Vísindakakó er viðburður fyrir forvitna krakka sem vilja eiga beint samtal við vísindafólk, heyra hvað það er að rannsaka og hvernig það er að starfa í vísindum. Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.
Veturinn 2024-2025 verður boðið upp á viðburðarröðina "Vísindakakó - Fyrir forvitna krakka". Verkefnið er unnið í samstarfi við bókasöfn á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri og verða alls tíu Vísindakakó haldin á laugardögum í vetur á mismunandi bókasöfnum.
Á vísindakakó gefst gestum tækifæri á að hitta aðila úr vísindasamfélaginu í óformlegu spjalli um þær vísindarannsóknir sem viðkomandi leggur stund á og ekki síst fá að spyrja ótal spurninga um allt það sem við kemur því að starfa við rannsóknir og vísindi.
Gert er ráð fyrir að hver viðburður sé um ein klukkustund og að sjálfsögðu verður boðið upp á kakó og kleinur á meðan birgðir endast.
Viðburðarröðin hlaut styrk frá Vísindum of velferð: Styrktarsjóði Sigrúnar og Þorsteins árið 2023 til undirbúnings og framkvæmdar á Vísindakakó en verkefninu stýra Davíð Fjölnir Ármannsson, kynningarstjóri hjá Rannís og Martin Jónas B. Swift, verkefnastjóri STEM greina við Nýmennt á Menntavísindasviði Háskóla Íslands
Dagsetning/tími | Staðsetning | Vísindamiðlari | Vísindafag | |
---|---|---|---|---|
21. sept. 2024 kl. 13:00 |
Bókasafn Kópavogs |
Dr. Þórhildur Halldórsdóttir dósent við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík | Sálfræði | Facebook viðburður |
5. okt. 2024 kl. 13:00 |
Borgarbókasafnið Gerðubergi |
Dr. Edda Elísabet Magnúsdóttir lektor við Deild faggreinakennslu Háskóla Íslands | Líffræði | Facebook viðburður |
19. okt. 2024 kl. 13:00 |
Bókasafn Garðabæjar |
Dr. Jón Emil Guðmundsson lektor við Raunvísindadeild Háskóla Íslands | Stjarneðlisfræði | Facebook viðburður |
2. nóv. 2024 kl. 13:00 |
Borgarbókasafnið Úlfarsárdal |
Marco Mancini, aðstoðarmaður rannsókna í líffræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands, ásamt Andreas Guðmundssyni Gaehwiller og Rafn Sigurðssyni, líffræðinemum við HÍ | Líffræði | Facebook viðburður |
16. nóv. 2024 kl. 13:00 |
Bókasafn Kópavogs | Dr. Erna Magnúsdóttir, dósent við læknadeild Háskóla Íslands | Læknisfræði | Facebook viðburður |
25. jan. 2025 kl. 13:00 |
Borgarbókasafnið Kringlunni |
Dr. Arnar Eggert Thoroddsen aðjunkt við Félagsfræði-, mannfræði og þjóðfræðideild Háskóla Íslands |
Félagsfræði | Facebook viðburður |
15. feb. 2025 kl. 13:00 |
Bókasafn Hafnarfjarðar |
Dr. Margrét Helga Ögmundsdóttir prófessor við Læknadeild Háskóla Íslands |
Líffærafræði | Facebook viðburður |
8. mar. 2025 kl. 13:00 |
Amtbókasafnið á Akureyri |
Auglýst síðar | Facebook viðburður | |
8. mar. 2025 kl. 13:00 |
Borgarbókasafnið Spönginni |
Friðrika Björk Þorkelsdóttir, Sérfræðingur í notendaprófunum á sviði stoðtækja hjá Össur | Stoðtækjafræði | Facebook viðburður |
29. mar. 2025 kl. 13:00 |
Bókasafn Mosfellsbæjar |
Auglýst síðar | Facebook viðburður |
*Birt með fyrirvara um breytingar.