Vel sótt Vísindakaffi í Reykjavík

29.9.2022

Í kvöld fimmtudaginn 29. september er þriðja og síðasta Vísindakaffið í Reykjavík en þar mun Aðalheiður Ólafsdóttir skynmatsstjóri Matís fjalla um skynfærin, skynmat, matarupplifun og gæðamat. Jafnframt er haldið Vísindakaffi á Hólmavík í kvöld og hefst það kl. 18:00

Óhætt er að segja að fyrstu tvö Vísindakaffi Rannís hafi verið vel sótt og færum við gestum hinar bestu þakkir fyrir komuna en ekki síður allar spurningarnar og umræðuna um þessi spennandi málefni. Á þriðjudagskvöld fjallaði Þórarinn Guðjónsson prófessor og forseti læknadeildar HÍ um stofnfrumur og krabbamein og á miðvikudagskvöldið 28. september var það Páll Jakbob Líndal doktor í umhverfissálfræði sem sagði frá sálfræðilegum áhrifum umhverfis á heilsu og vellíðan. 

Í kvöld er jafnfram fyrsta Vísindakaffið á landsbyggðinni en á Hólmavík verður dagskrá frá 18:00 í Hnyðju, Þróunasetrinu:
Gömlu húsin á Hólmavík og heildarmynd þorpsins. Þjóðfræðingarnir Jón Jónsson og Eiríkur Valdimarsson kynna rannsóknir sínar. Sagt verður frá verkefninu Tillaga um verndarsvæði í byggð á Hólmavík sem nú er unnið að. Sýndar verða gamlar myndir, spjallað um sögu og þróun þorpsins og boðið upp á vísindakaffi.

Alls verða sex Vísindakaffi víða um land og hvetjum við öll að kynna sér dagskána:

Dagskrá 







Þetta vefsvæði byggir á Eplica