Viðburðir

Fjölbreyttir viðburðir á sviði vísindamiðlunar eru haldnir ár hvert í samstarfi við Vísindavöku.

Fjölmargir viðburðir á sviði vísindamiðlunar eru skipulagðir með aðkomu Rannís undir merki Vísindavöku í samstarfi við háskóla, stofnanir, fyrirtæki og einstaklinga á Íslandi.

Vísindavaka

Þar ber hæst að nefna sjálfa Vísindavökuna sem er sannkölluð uppskeruhátíð, vísindanna á Íslandi, þar sem gestir kynna sér vísindin á lifandi hátt og eiga í beinu samtali við rannsakendur og vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum í íslensku vísindasamfélagi. 

Vísindakaffi

Vísindakaffi eru viðburðir þar sem gestum gefst kostur á að taka þátt í óformlegu spjalli við vísindafólk í þæginlegri kaffihúsastemmingu þar sem markmiðið er að segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf. Vísindakaffi er haldið samstarfi við íslenska háskóla og stofnanir sem sinna rannsóknum.

Vísindaslamm 

Á Vísindaslammi, sem fer fram fer á Stúdentakjallaranum, er keppt í lifandi vísindamiðlun. Þar kynnir ungt vísindafólk rannsóknir sínar á frumlegan og skemmtilegan máta og gestir kjósa um bestu vísindamiðlunina í lok viðburðar. Vísindaslamm er haldið í samstarfi við íslensk háskóla og stofnanir sem sinna rannsóknum.

Vísindakakó

Vísindakakó er viðburðarröð þar sem lögð er áhersla á opið og beint samtal ungu kynslóðarinnar við vísindafólk á Íslandi. Vísindakakó er vettvangur fyrir forvitna krakka sem vilja fræðast um störf vísindafólks, hvað þau eru að rannnska og hvernig það er að starfa í vísindum. Vísindakakó er haldið í samstarfi við bókasöfnin á Íslandi sem bjóða meðal annars upp á aðtöðu fyrir viðburðinn.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica