélagsábyrgð fyrirtækja?
Hvað er að frétta af litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi, hvernig standa þau að nýsköpun með sjálfbærni að leiðarljósi–Er raunverulegur vilji til staðar hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum á Íslandi til að ná samkeppnisforskoti og uppfylla kröfur varðandi umhverfismál, samfélagslega þætti og stjórnarhætti?
Vefsíða: Háskólinn á Akureyri.
Háskólinn á Hólum - Fjölbreytt nýting náttúru Íslands
- Rýni náttúrunnar - Líffræðileg fjölbreytni. Íslensk vötn og ár bjóða upp á margbreytilegar aðstæður fyrir lífverur. Vegna eldvirkni og landreks, og vegna þess að Ísland er eyja, hafa fáar tegundir numið hér land frá síðustu ísöld. Tegundirnar hafa óhindrað nýtt sér tækifæri til að aðlagast ólíkum búsvæðum, sem hefur stuðlað að hraðri þróun afbrigða og stofna innan tegunda og jafnvel myndun nýrra tegunda. Þetta kemur skýrt fram í þróun lífs í fersku vatni, ekki síst hjá bleikju og hornsílum. Verndun líffræðilegrar fjölbreytni er lykilatriði í allri umgengni okkar við náttúruna.
- Nýting náttúrunnar - reiðingur. Íslenskt votlendi er ríkt af alls konar lífverum og efnum sem hafa nýst okkur frá landnámi. Meðal þess er reiðingur, sem er þétt og þykk rótarflækja mýrarplantna. Hann var ristur upp og þurrkaður og notaður sem dýna undir t.d. klyfbera, sem notaðir voru til flutninga á hestum, eða sem dýna í rúm og til að byggja úr, með öðrum efnum. Gönguferðagarpar ganga stundum á honum þegar farið er um mýrlendi og geta í leiðinni dáðst að lífverum og plöntum á vistsvæði hans. Stundum er hægt að skoða reiðing á safnsýningum, í gömlum torfveggjum og við ýmis önnur tækifæri.
- Upplifun náttúrunnar – sköpun minninga. Ferðamenn koma til landsins jafnt að sumri sem vetri, til að upplifa margbreytileika náttúrunnar, menninguna og mannlífið. Sérstaða Íslands felst meðal annars í eldvirkni landsins og norðlægrar legu þess. Hér geta ferðamenn upplifað birtu allan sólarhringinn að sumri og myrkur meirihluta sólarhrings að vetri. Þeim stendur til boða að upplifa frost og snjó, heitar laugar og norðurljós, allt í senn. Einstök upplifun sem skapar dýrmætar minningar. Við Háskólann á Hólum eru stundaðar rannsóknir á þörfum og væntingum ferðamanna sem hingað koma og á upplifun þeirra af ferðalaginu. Rannsóknirnar ganga einnig út á að skoða hvernig ferðaþjónustufyrirtæki geta komið til móts við væntingar gesta og „skapað“ minningar um leið og uppfylltar eru kröfur um ábyrga og sjálfbæra ferðaþjónustu.
Vefsíða: Háskólinn á Hólum
Háskólinn í Reykjavík - geimrannsóknir, svefnbylting, forritun með Skema, vélmenni og ótal margt fleira spennandi til að skoða og prófa fyrir alla fjölskylduna!
- Svefnbyltingin stefnir að því að gjörbylta greiningu og meðferð kæfisvefns með því að nota nýjustu mælitæki sem í boði eru, fyrir svefnmælingar, snjallúr, líkamssamsetningar mælingar, mismunandi taugasálfræðileg verkefni, spurningalista, ásamt rafrænni svefndagbók. Í kjölfarið verða gervigreindaraðferðir nýttar til að greina alvarleika kæfisvefns og til að spá fyrir um afleiðingar, s.s. dagsyfju, heilsuvandamál og minnkuð lífsgæði. Enn fremur miðar Svefnbyltingin að því að finna nýjar leiðir til að meðhöndla hrotur/kæfisvefn og koma í veg fyrir að einkennin versni.
