Hvað viltu vita um frumurnar þínar?

27.9.2022

Þórarinn Guðjónsson, prófessor og forseti læknadeildar Háskóla Íslands er gestur á fyrsta Vísindakaffi Rannís í kvöld þriðjudaginn 27. september kl. 20-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu, Skipholti 19.

  • Stofnfrumur

Þórarinn Guðjónsson fjallar um stofnfrumur og krabbamein en stofnfrumurannsóknir verða æ mikilvægari í leitinni að lausnum við margvíslegum sjúkdómum. Stofnfrumur eru ósérhæfðar en hafa hæfni til að þroskast yfir í frumur með sérstaka virkni. Stofnfrumur geta fræðilega orðið að hvaða frumum sem er og endurnýjað sig án þess að sýna merki öldrunar. Slíkar frumur eru því ákaflega mikilvægur efniviður í rannsóknum en ekki síður í meðferð við hinum ýmsu sjúkdómum.

Kaffistjóri er Sævar Helgi Bragason.

Bókasamlagið er til húsa að Skipholti 19 Reykjavík.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica