Vísindavaka mikilvægur viðburður til að opna huga ungs fólks á vísindum og rannsóknastarfi á Íslandi

4.10.2023

Heill heimur vísinda var í boði fyrir gesti Vísindavöku í Laugardalshöllinni þar sem okkar fremsta vísindafólk sýndi og sagði frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt.

 • Vi-usindavaka-2023-142
 • Vi-usindavaka-2023-163
 • Vi-usindavaka-2023-199
 • Vi-usindavaka-2023-21
 • Vi-usindavaka-2023-231
 • Vi-usindavaka-2023-242
 • Vi-usindavaka-2023-255
 • Vi-usindavaka-2023-268
 • Vi-usindavaka-2023-325
 • Vi-usindavaka-2023-343
 • Vi-usindavaka-2023-349
 • Vi-usindavaka-2023-353
 • Vi-usindavaka-2023-355
 • Vi-usindavaka-2023-400
 • Vi-usindavaka-2023-128

Það var gríðarlega fjölmennt og góð stemming á Vísindavöku Rannís sem fór fram í Laugardalshöllinni, 30. september síðastliðinn.

Gesti tók að streyma að upp úr hádegi en formleg dagskrá hófst klukkan 13:00 með ávarpi Ágústar H. Ingþórssonar, forstöðumanns Rannís.

Rannís stendur fyrir Vísindavöku á Íslandi, en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu Researchers' Night. Verkefnið er styrkt af Marie Sklodowska-Curie undir Horizon Europe rannsókna- og nýsköpunaráætlun Evrópusambandsins.

"Vísindavaka Rannís, sem fyrst var haldin árið 2006, hefur frá þeim tíma vaxið og þróast í takt við tímann og samfélagið. Í dag er Vísindavaka sannkölluð uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi og er stærsti vísindamiðlunarviðburður á Íslandi" - Ágúst Hjörtur Ingþórsson.

Ágúst Hjörtur flytur ræðuÍ kjölfar ávarpsins tók  Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar, til máls og veitti viðurkenningu Rannís fyrir framúrskarandi Vísindamiðlun.

"Vísindavakan skiptir gríðarlega miklu máli til að opna hug unga fólksins okkar á vísindum og rannsóknastarfi sem er í gangi á Íslandi á öllum sviðum...Það skiptir miklu fyrir íslenskt samfélag og samfélög sem ætla að skara framúr að við setjum vísindin í forgang og kynnum þau fyrir almenningi". - Áslaug Hulda Sigurbjörnsdóttir.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir flytur ræðuAð þessu sinni var það samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands, „Með fróðleik í fararnesti“  viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun. 

Hópur af fólki uppstillt fyrir myndatöku

Við sama tækifæri hlaut Guðrún Bachmann, kynningarstjóri vísindamiðlunar við Háskóla Íslands, heiðursviðurkenningu fyrir framlag sitt til Vísindavöku.

Hópur af fólki uppstillt fyrir myndatöku

Eftir veitingu viðurkenninga var komið að Sprengju-Kötu sem sprengdi Vísindavöku Rannís í gang eins og henni einni er lagið. 

marglitir boltar fljúga upp úr tunnu í tilraun á Vísindavöku

Fjölmargir sýnendur tóku þátt í að gera Vísindavöku að stærsta vísindamiðlunarviðburði á Íslandi. Allir háskólar Íslands, tóku þátt og þá voru fjölmargar stofnanir og fyrirtæki sem sinna rannsóknum í samfélaginu með sýningarbása og miðluðu þekkingu sinni og fróðleik til sýningargesta. Einnig var dagskrá í sal frá klukkan 14:00 þar sem meðal annars var hægt að fræðast um loftsteina og vígahnetti, hvali, popúlíska þjóðernishyggju og skapandi greinar í landsbyggðum.

Börn, ungmenni og fullorðnir streymdi að og var þannig það sem eftir lifði dags en Vísindavökunni lauk klukkan 18:00.

Ys og þys var í höllinni allan tímann og samkvæmt talningu sóttu ríflega 6500 manns Vísindavökuna heim

Rannís þakkar þeim fjölmörgu sem heimsóttu Vísindavökuna sem og þeim fjölmörgu sýnendum og vísindafólki sem leyfðu gestum að prófa hin ýmsu tæki og tól sem það vinnur með í sínu daglega starfi. 

Arnaldur Halldórsson, ljósmyndari, festi stemminguna í höllinni á myndflögu.Þetta vefsvæði byggir á Eplica