Spurningakönnun um Vísindakakó

25.1.2025

Vísindakakó fyrir forvitna krakka er viðburðaröð veturinn 2024-2025 þar sem tækifæri gefst til að spjalla beint við vísindafólk um rannsóknir þeirra og vísindastörf. Við viljum vita hvað gestum viðburðana fannst og efnum því til spurningakönnunar um Vísindakakó

  • Visindakako-spurningakonnun-mynd-med-grein

Fólki á öllum aldri er frjálst að svara en foreldrar eða forráðamenn mega endilega hjálpa forvitnum krökkum að svara spurningakönnuninni.

Einungis örfáar mínútur tekur að svara könnuninni.

Markmið könnunarinnar er að meta upplifun og ánægju með viðburðarröðina sem hluta af vísindamiðlun fyrir ungt fólk.

Könnunin er nafnlaus og einungis spurt um aldur þess sem svarar.

Smellið hér til að svara spurningakönnuninni







Þetta vefsvæði byggir á Eplica