Vísindakaffi Breiðdalsvík - Jarðgæði frá bújörðum til háfjalla

28.9.2023

Fimmtudaginn 29. september kl. 17:00 stendur Rannsóknasetur Háskóla Íslands fyrir Vísindakaffi í Gamla kaupfélaginu.

  • Robert Askew, jarðfræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, við kortlagningu í Lóni sumarið 2023. Brunnhorn og Vestrahorn í baksýn.

Á Vísindakaffinu mun Sigurður Max Jónsson, búfræðingur og bóndi á Skjöldólfsstöðum í Breiðdal, segir frá meistararannsókn sinni á plöntunæringarefnum í ræktunarjarðvegi. 

Einnig segir María Helga Guðmundsdóttir, jarðfræðingur við Rannsóknasetur HÍ á Breiðdalsvík og Náttúrufræðistofnun Íslands, frá vettvangsferðum sínum og aðferðum við jarðfræðikortlagningu á Austurlandi. Rannís býður gestum upp á vísindakaffi og kleinur.

Á myndinni má sjá Robert Askew, jarðfræðing á Náttúrufræðistofnun Íslands, við kortlagningu í Lóni sumarið 2023. Brunnhorn og Vestrahorn í baksýn.

Vefsíða Rannsóknasetur HÍ á Breiðdalsvík

Facebook síða Rannsóknaseturs HÍ á Breiðdalsvík







Þetta vefsvæði byggir á Eplica