Vísindavaka 2023

Laugardalshöllinni 30. september 2023

 • Vi-usindavaka-2023-248

Vísindavaka 2023 var haldin laugardaginn 30. september í Laugardalshöll.

Vísindin eru fjölbreytt og tengjast inn í alla anga samfélagsins með beinum eða óbeinum hætti. Á Vísindavöku, sannkallaðri uppskeruhátíð vísindanna í íslensku samfélagi, gefst gestum kostur á að hitta og ræða við okkar fremsta vísindafólk og kynnast mikilvægi rannsókna- og vísindastarfs í nútímasamfélagi. Miðpunktur Vísindavökunnar er sýningarsvæðið þar sem hægt er að kynnast rannsóknastarfi á öllum fræðasviðum á fjölmörgum sýningarbásum.

Á Vísindavöku verður hægt að prófa ýmis tæki og tól sem vísindafólk vinnur með í sínu daglega starfi og einnig verða fjölmörg tækifæri til að prófa sjálf hvernig vísindi og nýsköpun virka.

Dagskrá á sýningarsvæði:

13:00 - 13:30 Vísindavaka hefst

 • Velkomin á Vísindavöku Rannís: Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannís
 • Ávarp ráðherra: Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
 • Veiting viðurkenningar fyrir framúrskarandi vísindamiðlun
 • Vísindavaka gangsett: Sprengju Kata sprengir Vísindavöku í gang

Sýningarsvæði Vísindavöku er opið til klukkan 18.00

Listi yfir sýnendur á Vísindavöku


Dagskrá í sal

Stutt og fræðandi vísindamiðlun í sal á Vísindavöku Rannís

14:00 Áhrif skapandi greina í landsbyggðum - Anna Hildur Hildibrandsdóttir fagstjóri skapandi greina og Erna Kaaber sérfræðingur á sviði skapandi greina við Háskólann á Bifröst

 • Það er tilhneiging til að vanrækja landsbyggðir sem uppsprettu nýsköpunar auk þess sem takmarkaður skilningur er á áhrifum skapandi greina á félagslega og efnahagslega þróun.
  Í þessum fyrirlestri er kynnt yfirstandandi rannsóknarverkefni IN SITU sem skoðar menningarlegt frumkvöðlastarf og stjórnhætti innan skapandi greina í evrópskum landsbyggðum. Á Íslandi beinist verkefnið að Vesturlandi og greinir leiðir fyrir þá sem starfa innan skapandi greina til að auka samkeppnishæfni og sjálfbærni á svæðum utan þéttbýlis.

14:30 Loftsteinar og vígahnettir - Sævar Helgi Bragason (StjörnuSævar)

 • Hvað eru stjörnuhröp, loftsteinar og vígahnettir? Hafa loftsteinar fallið á Íslandi? Hvað gerðist þegar steinninn sem tortímdi risaeðlunum skall á Jörðinni? Í erindinu, sem er fyrir alla fjölskylduna, verður stiklað á stóru grjót sem rignir af himnum ofan. Áhorfendur fá að handleika loftsteina. Fyrir alla fjölskylduna.

15:00 Popúlísk þjóðernishyggja í hálfa öld - Dr. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst.

 • Þjóðernishugmyndir, popúlismi, upplýsingaóreiða og samsæriskenningar af ýmsu tagi hafa verið áberandi í samtímanum í þjóðfélagsumræðu á Vesturlöndum – og raunar um allan heim – en ræturnar liggja mun dýpra. Hvað hefur valdið þessari þróun og hvert stefnum við?
  Í fyrirlestrinum eru dregnar fram mismunandi bylgjur þjóðernispopúlisma sem gengið hafa yfir Vesturlönd undanfarna hálfa öld.

15:30 Loftsteinar og vígahnettir: Sævar Helgi Bragason (StjörnuSævar)

 • Hvað eru stjörnuhröp, loftsteinar og vígahnettir? Hafa loftsteinar fallið á Íslandi? Hvað gerðist þegar steinninn sem tortímdi risaeðlunum skall á Jörðinni? Í erindinu, sem er fyrir alla fjölskylduna, verður stiklað á stóru grjót sem rignir af himnum ofan. Áhorfendur fá að handleika loftsteina. Fyrir alla fjölskylduna.

16:00 Spendýrin sem tóku undir sig hafið - Rýnum í aðlögun, líf og tilveru hvalanna: Edda Elísabet Magnúsdóttir, lektor í líffræði við Háskóla Íslands

 • Við munum fjalla um magnaðar aðlaganir hvala að hinu krefjandi búsvæði vatns og sjávar. Hvalir eru að mörgu leiti furðuleg spendýr sem hafa sagt skilið við fætur, hár og ýmsa aðra eiginleika spendýra en hafa þess í stað aðlagast sjávarumhverfinu á ótrúlegan hátt. Sú þróun hefur leitt af sér stærstu og þyngstu dýr jarðar, ofur djúpkafara og söngsnillinga svo fátt eitt sé nefnt. Rannsóknum á hvölum hefur fleytt fram síðustu áratugi með framþróun í tækni og auknum áhuga vísindaheimsins á þessum áhugaverðu spendýrum. Við munum rýna í nokkrar skemmtilegar rannsóknir og veltum jafnframt fyrir okkur hlutverki hvalanna í sjávarvistkerfum jarðar. Gestir fá að handfjatla og skoða hvalamuni.

16:30 Við breytum CO2 í stein - Ásdís Nína Magnúsdóttir, verkefnisstjóri hjá Carbfix

 • Mikilvægasta verkefni þessarar aldar er að draga úr losun koldíoxíðs (CO2) út í andrúmsloftið til að hægja á loftslagsbreytingum. Ein af þeim aðferðum sem gegna lykilhlutverki er að fanga CO2 til að koma í veg fyrir áhrif þess á loftslagið. En hvernig bindum við CO2 á öruggan og varanlegan hátt? Í erindinu verður sagt frá aðferð sem þróuð hefur verið á íslandi, þar sem CO2 er dælt djúpt ofan í jörðu þar sem það breytist í stein. Þetta ferli líkir eftir einum aðferðum náttúrunnar til að binda CO2 sem Carbfix hefur hermt eftir til að minnka losun af CO2 út í andrúmsloftið.

  Öll velkomin og eins og alltaf er aðgangur ókeypis!


Þetta vefsvæði byggir á Eplica