Fyrirlestur á Vísindavöku: Félagslegir töfrar – og hvernig þeim er ógnað

24.9.2025

Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, fræðir gesti um hvernig félagsheimar fólks hafa áhrif á afdrif þess og velsæld.

  • Fyrirlestur-a-visindavoku-1

Ágrip: Í erindinu verður fjallað um hvernig félagsheimar fólks hafa áhrif á afdrif þess og velsæld. Leitast verður við að varpa ljósi á félagslega töfra og afdrif þeirra í tæknivæddu nútímasamfélagi. Erindið hentar öllum þeim sem hafa áhuga á lífinu og tilverunni og vilja rækta félagslegt heilbrigði sitt og nærsamfélagsins. 

Um fyrirlesara: Viðar Halldórsson er prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Hann hefur á undanförnum árum beint sjónum að því félagslega afli sem myndast innan hópa og samfélaga. Hann gaf nýverið út bókina Sjáum samfélagið

Hvað: Fyrirlestur: Félagslegir töfrar - og hvernig þeim er ógnað

Hvar: Á Vísindavöku í Laugardalshöll

Hvenær: Laugardaginn 27. september kl. 13:40

Lengd: 20 mín.

Facebook viðburður







Þetta vefsvæði byggir á Eplica