Heilahreysti alla ævi: Hvað getur þú gert?

19.9.2023

María Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur mun fjalla vítt og breitt um heilahreysti á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 26. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsinu Bókasamlaginu Skipholti 19.

Heilahreysti er nátengd líkamlegri hreysti og grunnur er lagður að heilahreysti strax við fæðingu. Með hækkandi aldri aukast líkur á heilabilunarsjúkdómum, svo sem Alzheimer. Margir aðrir áhættuþættir heilabilunar eru þekktir. Þar má nefna hreyfingarleysi, háan blóðþrýsting og síendurtekin höfuðhögg. Einnig þekkjum við marga lífsstílsþætti sem eru verndandi. Einn þessara þátta er menntun. María Kristín Jónsdóttir taugasálfræðingur mun fjalla vítt og breitt um þetta efni.

María K. Jónsdóttir, Ph.D., er prófessor í sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og sérfræðingur í klínískri taugasálfræði á minnimóttöku Landakots.

Kaffistjóri er Davíð Fjölnir Ármannsson.

Verið velkomin og ókeypis aðgangur.Þetta vefsvæði byggir á Eplica