Stefnumót við vísindafólk!

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum. Hér er hægt að kynna sér sýnendur og verkefnin sem kynnt verða á Vísindavökunni. 

Listi yfir sýnendur fyrri ára má finna hér til hliðar.

Alvotech - Betra aðgengi - betra líf

  • Líftæknifyrirtækið Alvotech hefur það að markmiði að auka aðgengi sjúklinga um allan heim að hágæða líftæknilyfjum, lækka lyfjaverð og auka lífsgæði. Á Vísindavöku verður Alvotech með bás þar sem starfsmenn fyrirtækisins munu segja frá vinnu sinni en gestum mun einnig bjóðast að prófa hlífðarbúnað fyrir starfsfólk í líftæknilyfjaverksmiðju Alvotech. 

Árnastofnun - Hvaðan koma ný orð?

  • Sýnendur kynna rannsóknarefni og veforðabækurnar sjálfar. Gestir geta prófað og skoðað í fartölvum sem verða á básnum. 

Bókasafn Hafnarfjarðar - Vísindin á bókasafninu

  • Gestir kynnast þemakössum bókasafnins sem eru miðaðir út frá náttúrufræði, vísindatengd starfsemi bókasafnins kynnt, vísindabækur og aðstaða til að setjast niður og njóta.

Hafrannsóknastofnun - Frumframleiðni í hafi

  • Hafrannsóknastofnun kynnir frumframleiðni í hafi m.a. með því að að bjóða gestum að skoða plöntusvif í smásjám, með samtali og með veggspjaldi. 

Hagstofa Íslands - Hver er að telja? Gagnalæsi og miðlunarleiðir

  • Hagstofan verður með kynningu á Greindu betur verkefninu og gestum verður boðið að spreyta sig á verkefnum í gagnalæsi (í tölvu) sem þróuð hafa verið í samstarfi með grunn- og framhaldsskólakennurum.  

Háskólinn á Akureyri (HA) og Sjúkrahúsið á Akureyri (SAk)

  • SAK og Hjúkrunarfræðideild: 
    Svefn kvenna og svefnrannsókn meðal barna.
    Laufey Hrólfsdóttir, deildarstjóri mennta- og vísindadeildar Sjúkrahússins á Akureyri og lektor við HA, Nanna Ýr Arnardóttir, lektor við hjúkrunarfræðideild HA og Ingibjörg Ingólfsdóttir hjúkrunarfræðingur.
    Kæfisvefn og önnur svefnvandamál geta haft mikil og víðtæk áhrif á heilsu. Kæfisvefn meðal ungra barna hefur almennt ekki verið mikið rannsakað en aðalmarkmið rannsóknarinnar á Akureyri er að kanna algengi kæfisvefns meðal barna á aldrinum 4-9 ára. Þú getur fengið fræðslu um svefn, sett upp draumasvefnherbergi og teiknað draumana þína.
    Markmið rannsóknarinnar meðal kvenna er að skoða hvernig svefn breytist yfir tíðahringinn hjá ungum konum og bera saman við svefnvanda og líðan þátttakenda. Þú getur fengið upplýsingar um framvindu rannsóknar og helstu niðurstöður sem komnar eru fram. Einnig skráð þig á kynningarfund!
  • SAK, Sjúkraflutningaskólinn: 
    Endurlífgun og sjúkraflutningar
    Jón Knútsen umsjónarmaður og leiðbeinandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri, Sigurjón Ólafsson verkefnastjóri Sjúkraflutningaskólans og Áslaug Felixdóttir verkefnastjóri fræðslumála á Sjúkrahúsinu á Akureyri.
    Er það satt að takturinn við lagið "Staying alive" sé sá rétti við hjartahnoð? Hvernig ber fólk í sjúkraflutningum sig að? Hvað er hermikennsla og hvernig fer slík kennsla fram? Sjáðu með eigin augum hvernig sjúkrabíll virkar og fáðu útskýringar á tækni og vísindum á bakvið endurlífgun og sjúkraflutninga
  • Loftgæði, eldgos og mengun
    Audrey Matthews, lektor við hjúkrunarfræðideild og vísindamiðlari.
    Audrey kynnir loftgæðarannsókn sem er ætlað að skoða tengsl heilsufarskvíða og mengunarvalda. Frekari upplýsingar um rannsóknina. Hvernig eru til dæmis eldgos að hafa áhrif? Prófaðu að skapa þitt eigið eldgos!

