Geta tölvur skapað? Spjall um skapandi gervigreind

18.9.2023

Fyrsta Vísindakaffi Rannís verður tileinkað gervigreind en Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands mun fjalla um hana 25. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

Hvað er að gerast í skapandi gervigreind? Eru tölvur farnar að semja ljóð, tónlist og myndlist? Eða eru þetta sálarlausar eftirlíkingar byggðar af statistík sem aldrei væri hægt að kalla list? 

Fyrsti gestur vísindakaffi Rannís er Þórhallur Magnússon rannsóknarprófessor við Listaháskóla Íslands og prófessor í framtíðartónlist við University of Sussex í Bretlandi. Hann stýrir verkefninu Intelligent Instruments sem er styrkt af Evrópska rannsóknarráðinu og hýst við LHÍ. 

Kaffistjóri er Davíð Fjölnir Ármannsson.

Verið velkomin og ókeypis aðgangur.Þetta vefsvæði byggir á Eplica