Improv Ísland á Vísindavöku 2025

18.9.2025

Improv Ísland tekur þátt í Vísindavöku, laugardaginn 27. september, með sérstökum Vísindaspuna á sal.

  • Improv-Island-a-Visindavoku-2025-FB-INSTA-1080x1080

Í tilefni af 20 ára afmæli Vísindavöku ætlar spunahópurinn Improv Ísland að taka þátt í dagskrá Vísindavöku og bjóða upp á Vísindaspuna fyrir gesti Vísindavöku.

Vísindaspunin fer þannig fram að vísindamaður úr íslenska vísindasamfélaginu opnar viðburðinn með stuttu innleggi um sitt sérfræðisvið og rannsóknir. Eftir að vísindamaðurinn hefur lokið sínu máli tekur spunahópurinn við og spinnur út frá þeim upplýsingum sem þau hafa hlustað á.

Með því að setja vísindin í hendur spunasamfélagsins má búast við óvæntum og skemmtilegum sjónarhornum á vísindin, hvernig þau tengjast inn í samfélagið og hvernig skilningur okkar á vísindunum getur verið margslungin.

Vísindaspuni á Vísindavöku er skemmtun sem enginn ætti að láta framhjá sér fara.

Vísindaspunin fer fram í fyrirlestrarsal inn af aðalsýningarsvæði Vísindavöku.

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Hvað: Improv Ísland - Vísindaspuni

Hvar: Á Vísindavöku í Laugardalshöll

Hvenær: Laugardaginn 27. september kl. 14:10







Þetta vefsvæði byggir á Eplica