  • Lyf við ættgengri íslenskri heilablæðingu
    Arctic Theraputics, fyrirtæki í samvinnu við HA. Íslenska erfða- og líftæknifyrirtækið Arctic Therapeutics er að hefja næsta þróunarfasa á lyfi við ættgengri íslenskri heilablæðingu og mun kynna rannsóknir sínar sem sýna einnig fram á virkni gegn heilabilun af öðrum orsökum, þar á með Alzheimer-sjúkdómnum, og mun þar með geta aukið lífsgæði milljóna manna um allan heim með því að koma í veg fyrir og meðhöndla sjúkdóminn. Á Vísindavökunni verða Olga og Hekla sem starfa hjá AT á staðnum, segja frá vinnu sinni og leyfa fólki að prófa DNA samsetningar.. 

  • Örverulífríkið í mismunandi vistgerðum
    Oddur Þór Vilhelmsson, prófessor við Auðlindadeild.
    Verkefnið Engjaskófir og örverulífríki þeirra í hlýnandi loftslagi , snýst um að bera saman örverulífríki og efnamengi fléttna af engjaskófarætt í sambærilegum vistgerðum á Íslandi, Skotlandi og Englandi og draga af þeim samanburði ályktanir um áhrif veðurfars og loftslags á sambýlisörverur og efnaframleiðslu í þessum algengu og mikilvægu fléttum. 

    Mengunarefni í náttúrunni
    Ashani Arulananthan, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri.
    Perflúoróalkýlefni er flokkur alvarlegra þrávirkra mengunarefna en þau brotna afar hægt niður í náttúrunni. Áhrif þeirra á lífverur í hafinu og uppsöfnun þeirra í fæðukeðjunni í Norðurhöfum, en þangað berast þau með hafstraumum sunnan úr álfum, er áhyggjuefni, því sum þeirra trufla lykilstarfsemi í frumum og eru eitruð dýrum og fólki annsóknirnar beinast að því að greina áhrif mengunarefnanna á vöxt og heilbrigði kísilþörunga í rækt, svo og á það bakteríulíf sem þeim fylgir. Komdu og kíktu í smásjána, spjallaðu við Ashani um áhrifin og kynnstu rannsókninni. Hægt er að lesa meira um rannsóknina hér.

    Náttúrulegar leiðir til að heft vöxt skaðlegs þörungablóma
    Alexandra Georganti Ntaliape, doktorsnemi við Háskólann á Akureyri.
    Í stuttu máli snýst verkefnið um að athuga hvort hægt sé að nýta þörungasýkla til að vinna bug á blómanum. Rannsóknirnar snúast þannig um að bera kennsl á, einangra og rækta bæði þörunga blómans og sýkla hans úr sýnum sem tekin verða úr og nærri kræklingarækt á Íslandi. Skoðaðu hvernig rannsóknin er unnin og hverjar helstu niðurstöður eru sem komnar eru fram. Hægt er að lesa meira um rannsóknina hér.

    Eru hendurnar hreinar?
    Margrét Unnur Ólafsdóttir, stúdent við hjúkrunarfræðideild.
    Margrét leyfir gestum og gangandi að kynnast því hversu mikið er af bakteríum á höndunum á þeim. Heimsæktu okkur, smelltu höndunum í tækið okkar og þá sérðu hversu vel þú þreifst þær síðast!

