Vísindavaka verður haldin laugardaginn 27. september í Laugardalshöllinni frá 12:00 - 17:00. Í ár eru 20 síðan Vísindavaka var fyrst haldin.
Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum.
Vísindavakan hefst með afhendingu viðurkenningar Rannís fyrir vísindamiðlun. Sprengju-Kata mun svo sprengja Vísindavökuna í gang! Að setningu lokinni opnar sýningarsvæðið með lifandi vísindamiðlun þar sem gestir geta fundið eitthvað fróðlegt og skemmtilegt fyrir alla aldurshópa.
Langar þig að hanna HR í Mincecraft, læra grunn í tölvuleikjagerð og stjórna vélmenni? Hefur þú skoðað blóð í smásjá? Séð með eigin augum hvernig sjúkrabíll virkar! Skoðað plöntusvif í smásjá? Prófað hlífðarbúnað fyrir starfsfólk í líftæknilyfjaverksmiðu? Spilað gagnvirkan leik um skapandi framtíð?
Ef þetta höfðar til þín og þér finnst gaman að fikta og prófa allskonar hluti og fræðast um hvernig hlutirnir virka skaltu koma á Vísindavökuna.
Skoða sýnendur
Fjölskyldan er í fyrirrúmi á Vísindavöku og gefst þar kjörið tækifæri til að kynna heim vísindanna fyrir börnum og unglingum - aðgangur er ókeypis!
Vekjum athygli á skemmtilegum viðburðum á sal:
14:10 - Improv Ísland: Vísindaspuni
15:40 - Skuggavaldið: Upptaka á hlaðvarpsþætti með áhorfendum
Öll dagskrá Vísindavöku