Vísindakaffi á Hólmavík - Á þjóðsagnaslóðum á Norður-Ströndum

27.9.2023

Rannsóknasetur HÍ á Ströndum – Þjóðfræðistofa stendur fyrir Vísindakaffi fimmtudaginn 28. september kl. 20:00 í Sauðfjársetrinu Sævangi.

Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson, Matthias Egeler og Saskia Klose segja frá fimm daga vettvangsferð sinni á tveimur jafnfljótum, norðan byggðar á Ströndum sumarið 2023. Leiðangurinn var farinn til að leita uppi þjóðsagnastaði og kanna örnefni og landslag á leiðinni frá Reykjarfirði nyrðri að Dröngum. Sýndar verða myndir og sagt frá álfhömrum, dvergasteinum, tröllkerlingum, fornmannahaugum og útilegumannabæli sem heimsótt voru í gönguferðinni. 

Rannís býður gestum upp á vísindakaffi og kleinur. Verið velkomin

Vefsíða Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum-Þjóðfræðistofa

Facebook síða Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum - Þjóðfræðistofa







Þetta vefsvæði byggir á Eplica