    Eftirfylgni í verkjaendurhæfingu
    Hrefna Óskarsdóttir, aðjúnkt við Iðjuþjálfunardeild.
    Hrefna kynnir rannsókn sína á notkun kerfisins Vöku við eftirfylgni í verkjameðferð. Langvinnir verkir hafa áhrif á allt að 40% Íslendinga og þverfagleg endurhæfing virkar oft vel í meðferð en árangur hverfur oft innan sex mánaða ef eftirfylgd vantar. Stafræn kerfi eins og Vaka ættu að geta brúað þetta bil. Heimsæktu Hrefnu og skoðaðu hvernig dagleg færni sveiflast hjá fólki með verkjavanda og krefst stöðugrar forgangsröðunar í verkefnum, hvíld og áhugamálum.

    Lífið á Norðurslóðum
    Þórný Barðadóttir, sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð ferðamála og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar og Helga Guðrún Númadóttir, sérfræðingur hjá Stofnun Vilhjálms Stefánssonar.
    Rannsóknarverkefnið ICEBERG er þverfaglegt og vettvangsmiðað og rannsakar margþætt og flókin áhrif mengunar, loftslagsbreytinga, mannvistar og atvinnustarfsemi á strendur og haf á norðurslóðum sem ógnað geta heilsu fólks og vistkerfa. Í verkefninu er lögð áhersla á virka þátttöku íbúa á svæðunum. Heimafólk getur tekið virkan þátt í rannsóknum, til dæmis með því að fljúga dróna við strendur Húsavíkur til að skrá mengun, taka þátt í strandhreinsunum og leggja sitt af mörkum í vinnustofum og viðtölum.
    Hjá Helgu og Þórnýju getur þú kynnt þér ICEBERG verkefnið og prófað gagnvirkt kort (uMap) sem notað er til þess að kortleggja mengun. Hér geturðu lesið meira um rannsóknarverkefnið sem er styrkt af Evrópusambandinu og leitt af Háskólanum í Oulu, Finnlandi. Nánar

Háskólinn á Bifröst - Skapandir framtíðir og fleira

  • Hugmyndastofa fyrir skapandi framtíðir þar sem gestum er boðið að teikna upp sína hugmynd að framtíðinni eða lýsa í orðum hvað sé handan sjóndeildarhringsins. Þá verður settur upp gagnvirkur leikur um skapandi framtíð.
  • Í rannsókn tengdri áföllum verður ný útkomin bók Sigrúnar Lilju um afleiðingar manntapa á áraskipum við strendur Íslands kynnt og efni henni tengt.
  •  Rannsóknir sem snúa að byggða- og sveitastjórnarmálum.

Háskólinn á Hólum - Vísindi í tengslum við atvinnulíf og samfélag

  • Lifandi fiskar! Líkan af hesti og öðrum sem tilheyrir hestafræðinni. Þátttaka gesta verður í formi verkefna í bás.

Háskóli Íslands - Vísindaveisla í Höllinni, skoðaðu úrval rannsóknarefna frá fjölbreyttum fræðasviðum!