- Hálsvernd. Mælingar á hreyfingum höfuðs fyrir einstaklinga sem hafa orðið fyrir hálsáverka.
- Vatnspíanó. Gestum og gangandi boðið að spila á píanó úr vatni!
- Getur þú stokkið jafnhátt og landsliðsfólk? Hér mælum við stökkkraftinn og berum saman við kraftinn í landsliðsfólki í handbolta.
- Turbulance.
- Margt smátt gerir eitt stórt. Kortlagningarkerfið plokkari.is er fyrir plokkara, útivistarfólk og umhverfissinna sem hvetur til aukinnar umhverfisverndar og stuðlar um leið að heilsueflandi hreyfingu.
- Hálendi Íslands sem æfingarumhverfi fyrir geimrannsóknir. Drónar og geimbílar hafa notið aukinna vinsælda undanfarið, og sl. sumar var farið upp á hálendi Íslands til að prófa dróna og geimbíla til að sjá hvernig megi láta þá vinna saman að stærra markmiði.
- Vélmennasmíð. Viltu kynnast vélmennum og virkni þeirra?
- Máltæknilausnir (National Language Technology Platform) er opinn hugbúnaður þar sem opinberir aðilar geta nýtt vélþýðingar, sjálfvirka tungumálagreiningu og aðra rafræna máltækni.
- Talgervill (Text-to-speech). Nýjar íslenskar gerviraddir sem eru notaðar í alls konar, t.d. veflesara og fleira.
- Kvik stjórnun á gírun. CoCos (Contingent Convertibles) eru fjármálagjörningar, sem njóta sífellt meiri vinsælda hjá bönkum. Aðalviðfangsefni þessa verkefnis er annars vegar þróun áreiðanlegra reikniaðferða fyrir verðlagningu verðbréfa og hins vegar hönnun líkana fyrir CoCos bréf, sem mynda traustar varnir gegn versnandi fjárstöðu útgefandi banka. Tilgangurinn með útgáfu CoCos er fyrst og fremst sá að verja fjármálakerfið gegn mögulegu hruni stórra fjármálastofnana og jafnvel alls bankakerfisins á erfiðum tímum.
- Þrívíddarprentaðir líkamshlutar og sjóveiki - Samstarf Heilbrigðistækniseturs Landspítala og Háskólans í Reykjavík. Möguleikar þrívíddarprentunar í undirbúningi skurðaðgerða og sýndarveruleikaprófun úr hreyfiveikirannsóknum.
- Tölvutætingur með /sys/trum! Prófaðu að setja saman tölvur með dyggri aðstoð /sys/tra, félags kvenna í tölvunarfræði við HR.
- Sea saver. Kynning á ómönnuðu björgunarfari sem finnur, sækir og skilar! Ef fyrir sjófarendur ognýtist við mjög erfiðar aðstæður
Skema í HR:
- Töluleikjaforritun. Skema í HR er brautryðjandi í forritunarkennslu fyrir börn. Prófaðu sýnishorn af okkar sívinsælu tölvuleikjagerð.
- Vélmennagryfja. Vélmennafjölskylda Skema í HR mætir á svæðið og gefst gestum tækifæri á að forrita, stýra þeim, fara í gegn um þrautir.
- Minecraft hönnunarfjör. Minecraft verður í boði þar sem gestum gefst tækifæri á að taka þátt í stórfenglegu byggingarverkefni þar sem allir þurfa að vinna saman. Byggt verður á Íslandi í Minecraft!
