Vísindakaffi og Vísindaslamm
Í aðdraganda Vísindavöku hefur Rannís boðið annars vegar upp á Vísindakaffi þar sem vísindafólk kynnir viðfangsefni sín á óformlegan hátt í þægilegri kaffihúsastemningu. Markmiðið er að segja frá rannsóknum sem skipta máli fyrir daglegt líf. VísindaSlamm verður í Stúdentakjallaranum, þar sem ungt vísindafólk kynnti rannsóknir sínar á frumlegan máta og gátu gestir kosið um besta kynninguna í lok viðburðar.
Vísindakaffi í Reykjavík:
Mánudagur 25. september kl: 20:00 til 21:30.
Staður: Bókasamlagið Skipholti 19.
Geta tölvur skapað? Spjall um skapandi gervigreind. Hvað er að gerast í skapandi gervigreind? Eru tölvur
farnar að semja ljóð, tónlist og myndlist? Eða eru þetta sálarlausar
eftirlíkingar byggðar af statistík sem aldrei væri hægt að kalla list? Fyrsti gestur vísindakaffi Rannís er Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands og prófessor í framtíðartónlist við University of Sussex í
Bretlandi. Hann stýrir verkefninu Intelligent Instruments sem er styrkt af
Evrópska rannsóknarráðinu og hýst við LHÍ.
Þriðjudagur 26. september kl: 20:00 til 21:30.
Staður: Bókasamlagið Skipholti 19.
Heilahreysti alla ævi: Hvað getur þú gert? Heilahreysti er nátengd líkamlegri hreysti og grunnur er lagður að heilahreysti strax við fæðingu. Með hækkandi aldri aukast líkur á heilabilunarsjúkdómum, svo sem Alzheimer. Margir aðrir áhættuþættir heilabilunar eru þekktir. Þar má nefna hreyfingarleysi, háan blóðþrýsting og síendurtekin höfuðhögg. Einnig þekkjum við marga lífsstílsþætti sem eru verndandi. Einn þessara þátta er menntun. María Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur mun fjalla vítt og breitt um þetta efni.
María K. Jónsdóttir, Ph.D., er prófessor í sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á minnimóttöku Landakots.
Miðvikudagur 27. september kl: 20:00 til 21:30.
Staður: Bókasamlagið Skipholti 19.Dulin virkni Eurovision. Hvernig
nota lítil ríki og stór, veikburða ríki, Eurovision til að bæta ímynd sína?
Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og
rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA í
alþjóðasamskiptum fjalla um dulda virkni Eurovision og hvernig
mjúku valdi og landkynningu er beitt til pólitísks ávinnings. Hvað
er „veikt
ríki"? Segja söngatriðin í Eurovision eitthvað um löndin
sjálf? Hefur viljinn til að koma löndum á framfæri eitthvað með stærð þeirra
að gera?