  • Augu og sjón - Lífvísindi: Kynntu þér allt um augun og sjónina og láttu reyna á þína sjón með skemmtilegum tilraunum.
  • Bangsaspítalinn - Læknisfræði: Læknaðu bangsann þinn! Bangsaspítalinn tekur á móti börnum með slasaða eða veika bangsa.
  • Bjargráður - Læknisfræði: Komdu og prófaðu endurlífgun og lærðu skyndihjálp! Bjargráður, félag læknanema um endurlífgun, fræðir gesti um skyndihjálp.
  • Blaða- og fréttamennska: Hvað er að frétta? Gestum á öllum aldri er boðið í spjall um daginn og veginn fyrir framan myndavél. Spjallinu er varpað á skjá í rauntíma.
  • Eðlisfræði og stjarneðlisfræði: Vetrarbrautir, hulduorka og hulduefni! Kynntu þér allt um nútímastjarneðlisfræði.
  • Félagsráðgjöf: Kynntu þér allt um samskipti barna og fjölskyldna. Félagsráðgjafar kynna starf sitt.
  • Flugur - Líffræði: Býflugan og blómið: Lærðu um samband flugna og blóma og skoðaðu mismunandi tegundir flugna undir smásjá.
  • Fornleifafræði: Kynntu þér starf fornleifafræðinga og gripi sem fundist hafa í jörðu á Íslandi
  • Gagnabær - Tölvunarfræði: Hvaða áhrif hafa netárásir á innviði á Íslandi? Fylgstu með atburðarásinni á LEGO módeli!
  • Gervigreind - Tölvunarfræði: Sigraðu gervigreindina! Kepptu við gervigreind um að greina ólíkar gerðir landslags
  • Gervigreind - Tölvunarfræði: Nýttu gervigreindina: Láttu myndavél snjallsímans þíns greina allskonar hluti í rauntíma með hjálp gervigreindar.
  • Grunnskólakennsla: Hvað eyðirðu miklum tíma í símanum? Kynntu þér allt um stafræna borgaravitund.
  • Hálendisleikur - Landfræði: Taktu þátt í Hálendisleiknum! Í Hálendisleiknum er hægt að koma með hugmyndir að nýtingu lands á hálendinu og skoða hugmyndir annarra.
  • Heilsuferðalag - Íþrótta- og heilsufræði: Hvernig hefur andleg og líkamleg heilsa Íslendinga þróast? Kynntu þér heilsuferðalagið, langtímarannsókn á Íslendingum fæddum 1988.
  • Hjúkrunar- og ljósmóðurfræði: Viltu kynnast vísindum í hjúkrunar – og ljósmóðurfræði um leið og þú prófar hjartahnoð og mælir súrefnismettun? Vísindi í hjúkrunarfræði og ljósmóðurfræði kynnt og hvernig rannsóknir við Háskóla Íslands nýtast í daglegum störfum hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra
  • Hreint vatn - Umhverfisverkfræði: Kynntu þér hvaða hættur steðja að drykkjarvatni og hvernig má hreinsa það.
  • Japanskt mál og menning: Lærðu origami og japanska skrautskrift.
  • Jarðfræði: Hvernig verða jarðskjálftar? Komdu og sjáðu hvernig jarðskjáftar verða til með hjálp jarðskjálftalíkans.
  • Jöklafræði: Hver er framtíð Vatnajökuls? Skoðaðu þrívíddarprent af Vatnajökli og framtíð hans.
  • Líffræði: Hvernig lífi lifa maurar? Komdu og kynntu þér maura sem lifa á Íslandi.
  • Lyfjafræði: Töflur, hylki, duft! Prófaðu að búa til þitt eigið lyfjaform!
  • Matvæla- og næringarfræði: Hvað veist þú um mat og matvælavinnslu? Kynntu þér allt um matvælafræði.
  • NýMennt: Komdu og upplifðu framtíð menntunar! Upplifðu hvernig tækni og skapandi nálganir móta menntun framtíðarinnar / NýMennt: Íslandsmeistarar First LEGO League kynna þrautir með LEGO kubbum og forrituð vélmenni.
  • Réttarmeinafræði: Fingraför og blóð: Skoðaðu eigin fingraför, finndu blóð með Kastle-Meyer prófi og kynntu þér hvernig hægt er að aðgreina efni.
  • Sameindalíffræði: Sjúkir sebrafiskar! Hvernig eru sebrafiskar notaðir til að rannsaka sjúkdóma í fólki?
  • Sjávarlíffræði og eiturefnafræði: Krabbadýr, krossfiskar og sjávarhryggleysingjar! Skoðaðu lífið í sjónum með berum augum og kynntu þér rannsóknir á lífríki og mengun sjávar.
  • Skammtatölvur - Tölvunarfræði: Komdu og sjáðu hvernig skammtatölvur og skammtatækni munu umbylta tölvutækni, samskiptum og skynjun.
  • Skurðlæknisfræði: Prófaðu að sauma sár með hjálp nemenda í skurðlæknisfræði!
  • Stjórnmálafræði: Komdu að kjósa! Ungmennum gefst kostur á að kjósa rafrænt um málefni sem varðar ungt fólk.
  • Stærðfræði: Spreyttu þig á yfir 1.000 stærðfræðidæmum í Stærðfræðileiknum.
  • Talandi kort - Landfræði: Skoðaðu yfir 500 gagnvirk kort og hreyfimyndir sem sýna ólíkar hliðar á náttúru og mannlífi í heiminum okkar.
  • Team Spark - Vélaverkfræði: Nemendur í Team Spark sýna og fræða gesti um rafmagnsknúna kappakstursbílinn.
  • Viðbragð og styrkur - Íþrótta- og heilsufræði: Hversu hratt getur þú hlaupið og skipt um stefnu? Íþrótta- og heilsufræði við HÍ býður gestum að prófa eigin snerpu.
  • Vísindasmiðjan: Tæki og tól, þrautir og ráðgátur, óvæntar uppgötvanir og undur. Róla teiknar fagrar myndir, gestir hverfa bakvið huliðshjálm, syngjandi skál, ljósalistir og ótal margt fleira. Sprengju-Kata verður á staðnum með snilldarleg efnafræðivísindi!
  • Þjóðfræði: Hvernig lék fullorðna fólkið sér í æsku? Börn fá að setja sig í spor þjóðfræðinga og spyrja fjölskyldumeðlimi hvernig þeir léku sér sem börn.
  • Öðruvísi Ísland - Landfræði: Félagslegar og hagrænar upplýsingar um Ísland settar fram með neti sexhyrninga í stað hefðbundins Íslandskorts.

