Vísindavaka 2025 - 20 ára afmæli

Vísindavaka verður haldin laugardaginn 27. september í Laugardalshöllinni. 20 ár eru síðan Vísindavaka var fyrst haldin.

Vísindavaka er sannkölluð uppskeruhátíð, vísindanna á Íslandi, þar sem gestir kynna sér vísindin á lifandi hátt og eiga í beinu samtali við rannsakendur og vísindafólk frá háskólum, stofnunum og fyrirtækjum í íslensku vísindasamfélagi.

Vísindavaka var fyrst haldin árið 2005 og fagnar því 20 ára afmæli á þessu ári.

Dagskráin hefst kl. 12:00 og verður sýningarsvæði Vísindavöku opið til kl. 17:00. 

Vísindin eru fjölbreytt og tengjast inn í alla anga samfélagsins með beinum eða óbeinum hætti. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Miðpunktur Vísindavökunnar er sýningarsvæðið þar sem hægt er að kynnast rannsóknastarfi á öllum fræðasviðum á fjölmörgum sýningarbásum.

Á Vísindavöku er hægt að prófa ýmis tæki og tól sem vísindafólk vinnur með í sínu daglega starfi og einnig verða fjölmörg tækifæri til að prófa sjálf hvernig vísindi og nýsköpun virka.

Hér er hægt að skoða lista yfir sýnendur á Vísindavöku 2025

 Finndu Vísindavöku 2025 á facebook

Vísindavaka er opin öllum, ungum sem öldnum. Aðgangur er ókeypis

Leyfðu vísindunum að vekja hjá þér forvitni og undrun, því vísindin eru "undur"samleg.

Svona var Vísindavaka 2023

Vísindavaka Rannís 2023







Þetta vefsvæði byggir á Eplica