Fyrirlestur á Vísindavöku: Talandi kort - Heimurinn eins og þú hefur aldrei séð hann áður

25.9.2025

Benjamin David Hennig, prófessor í landfræði við háskóla Íslands, fræðir gesti um brenglaða vörpun korta (e. cartogram) sem endurmótar hið kunnuglega heimskort í óvænt ný form sem afhjúpa faldar víddir hinnar síbreytilegu jarðar.

  • Fyrirlestur-a-Visindavoku-2


Ágrip: 
Hvað ef stærð lands á korti byggðist ekki á landsvæði þess, heldur á íbúafjölda, auðæfum eða jafnvel sauðfé, og veitti þannig alveg nýja sýn á mannlega og náttúrulega þætti plánetunnar okkar? 

Brengluð vörpun korta (e. cartogram) endurmóta hið kunnuglega heimskort í óvænt ný form sem afhjúpa faldar víddir hinnar síbreytilegu jarðar. Í þessum fyrirlestri verður þér boðið í ferðalag um kort sem sýna þér heiminn eins og þú hefur aldrei séð hann áður.

Um: fyrirlesara: Benjamin er prófessor í landfræði við Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Rannsóknir hans beinast að ójöfnuði í heiminum, áhrifum mannkyns á jörðina og framsetningu þessara málefna með nýstárlegri kortagerð.

Hvað: Fyrirlestur: Talandi kort - heimurinn eins og þú hefur aldrei séð hann áður.

Hvar: Á Vísindavöku í Laugardalshöll

Hvenær: Laugardaginn 27. september kl. 13:10

Lengd: 20 mín.

Athugið: Fyrirlesturinn fer fram á ensku 

Facebook viðburður







Þetta vefsvæði byggir á Eplica