Vísindin lifna við á Vísindavöku!

Vísindavaka, VísindaSlamm, Vísindamiðlun og Vísindakaffi í Reykjavík og á landsbyggðinni.

Í ár verður Vísindavaka Rannís haldin í Laugardalshöllinni þann 1. október frá kl. 13:00-18:00 sem sem fólk getur kynnt sér vísindin á lifandi hátt. Einnig verður hið sívinsæla Vísindakaffi á sínum stað auk þess sem boðið verður upp á VísindaSlamm. Kynnið ykkur dagskránna hér!

Vísindavaka

Vísindavaka 2022 verður haldin laugardaginn 1. október kl. 13:00-18:00 í Laugardalshöll. Markmiðið með Vísindavökunni er að færa vísindin nær almenningi, gefa fólki kost á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og vekja athygli á mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Miðpunktur Vísindavökunnar er sýningarsvæðið þar sem hægt er að kynnast rannsóknastarfi á öllum fræðasviðum á fjölmörgum sýningarbásum. Öll velkomin og margt að skoða og sjá og eins og alltaf er aðgangur ókeypis!

Hér eru upplýsingar um þátttakendur og yfir 100 verkefni sem verða á Vísíndavöku 2022.

Dagskrá opnunar:
Kl. 13:00 Ávarp forstöðumanns Rannís, Ágústar H. Ingþórssonar
kl. 13:15 Ráðherra vísindamála, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, veitir viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun
Kl. 13:30 Sprengju-Kata sprengir Vísindavökuna í gang.

Á Vísindavöku verður hægt að prófa ýmis tæki og tól sem vísindafólk vinnur með í sínu daglega starfi og einnig verða fjölmörg tækifæri til að prófa sjálf hvernig vísindi og nýsköpun virka

Vísindakaffi

Hellt verður upp á Vísindakaffi bæði í Reykjavík og víða á landsbyggðinni. Hér má sjá dagskránna um allt land í kringum Vísindavöku.

Vísindakaffi í Bókasamlaginu , Skipholti 19, Reykjavík:

Þriðjudag 27. september kl. 20:00-21:30

Hvað viltu vita um frumurnar þínar? Þórarinn Guðjónsson prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands fjallar um stofnfrumur og krabbamein.
Stofnfrumurannsóknir verða æ mikilvægari í leitinni að lausnum við margvíslegum sjúkdómum. Stofnfrumur eru ósérhæfðar en hafa hæfni til að þroskast yfir í frumur með sérstaka virkni. Þær geta því fræðilega orðið að hvaða frumum sem er og endurnýjað sig án þess að sýna merki öldrunar. Slíkar frumur eru því ákaflega mikilvægur efniviður í rannsóknum en ekki síður í meðferð við hinum ýmsu sjúkdómum.
Kaffistjóri er Davíð Fjölnir Ármannsson.

Miðvikudag 28. september kl. 20:00-21:30

Orkan og gleðin í umhverfinu okkar - hvers konar þéttbýli viljum við? Páll Jakob Líndal doktor í umhverfissálfræði fjallar um sálfræðileg áhrif umhverfis á heilsu og vellíðan.
Hvernig er samspil umhverfis og fólks og hvaða áhrif hefur náttúra og byggt umhverfi á heilsu og líðan almennings? Hvernig getum við notað vísindalega nálgun á sviði sálfræði við hönnun húsa og hverfa til að tryggja að þetta samspil virki?
Kaffistjóri er Davíð Fjölnir Ármannsson.

Fimmtudag 29. september kl. 20:00-21:30

Viltu smakka? Hvernig bragðast? Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri hjá Matís fjallar um skynfærin, skynmat, matarupplifun og gæðamat.
Gestir á Vísindakaffi geta fræðst um hvernig skynmat virkar, en í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði er stór þáttur í gæðaeftirliti í fiskiðnaði, kjötvinnslu og mjólkuriðnaði.
Kaffistjóri er Davíð Fjölnir Ármannsson.

Vísindakaffi á landsbyggðinni:

Vísindakaffi á Hólmavík - Rannsóknasetur HÍ á Ströndum

Fimmtudag 29. september kl. 18:00 í Hnyðju, Þróunarsetrinu á Hólmavík
Gömlu húsin á Hólmavík og heildarmynd þorpsins. Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson kynna rannsóknir sínar. Sagt verður frá verkefninu Tillaga um verndarsvæði í byggð á Hólmavík sem nú er unnið að. Sýndar verða gamlar myndir, spjallað um sögu og þróun þorpsins og boðið upp á vísindakaffi.

