Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun var afhent við opnun Vísindavöku þann 27. september og tóku þær Áslaug Ásgeirsdóttir, rektor Háskólans á Akureyri, og Dana Rán Jónsdóttir, verkefnastjóri Vísindaskóla unga fólksins, við viðurkenningunni.
Lesa meiraÁ Vísindavöku fögnum við vísindum og þökkum vísindafólki fyrir ómetanlegt starf. Áhugi og þátttaka almennings gera daginn einstakan og minna á mikilvægi vísinda fyrir samfélagið allt.
Lesa meiraGestir Vísindavöku geta tekið þátt í léttri spurningakönnun um upplifun þeirra á vísindavöku. Vinningshafi hlýtur gjafabréf í Fly over Iceland fyrir tvo fullorðna og tvö börn.
Lesa meiraPáll Þór Ingvarsson, dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, fræðir gesti um líftæknilyf sem hafa komið sem stormsveipur inn í heilbrigðiskerfið síðustu ár.
Lesa meiraBenjamin David Hennig, prófessor í landfræði við háskóla Íslands, fræðir gesti um brenglaða vörpun korta (e. cartogram) sem endurmótar hið kunnuglega heimskort í óvænt ný form sem afhjúpa faldar víddir hinnar síbreytilegu jarðar.
Lesa meiraViðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fræðir gesti um hvernig félagsheimar fólks hafa áhrif á afdrif þess og velsæld.
Lesa meiraVísindavaka verður haldin laugardaginn 27. september í Laugardalshöllinni frá 12:00 - 17:00. Í ár eru 20 síðan Vísindavaka var fyrst haldin.
Lesa meiraImprov Ísland tekur þátt í Vísindavöku, laugardaginn 27. september, með sérstökum Vísindaspuna á sal.
Lesa meira