Vísindavaka 2024 í Laugardalshöll

4.7.2024

Vísindavaka verður haldin laugardaginn 28. september næstkomandi í Laugardalshöll frá klukkan 13:00 til 18:00

  • Vi-usindavaka-2023-142

Á Vísindavöku stendur almenningi til boða sannkölluð vísindaveisla þar sem okkar fremsta vísindafólk sýnir og segir frá rannsóknum og nýsköpun á lifandi og gagnvirkan hátt.

Rannís skipuleggur Vísindavöku á Íslandi í samstarfi við íslenska háskóla og stofnanir en hún er haldin samtímis í helstu borgum Evrópu síðustu helgina í september undir heitinu European Researchers' Night.

Á Vísindavöku kynnir vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum rannsóknaverkefni sín fyrir almenningi á lifandi og skemmtilegan hátt á fjölda sýningarbása. Gestir fá að skoða og prófa ýmis tæki og tól sem notuð eru við rannsóknir, skoða afurðir verkefna og spjalla við vísindafólkið sjálft um hvernig er að starfa að vísindum, rannsóknum og nýsköpun. Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Vísindavöku og gefst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir börnum og unglingum.

Allar vísindagreinar eru kynntar á Vísindavöku og er viðburðurinn stærsti vísindamiðlunarviðburður á Íslandi.

Við hlökkum til að sjá ykkur öll á Vísindavökunn, laugardaginn 28. september í Laugardalshöllinni.

Nánari dagskrá Vísindavöku mun birtast þegar nær dregur.

Dagskrá Vísindavöku

Vilt þú taka þátt?

Stofnanir, fyrirtæki, og nýsköpunaraðilar sem sinna rannsóknum og þróun, og vilja miðla vísindum og rannóknum í starfsemmi sinni til almenning geta tekið þátt í Vísindavöku.

Nánari upplýsingar fyrir sýnendur







Þetta vefsvæði byggir á Eplica