Óskað eftir tilnefningum til viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun

26.8.2024

Viðurkenning Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun verður afhent við opnun Vísindavöku sem haldin verður í Laugardalshöllinni laugardaginn 28. september 2024. 

Viðurkenning fyrir vísindamiðlun er veitt einstaklingi, stofnun, skóla, fyrirtæki, samtökum eða verkefni, sem þykir hafa staðið ötullega að því að miðla vísindum og fræðum til almennings á áhugaverðan hátt.

Tilnefningar má senda til Rannís í síðasta lagi 23. september næstkomandi á netfangið visindavaka@rannis.is.

Tilnefningu skal fylgja haldgóður rökstuðningur og dæmi um vel heppnaða vísindamiðlun yfir síðastliðið/n ár. 

Til að hljóta viðurkenningu fyrir vísindamiðlun, skal hún hafa stuðlað að bættum skilningi almennings, barna, ungmenna og fullorðinna, á vísindum og fræðum og á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. Einnig skal vísindamiðlunin hafa vakið athygli á starfi vísindafólks og á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í íslensku samfélagi.

Fyrri handhafar viðurkenningarinnar. 

Myndin hér að neðan er frá afhendingu viðurkenningarinnar árið 2023 en það ár var viðurkenning fyrir vísindamiðlun veitt samstarfsverkefni Ferðafélags Íslands og Háskóla Íslands "Með fróðleik í fararnesti". Á myndinni má sjá fríðan flokk fólks sem stendur að verkefninu, ásamt Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, sem afhenti viðurkenninguna.

Með fróðleik í fararnesti hlýtur viðurkenningu Rannís fyrir vísindamiðlun







Þetta vefsvæði byggir á Eplica