Vefsíða Háskólans í Reykjavík
Horizon Europe - European Corner
Vísindavaka er styrkt af rannsókna- og nýsköpunaráætlun ESB, Horizon Europe, og er hluti af European Researchers' Night sem er haldin síðustu helgi í september ár hvert, í 370 borgum og bæjum í 25 löndum um alla Evrópu. Markmiðið er að vekja athygli á starfi vísindafólks og mikilvægi vísinda og rannsókna í samfélaginu, auk þess að vekja áhuga ungs fólks á rannsóknum.
Landbúnaðarháskóli Íslands - Hvað er hélumosalífsskurn
Hvað er mosaskorpa og hvernig gætum við notað hana í landgræðslu?
Vefsíða Landbúnaðarháskóla Íslands
Landspítali - Heilbrigði til framtíðar
Eru tölvuleikir sjúklingafræðsla framtíðar? Viltu prófa?
- Landspítalaappið - hva, þarf eitthvað að appa á Landspítalanum? Kynning á þróun og notkun á nýja Landspítalaappinu sem birtir alls konar upplýsingar um þig og fyrir þig varðandi dvöl þína á sjúkrahúsinu.
Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu. samstarf Landspítala og Sidekick Health sem minnir á vísindaskáldsögu. Fræðsla um möguleika og framtíðarpælingar, rannsóknir á hjartaheilsu og mikilvægi samstarfs háskólaspítala og heilbrigðistæknifyrirtækis.
Þríviddarprentaðir líkamshlutar framtíðarinnar og sjóveiki. Samstarf Heilbrigðistækniseturs Landspítala og Háskólans í Reykjavík. Möguleikar þrívíddarprentunar í undirbúningi skurðaðgerða og sýndarveruleikaprófun úr hreyfiveikirannsóknum.
Íslensk iðjuþjálfun um allan heim: Þróun notendahugbúnaðar í endurhæfingu. Spennandi hgbúnaður sem var kynntur á heimsráðstefnu iðjuþjálfa og bíða nú erlendir iðjuþjálfar í röðum eftir að fá hugbúnaðinn til notkunar þýddan á sín tungumál (ensku, dönsku, ítölsku, japönsku, hollensku og kóreönsku, auk íslensku), en þeir nota þegar matstækið sjálft (A-ONE) án hugbúnaðarins.
Vefsíða Landspítala
Listaháskóli Íslands - listrannsóknir til framtíðar
Listaháskóli Íslands:
- INTENT snjallhljóðfæri: Að skilgreina gervigreind 21. aldar gegnum skapandi tónlistartækni. Hvernig getum við skilið gervigreind þegar hún er orðin þáttur í ótalmörgum þáttum lífs okkar, hvort sem það er að sækja upplýsingar á netinu eða keyra bíl? Hvernig líður okkur með það þegar gervigreind verður þáttur í skapandi vinnu? Í verkefninu eru hljóðfæri notuð sem brennipunktur til að rannsaka þessar spurningar. Rannsóknarteymi smíðar hljóðfærin, notar þau í tónlistarflutningi og skapar grundvöll fyrir þátttöku almennings við að þróa þau hugtök og orðræðu sem við þurfum á að halda til að við getum almennilega rætt tilkomu gervigreindar sem skapand afls í verkum okkar.darprentunar í undirbúningi skurðaðgerða og sýndarveruleikaprófun úr hreyfiveikir
- Möguleikar sjávarleðurs. Mikil mengun og sóun tengist sútun og litun á leðri í heiminum í dag. Verkefnið miðar að því að gera sjávarleður að umhverfisvænum valkosti við framleiðslu á lúxusvarningi og er unnið að framförum í öllum stigum framleiðslunnar, allt frá fiskeldi, sútun og litunaraðferðum til lokafrágangs og markaðssetningar.
- Óræð lönd. Rannsóknarverkefnið Ísbirnir á villigötum, þverfaglegt listrannsóknarverkefni þar sem þau beina sjónum að misvísandi hegðun innan vistkerfisins sem birtist í einstöku samspili manna, dýra og annarra lífvera.
