Öryggi og persónuvernd á vefnum

Vefur Vísindavöku safnar ekki sjálfkrafa neinum persónurekjanlegum gögnum um notkun og notendur. 

Mælingar á umferð um vefsvæðið

Þegar farið er inn á vefsíðu Vísindavöku vistast vefkökur (e. cookies) í tölvu eða önnur snjalltæki notandans. Vefkökur eru litlar textaskrár sem eru notaðar til þess að tryggja sem bestu upplifun af vefsvæðunum fyrir notendur og greina umferð um vefsvæðið.  

Umferð um vefsvæðið er mæld með  Google Analytics og Facebook Pixel. Við hverja komu inn á vefinn eru nokkur atriði skráð, svo sem tími og dagsetning, leitarorð, frá hvaða vef er komið og gerð vafra og stýrikerfis. Tilgangur mælinganna er að afla almennra upplýsinga um notkun (Google Analytics) og að mæla árangur okkar markaðsstarfs (Facebook Pixel og tengingar við auglýsinganet Google). Markaðsmælingarnar sýna okkur fjöldatölur (og mögulega samtölur varðandi aldur, kyn og áhugamál) en eru ópersónurekjanlegar í okkar notkun, þótt Facebook og Google búi yfir meiri upplýsingum um notendur að baki þeim fjöldatölum. 

Nánari upplýsingar um hvernig þriðju aðilarnir nota vefkökur má nálgast á vefsíðum þeirra. 

Viltu ekki láta mæla notkun þína?

Fyrir notendur sem vilja ekki að notkun þeirra sé mæld á nokkurn hátt er skilvirkast að breyta „Do Not Track“ stillingum í viðkomandi vafra og sækja vafraviðbætur á borð við Privacy Badger, enda hafa slíkar breytingar áhrif á öll vefsvæði. Google býður einnig upp á vafraviðbót til að afþakka Google Analytics mælingar auk möguleikans að breyta skráningum notenda í auglýsinganeti sínu, þar á meðal að afþakka þær alveg.

Öryggi á vefnum

Öll samskipti við vefþjóna okkar eru  dulkóðuð yfir öruggar vefslóðir (HTTPS) sem þýðir að öll samskipti eru dulrituð. Það gerir gagnaflutning öruggari og varnar því að óprúttnir aðilar komist yfir gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og t.d. lykilorð. 






Þetta vefsvæði byggir á Eplica