Skuggavaldið á Vísindavöku 2025

12.9.2025

Hlaðvarpsþátturinn Skuggavaldið tekur þátt í Vísindavöku með upptöku á nýjum þætti fyrir framan áhorfendur á sal.

  • Skuggavaldid-1920x1080

Skuggavaldið, þar sem Hulda Þórisdóttir, prófessor í stjórnmálasálfræði við Háskóla Íslands, og Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, ræða saman um samsæriskenningar að ýmsu tagi, verður með sérstaka þátttöku á Vísindavöku, sem fer fram laugardaginn 27. september.

Á Vísindavöku ætla Eiríkur og Hulda að taka upp þátt Skuggavaldsins á sal og bjóða gestum Vísindavöku að setjast niður með sér og fræðast um vísindatengda samsæriskenningu.

Upptakan á þætti Skuggavaldins er liður í afmælisdagskrá Vísindavöku sem á þessu ári fagnar því að 20 ár eru síðan að Vísindavaka var fyrst haldin. 

Viðburður Skuggavaldsins fer fram í fyrirlestrarsal sem er inn af aðalsýningarsvæði Vísindavöku og hefst kl. 15:40. 

Aðgangur að viðburði Skuggavaldsins er ókeypis og öll velkomin á meðan húsrúm í salnum leyfir. 

Hvað: Skuggavaldið - Upptaka með áhorfendum

Hvar: Á Vísindavöku í Laugardalshöll

Hvenær: Laugardaginn 27. september kl. 15:40

 Facebook Viðburður







Þetta vefsvæði byggir á Eplica