- BirkiVist. BirkiVist er þverfræðilegt rannsókna- og þróunarverkefni sem miðar að þróun skilvirkra leiða við endurheimt birkiskóga á landsvísu. Í verkefninu eru greindar helstu hindranir og tækifæri fyrir náttúrulegt landnám birkis og hvernig samfélagslegir þættir hvetja eða letja endurheimt. Einnig er metnir þættir eins og ávinningur og afleiðingar endurheimtarinnar fyrir kolefnisbindingu, vatnsbúskap, líffræðilega fjölbreytni, landslag og fagurfræði, auk þýðingu birkis í listum og menningu.
- Barátta gegn örplastmengun. Rannsókn á því hvernig grafísk hönnun og sjónrænar samskiptaleiðir geta varpað ljósi á alvarleika mengunar vegna örplasts í umhverfinu. Með verkefninu er háskólakennurum í grafískri hönnun, sérfræðingum, aðgerðasinnum og stefnumótunaraðilum stefnt saman með það að markmiði að þróa kennslugögn og kennsluaðferðir, ásamt hönnunarefni sem eykur umhverfisvitund og þekkingu nemenda á langtíma heilsuáhrif og áhættum sem fylgja örplastsvandamálinu.
- ALDA er innsetning á mörkum dans og myndlistar, innblásin af sögu líkamlegrar vinnu kvenna og sérstaklega endurteknum hreyfingum og söngvum, með það að markmiði að skapa aðstæður fyrir nána kvenlæga samveru, samhug og samruna. Verkefnið hefur byggt upp hreyfitungumál og myndmál þar sem hlustun, mýkt, síbreytileg hreyfing og samruni líkama við umhverfi sitt leika lykilhlutverk.
Matís - Grænir frumkvöðlar framtíðar og skynmat. Matís básinn á Vísindavöku verður uppfullur af fróðleik og skemmtun fyrir unga sem aldna, við hlökkum til að sjá ykkur!
- Ert þú grænn frumkvöðull framtíðar? Matís fræðir gesti um loftslags- og umhverfismál á nýstárlegan og skemmtilegan hátt.
- Hvernig skynjum við matinn sem við borðum? Skynfærin, skynmat, matarupplifun og gæðamat.
Vefsíða Matís
Miðeind - Gervigreind og máltækni fyrir íslensku
Miðeind kynnir gervigreind og máltækni fyrir íslenskt mál, svo sem yfirlestur (málrýnitól), vélþýðingu, Emblu (radd-app) og Greini auk þess að vera með sýnidæmi um snjallheimilistýringu á íslensku í gegnum Emblu.
Vefsvæði: Miðeind
Náttúrufræðistofnun Íslands - Íslensk náttúra í þrívídd
Kynnt verður kortlagning með myndmælingatækni, þar sem teknar eru ljósmyndir úr lofti og myndirnar notaðar við gerð þrívíddarlíkana. Aðferðin nýttist t.d. vel við kortlagningu á gossvæðinu við Fagradalsfjall en með þrívíddarlíkönunum má áætla rúmmál og þykkt hrauns, rennslishraða og margt fleira. Kortin og gögn um hraunflæði gegndu lykilhlutverki til að meta framvindu gossins og hættu sem af því gat stafað. Þau voru notuð af yfirvöldum og vísindamönnum við störf á svæðinu en einnig af þeim þúsundum gesta sem lögðu leið sína á svæðið.
Vefsíða Náttúrufræðistofnunar Íslands
Náttúruminjasafn Íslands - Föndursmiðja líffræðilegrar fjölbreytni
Lærum um mikilvægi líffræðilegrar fjölbreytni og sérstöðu Íslands með því að föndra lífverur og hengja upp í viðeigandi vistkerfi. Kynnum okkur Náttúruhús í Nesi og verkefnið „List og lífbreytileiki“ sem er að fara af stað.
