Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri hjá Matís verður gestur á Vísindakaffi Rannís, í kvöld fimmtudaginn 29. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.
Aðalheiður Ólafsdóttir fjallar um skynfærin, skynmat, matarupplifun og gæðamat.
Gestir á Vísindakaffi geta fræðst um hvernig skynmat virkar, en í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði er
stór þáttur í gæðaeftirliti
Kaffistjóri er Davíð Fjölnir Ármannsson.
Bókasamlagið er til húsa að Skipholti 19.