Háskólinn í Reykjavík - Skapaðu framtíðina með Háskólanum í Reykjavík

  • Á Vísindavöku 2025 verður að vanda spennandi framboð frá Háskólanum í Reykjavík. Þar býðst yngstu kynslóðinni að spreita sig á ýmsum verkefnum og finna út hvar þeirra hæfileikar til að skapa framtíðina liggja.

  • Hjá SKEMA býðst m.a. að hanna HR í Minecraft, sameina tónlist og forritun, læra grunn í tölvuleikjagerð og stjórna vélmenni. Nemendur í RU racing sjá um að gera alla klára fyrir formúluna og Systur sjá um forritunarkennslu. Hjá RU robotics færðu að sjá vísindin við hönnun vélmenna og frostbyte sýnir þér hversu auðvelt er að hakka þitt heimili og hvernig megi bregðast við því. Þá munu fulltrúar íþróttafræðideildar leyfa gestum að prófa mælingarbúnað sem mælir hversu hátt þú getur stokkið og hversu fast þú getur gripið. 

ICE Fish Research - Uppgötvaðu íslenskar fiskirannsóknir

  • Fræðsla um fiskirannsóknir sem gerðar eru á Íslandi, allt frá vistfræðirannsóknum til fiskveiða og sameindarannsókna.

Landbúnaðarháskóli Íslands - Endurheimt vistkerfa

  • Landslagsarkitektúr: Að prjóna lifandi arfleifð úr ull í land (Landscape Architecture: Knitting a Living Heritage from Wool to Land)
  • Mycolab Vesturland: Vistfræðilegar lausnir fyrir Íslenskan landbúnað (Agroecological solutions for Iceland)

  • Endurheimt votlendis – Keppni um hönnun á lógó og slagorði sem lýsa líffræðilegum fjölbreytileika á Íslandi  (Peatland LIFEline)

