Vísindakaffi - verið velkomin!

Rannís býður upp á Vísindakaffi þar sem vísindafólk kynnir viðfangsefni sín á óformlegan hátt í þægilegri kaffihúsastemningu. Markmiðið er að færa vísindin nær fólki og segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf. Í ár verður boðið upp á Vísindakaffi og verður dagskráin auglýst þegar nær dregur.

Yfirlit


Hér fyrir neðan má lesa dagskrána sem var 2021. 

Eins og sjá má var dagskráin einstaklega spennandi í fyrra og við lofum ekki síðra Vísindakaffi í ár!


Mánudagur 20. september kl. 20:00-21:30

Loftlagsógnin! Hvaða tæknilausnir eru í farvatninu? 

Til þess að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins verður að fanga koltvíoxíð úr útblæstri orku- og iðjuvera og einnig beint úr andrúmslofti. Sigurður Reynir fjallar um Carbfix aðferðina og hvernig íslensku sandarnir geta komið þar við sögu.

Sigurður Reynir Gíslason jarðefnafræðingur og vísindamaður við Háskóla Íslands.

Þriðjudagur 21. september kl. 20:00-21:30

Bólusetningar, hvaða máli skipta þær? 

Sjaldan eða aldrei hefur verið rætt jafnmikið um bólusetningar og nú. Ingileif fjallar um þýðingu bólusetninga á tímum heimsfaraldurs, þróun bóluefna og vernd gegn COVID-19 sjúkdómi og smiti, hjarðónæmi, bólusetningu viðkvæmra hópa og bóluefni gegn nýjum afbrigðum veirunnar.

Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu.

Miðvikudagur 22. september kl. 20:00-21:30

Falsfréttir og upplýsingaóreiða á samfélagsmiðlum: Hver er staðan á Íslandi?

Mikið hefur verið rætt um falsfréttir og upplýsingaóreiðu undanfarin misseri en hvað segja rannsóknir okkur um stöðu mála á Íslandi? Jón Gunnar rýnir í niðurstöður, útskýrir hugtökin og tekur dæmi um upplýsingar um COVID-19 og falsfréttir í kosningabaráttunni sem nú stendur sem hæst.

Jón Gunnar Ólafsson nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslan

Fimmtudagur 30. september kl. 17:00 á Bókakaffi í Bolungarvík

Stóriðja í Jökulfjörðum. Hvalveiðistöðvar norðmanna og þróun sjávarútvegs fram á miðja 20. öld.

Dr. Ragnar Edvardsson, sérfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum fjallar um rannsóknir sínar á hvalveiðistöðvum Norðmanna á Vestfjörðum. Stöðvarnar lögðu grunninn að íslenskum sjávarútvegi og eftir að Norðmenn voru horfnir á braut, nýttu Íslendingar sér reynslu þeirra og hófu útgerð frá sömu stöðum. Þessi útgerð hafði mikil áhrif á byggðaþróun, með nýjum atvinnutækifærum og peningastreymi. Að sama skapi hafði það neikvæð áhrif á byggðaþróun þegar útgerð var hætt og í sumum tilfellum varð svo mikil fólksfækkun að stór svæði lögðust í eyði.

Fimmtudagur 30. september kl. 18:00 vísindakaffi og afmælishátíð Þjóðfræðistofu á Hólmavík

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum býður til Vísindakaffis og afmælishátíðar í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík , fimmtudaginn 30. september kl. 18:00.

Helstu viðfangsefni Þjóðfræðistofu verða kynnt á Vísindakaffinu, m.a. sagt frá fjórum viðamestu verkefnunum sem nú er unnið að. Þau eru Menningararfur í ljósmyndum, Dagbækur fyrri alda, Fortíð og framtíð Hólmavíkur og Þjóðtrúarfléttan.Þetta vefsvæði byggir á Eplica