Páll Þór Ingvarsson, dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands, fræðir gesti um líftæknilyf sem hafa komið sem stormsveipur inn í heilbrigðiskerfið síðustu ár.
Ágrip: Líftæknilyf hafa komið sem stormsveipur inn í heilbrigðiskerfið síðustu ár. En hvað eru þau, hvernig eru þau framleidd og af hverju eru þau svona dýr? Þetta erindi mun reyna að varpa ljósi á þessar spurningar og ræða hvernig líftæknilyf hafa hjálpað í baráttunni gegn erfiðum sjúkdómum.
Um fyrirlesara: Páll Þór Ingvarsson er dósent við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Hans rannsóknir miða að því að auka stöðugleika líftæknilyfja auk þess sem hann er umsjónarkennari í áfanganum Líftæknilyf við Háskóla Íslands.
Hvað: Fyrirlestur: Líftæknilyf 101, hvaðan koma þau og af hverju eru þau svona dýr?"
Hvar: Á Vísindavöku í Laugardalshöll
Hvenær: Laugardaginn 27. september kl. 14:40
Lengd: 20 mín.