Vísindakaffi í Þingeyjarsveit - Svartárkot menning - náttúra og Stofnun rannsóknasetra HÍ

Föstudag 30. september frá 10:00 og laugardag 1. október frá 9:30 í Skjólbrekku, Þingeyjarsveit.
Tveggja daga málþing um náttúruhugvísindi. Málþingið markar upphaf starfsemi nýs rannsóknaseturs, Huldu – náttúruhugvísindaseturs, sem verður samstarfsvettvangur Svartárkots menningar – náttúru og nýs rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Þingeyjarsveit sem stefnt er að að stofna á næsta ári. Markmiðið er að miðla þeirri margvíslegu þekkingu á náttúru og umhverfi svæðisins í víðum skilningi sem býr bæði hjá fræðafólki og heimamönnum. Á mælendaskrá eru meðal annars fræðimennirnir Thomas McGovern, Viðar Hreinsson, Hildur Gestsdóttir, Orri Vésteinsson, Adolf Friðriksson, Ragnhildur Sigurðardóttir og Ásta Kristín Benediktsdóttir.

Vísindakaffi á Höfn - Rannsóknasetur HÍ á Hornafirði

Laugardag 1. október kl. 14:00-16:00 í Nýheimum, Litlubrú 2.
Fræðsludagskrá í tilefni Vísindavöku 2022.

  • Ungt fólk og útsýnið á loftslagsbreytingar – Arndís Ósk Magnúsdóttir laganemi kynnir niðurstöður rannsóknar sem unnin var sl. sumar, með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.
  • Nýjar sjónrænar rannsóknir á bráðnun jökla – Kieran Baxter, nýdoktor, kynnir notkun (skeið)myndavéla sem tæki til að vakta langtíma breytingar á hornfirskum jöklum.
  • Valdeflandi rannsóknir: Að færa innfæddum sýn og rödd – Alice Watterson, nýdoktor, segir frá sjónrænum rannsóknum sínum og samstarfi við samfélög frumbyggja í Alaska og Grænlandi.
  • Hernaðurinn gegn heiminum: Um mikilvægi þess að glata hvorki von né skopskyni – Þorvarður Árnason, forstöðumaður, fjallar um stöðu loftslagsmálanna á líðandi stundu og í nánustu framtíð.
  • Samantekt/Almennar umræður

Erindi Kierans og Alice verða flutt á ensku.
Fundarstjóri: Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri
Samantekt: Selma Ýr Ívarsdóttir, formaður Ungmennaráðs

Vísindakaffi á Þingeyri - Rannsóknasetur HÍ á Vestfjörðum

Mánudag 3. október kl. 17:00-18:00 í Blábankanum, Þingeyri.
Ferðir fiskanna – rannsóknir í Dýrafirði. Kynntar verða fiskarannsóknir sem nú fara fram í firðinum. Starfsfólk og nemar Rannsóknaseturs HÍ á Vestfjörðum segja frá rannsóknum setursins á ferðum fiska í Dýrafirði. Síðustu ár hefur verið fylgst þar með ferðum silunga, þorskfiskseiða og flundru í þeim tilgangi að meta áhrif umhverfisþátta á fiskana. Ef vel viðrar verða þorskar merktir á staðnum og hlustað eftir ferðum þeirra um fjörðinn.

Vísindakaffi í Vestmannaeyjum - Þekkingarsetur Vestmannaeyja

Mánudag 3. október kl. 16:30-18:00 í Þekkingarsetri Vestmannaeyja, Ægisgötu 2.
Whales of Vestmannaeyjar. What whales can be seen in Vestmannaeyjar? When and where are they here? And what do they do here? Dr. Filipa Samarra and Dr. Paul Wensveen will guide you through the research being conducted by the centre on whales in Vestmannaeyjar and elsewhere in Iceland. Join us to find out more about the communication and behaviour of these ocean giants!

Vísindakaffi á Breiðdalsvík - Rannsóknasetur HÍ á Breiðdalsvík, Borkjarnasafn Náttúrufræðistofnunar Íslands og Breiðdsalsetur

Þriðjudag 4. október kl. 20:00-21:30 í Gamla kaupfélaginu, Rannsóknasetri HÍ Breiðdalsvík.
Borkjarnar – Skyggnst undir yfirborðið. Hvað eru borkjarnar og hvernig nýtast þeir við vísindarannsóknir, auðlindaleit og mannvirkjagerð? María Helga Guðmundsdóttir jarðfræðingur segir frá og leiðir gesti um samnefnda sýningu  Rannsóknaseturs HÍ á Breiðdalsvík, Borkjarnasafns Náttúrufræðistofnunar Íslands og Breiðdalsseturs.

VísindaSlamm

Föstudaginn 30. september kl. 17:00-19:00 verður svokallað VísindaSlamm (Science Slam) í Stúdentakjallaranum þar sem ungt vísindafólk keppir í lifandi vísindamiðlun. Viðburðurinn er samstarf Vísindavöku og Evrópuárs unga fólksins.

skreytimynd

Viðurkenning fyrir vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun verður afhent eins og undanfarin ár. Afhendingin fer fram á Vísindavökunni Laugardalshöll.
Á árinu 2021 hlutu Verðurstofa Íslands og Sævar Helgi Bragason viðurkenninguna. Hægt er að senda inn tilnefningar með því að senda póst á visindavaka@rannis.is 







Þetta vefsvæði byggir á Eplica