Landspítali háskólasjúkrahús

  • Landspítali og heilbrigðistæknisetur Háskólans í Reykjavík - Notkun Sýndarveruleika og þrívíddarprentara til kennslu í læknavísindum.
  • Landspítali og Mirno - Sýndarsjúklingar Mirno eru búnir til með tölvuleikjatækni og geta sýnt nákvæmlega hvernig veikur einstaklingur lítur út.
  • Landspítali - Ónæmisfræðideild - Hvert er hlutverk ónæmiskerfis líkamans?
    Gestir fá tækifæri til að blanda saman mismunandi litum með búbbulínum og hristara í alvöru tilraunarglösum. Alltaf gaman að sulla.
  • Landspítali - Erfða og sameindalæknisfræðideild - "Gen-ius hornið! Skoðum DNA kóða"
    Gestum verður leyft að búa til DNA helix með nammi sem og kanna hvort hann beri algeng erfðaeinkenni. Einnig verður í boði að máta rannsóknarslopp og skoða alvöru DNA, litninga og lifandi frumur í smásjá.
  • Landspítali-Meinafræðideild – hvernig Lítur krabbamein út í smásjá?
    Gestir fá tækifæri til að skoða lifandi krabbameinsfrumur í smásjá og fræðast um hvernig þær eru notaðar í rannsóknum á krabbameinum. Einnig verður hægt að skoða vefjasýni úr heilbrigðum vef og vefjasýni úr krabbameinsvef, fræðast um meinafræðideild og starfsemina sem þar fer fram
  • Landspítali - Rannsóknarkjarni - Klínísk lífefnafræði og blóðmeinafræði - Hvað er að gerast í blóðinu? Innsýn í hina ýmsu þætti blóðsins.
    Gestir fá tækifæri til að skoða alvöru blóðstrok í smásjá og á skjá. Blóðstrokin verða úr heilbrigðum einstaklingum og sjúklingum með ýmsa sjúkdóma. Hér verður hægt að fræðast um útlit blóðfrumanna og sjá hvað breytist þegar allt fer úrskeiðis. Einnig verður hægt að skoða ýmis blóðsýnaglös, blóðtökubúnað og fræðast um störf á rannsóknarstofu.

Matís ohf. - Skoðaðu og lyktaðu, vísindi og skilningarvitin

  • Kynning á skynmati

    Skynmat er kerfisbundið mat á lykt, bragði, útliti og áferð matvæla. Í skynmati eru skynfæri mannsins, þ.e. sjón-, lyktar-, bragð-, heyrnar- og snertiskyn notuð til að meta gæði matvæla. Skynmat í íslenskum matvælaiðnaði hefur verið stundað á skipulagðan hátt; einkum sem þáttur í gæðaeftirliti. Fiskiðnaður, kjötvinnsla og mjólkuriðnaður hafa mest nýtt þessar aðferðir.

  • Hvað er hægt að skoða með smásjá?
    Með smásjá getum við rannsakað heim örvera sem eru of smáar til að sjá með berum augum.
    Það er hægt að telja frumur og sjá hverjar eru lifandi og hverjar eru dauðar til dæmis. Eða skoða sýkla og örþörunga, plöntu-, dýra- eða sveppafrumur. 

Miðeind - Leikur að máli

  • Á Vísindavöku sýnum við hvernig Miðeind notar nýjustu gervigreind og máltækni til að styðja íslenskuna í tækniheimi.
    • Prófaðu Gátu dagsins, leik sem mun birtast á Málstað á næstu mánuðum.
    • Spreyttu þig á mæliprófum fyrir íslensku sem lögð eru fyrir mállíkön til að kanna íslenskufærni þeirra.
    • Sjáðu hvernig helstu líkön standa sig á mæliprófunum í leiðtogaborði Miðeindar.
    • Prófaðu Málstað (málstaður.is), sem byggir á nýjustu þróun í máltækni og gervigreind:
    • Málfríður les yfir textann þinn og umbreytir texta í samantekt, ásamt orðabókum.
    • Hreimur tekur tal úr hljóð- eða myndskrá og breytir í texta og skjátexta.
    • Erlendur þýðir milli fjölmargra tungumála og styður orðalista.
    • Svarkur svarar spurningum og auðveldar leit á mannamáli.
    • Sjáðu lausnirnar sem eru væntanlegar í Málstað og hvernig Miðeind eflir íslenskuna og kemur tækninni í hendur almennings.

