Vísindakaffi er vísindamiðlunarviðburður þar sem vísindafólk kynnir viðfangsefni sín á óformlegan hátt í þægilegri kaffihúsastemningu. Markmiðið er að segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf. Vísindakaffi eru haldin bæði á höfuðborgarsvæðinu og utan þess til dæmis í samstarfi við rannsóknasetur og stofnanir með aðsetur á landsbyggðinni.
Vísindakaffi verður með breyttu sniði í vetur og verður dagskrá vetrarins kynnt sérstaklega.