Vefsíða Náttúruminjasafns Íslands
Parity - Þróun tölvuleikjarins Island of Winds.
Island of Winds tölvuleikurinn sem Parity hefur þróað, er innblásinn af Íslandi 17. aldar, íslenskum þjóðsögum og náttúru.
Vefsíða Parity
Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi
Rannís - skipuleggur Vísindavöku (European Researchers' Night) á Íslandi. Allar upplýsingar um Vísindavöku, sýnendur og viðburði, má fá á bás Rannís í andyri Laugardalshallar. Starfsfólk Rannís á Vísindavökunni svara líka spurningum um innlenda sjóði og alþjóðlegar samstarfsáætlanir sem stofnunin sér um.
Rannsóknasetur HÍ á Suðurnesjum - Grjótkrabbi og fleiri sjávardýr í búrum – fegurð og fjölbreytileiki!
Gestum gefst kostur á að komast í návígi við ýmis krabbadýr, krossfiska og aðra sjávarhryggleysingja og fræðast um leið um rannsóknir okkar á lífríki og mengun sjávar.
Vefsíða Rannsóknaseturs HÍ á Suðurnesjum
Rannsóknasetur HÍ á Suðurlandi - Varpárangur vaðfugla og tengsl við landnýtingu og loftslag.
Í þessu verkefni er varpárangur ýmissa vaðfuglategunda á SV-horni landsins rannsakaður sem og hlutfallslegt mikilvægi tiltekinna afræningja með hjálp hreiðurmyndavéla. Athugað er hvort þessi þættir tengist ýmsum landslagsbreytum s.s. hæð yfir sjávarmáli og fjarlægð frá skógum og mannvirkjum.
Vefsíða Rannsóknaseturs HÍ á Suðurlandi
Rannsóknasetur HÍ á Ströndum, þjóðfræðistofa - Hvað gera þjóðfræðingar?
Vefsíða Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum
SideKick Health - Samstarf Sidekick Health og Landspítala um stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu
Fræðsla um möguleika og framtíðarpælingar, rannsóknir á hjartaheilsu og mikilvægi samstarfs háskólaspítala og heilbrigðistæknifyrirtækis.
Vefsíða SideKick Health
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Nafnið.is - örnefnaarfur Íslands.
Nýjar nálganir að örnefnagögnum, m.a. stafrænar nýjungar.
Vefsíða Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness - Undur alheims
Fólki er boðið að skoða loftsteina og geggjaðar myndir úr himingeimnum í gegnum sérstakan sjónauka. Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarnes hlakkar til að spjalla við gesti og gangandi um heima og geima.
Vefsíða: Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness
Veðurstofa Íslands. Vísindi á vakt – Eldgos, veður, loftslagsbreytingar
Verðurstofan mætir á Vísindavöku með radarinn sem sér um að vakta Heklu gömlu og mun nýta hann til að fræða gesti um hvernig fygst er með eldgosum. Einnig verður rætt um veður og loftslagsbreytingar, en Veðurstofan hefur staðið vaktina í rúm 100 ár.
Vefsíða Veðurstofu Íslands
Vísindasmiðja HÍ - Leikur að vísindum!
Tæki og tól fyrir alla fjölskylduna. Óvæntar uppgötvanir, snjallar tilraunir, syngjandi skál og listræn róla. Búðu til þitt eigið vasaljós, smíðaðu vindmyllu, leiktu á furðuleg hljóðfæri.
Vefsíða Vísindasmiðju
Össur. Life without limitations - fyrsta rafknúna gervihnéð í heiminum
Stöðug nýsköpun á sér stað hjá Össuri og er nýjasta hátæknivara fyrirtækisins kölluð Power Knee™. Á Vísindavöku munu starfsmenn Össurar kynna tæknina á bak við Power Knee™ sem er fyrsta rafknúna gervihnéð í heiminum. Sjá: Power Knee síðu Össurar.
Vefsíða: Össur