Náttúrufræðistofa Kópavogs - Miðlun náttúruvísinda í safnastarfi

  • Létt og skemmtileg fræðsla á undrum náttúrannar, gestir og gangandi geta komið til okkar fræðst og leyst skemmtileg verkefni sem verða á staðnum. 

Náttúrufræðistofnun og Náttúruminjasafn Íslands - Vatnið: Frá kortum og landslagi til hins agnarsmáa í náttúrunni

  • Komdu og skoðaðu vatnið frá fjölbreyttum sjónarhornum!
  • Kortagluggi Íslands, ný kortasjá á vegum Náttúrufræðistofnunar verður kynnt og úrval úr safnkosti Náttúruminjsafns Íslands er tengist vatni verður kynnt. Gestir fá að rannsaka, skoða, snerta og lita auk þessa sem í boði verður að fá tattoo.

Orkuveitan - Auðlindirnar okkar: Hvaðan kemur heita og kalda vatnið? Hvað er fráveita? Hvaðan kemur allt þetta rafmagn? Og hvernig virkar eiginlega Internetið? 

  • Jarðhitasýning: Starfsemi á Hellisheiðinni, jarðfræðin og nýting á jarðhita í orkuvinnslu og tengd verkefni, gestir geta skoðað steinasýni, borsvarf og mögulega útfellingar í smásjá. Hægt að skoða þrívíddarmódel þar sem fræðst er um vélarsalinn og varmaskiptistöðina. Litablöð fyrir börn.
  • Carbfix: Gestir á bás Carbfix munu fá tækifæri til að taka þátt í gagnvirkum sýningum og sýnikennslu. Þeir munu læra um ferli kolefnisfanga og geymslu, þar sem kolefni Díoxíð er fangað úr iðnaðarútblæstri og sprautað neðanjarðar til varanlegrar geymslu.
  • Elliðaárstöð: Vatnsfræðsla, hvaðan kemur vatnið og hvert fer það
  • Veitur: Ýmislegt vatnstengt, fráveitukassinn.
  • Orka náttúrunnar: Á Vísindavöku verður starfsemi ON kynnt og virkjunum ON, landgræðsluverkefnum og nýsköpun auk þess sem vísindamiðlarar Jarðhitasýningar Orku náttúrunnar fræða gesti um hvernig ON framleiðir rafmagn og heitt vatn í Hellisheiðarvirkjun. Gestir geta einnig kynnt sér hleðslustöðvar ON og fengið að prófa hvernig þær virka.
  • Ljósleiðarinn: Gestir geta kynnt sér ljósleiðara og hvernig hann tengir heimilið okkar við internetið.

Undralingur eat - Lestrarappið Undralingur — ný nálgun á stafrænum lestri

  • Fræðsla um rannsóknar- og þróunarvinnuna á bakvið nýja lestrarappið undralingur. Samtal við sýningargesti um vinnuna á bakvið appið sjálft og hvernig beita má niðurstöðum rannsókna og fræðilegra upplýsinga í nýsköpun. 

Össur - Ólympíuþema - Gervifætur fyrir börn

  • Þróun gervifóta fyrir börn kynnt með myndum, sýnishornum og stuttum útskýringum á tækninýjungum. Sýnandinn sýnir hvernig gervifætur virka, útskýrir ferlið frá hugmynd til notkunar og svarar spurningum gesta. Gestir fá tækifæri til að skoða og snerta sýnishorn, prófa einfaldar hreyfingar með líkani og fræðast um áhrif nýrrar tækni á líf barna með aflimun.






Þetta vefsvæði byggir á Eplica