Dulin virkni Eurovision

20.9.2023

Síðasta Vísindakaffið þann 27. september verður tekin fyrir hin sívinsæla Eurovision keppni, en Baldur Þórhallsson prófessor við HÍ og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA í alþjóðasamskiptum, munu fjalla um dulda virkni Eurovision. Vísindakaffið er haldið í Bóksasamlaginu Skipholti 19 og hefst klukkan 20:00.

Hvernig nota lítil ríki og stór, veikburða ríki, Eurovision til að bæta ímynd sína? Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og rannsóknastjóri Rannsóknaseturs um smáríki og Hera Melgar Aðalheiðardóttir MA í alþjóðasamskiptum fjalla um dulda virkni Eurovision og hvernig mjúku valdi og landkynningu er beitt til pólitísks ávinnings. Hvað er „veikt ríki"? Segja söngatriðin í Eurovision eitthvað um löndin sjálf? Hefur viljinn til að koma löndum á framfæri eitthvað með stærð þeirra að gera?







Þetta vefsvæði byggir á Eplica