Vísindavaka 2021 með nýju sniði

10.8.2021

Vísindavaka tekur á sig nýja og lágstemmdari mynd á þessu ári, þar sem staðan í faraldrinum gefur ekki tilefni til að halda stóran viðburð. Þess í stað verður leitað nýrra leiða til að vekja athygli almennings á starfi vísindafólks.

  • Visindavaka-2019-150_1631203177894

Vísindavaka á vappi

Samstafsverkefni Rannís við Háskóla Íslands og rannsóknastofnanir í vísindamiðlun í nokkrum skólum Reykjavíkurborgar og víðar um landið. Vísindavaka á vappi felur í sér að í stað þess að nemar heimsæki Vísindavökuna þá komi Vísindavakan í skólann og vísindafólk á margvíslegum fræðasviðum miðli til nemenda rannsóknum sínum á lifandi og skemmtilegan hátt. Sérstök áhersla verður lögð á loftslags- og umhverfismál, heilbrigðisvísindi og lýðræði og samfélag.

Vísindakaffi

Hellt verður upp á hið sívinsæla Vísindakaffi, í þetta sinn í kaffihúsi Perlunnar í Reykjavík og mun dagskráin þar og víðar um landið birtast hér.

Viðurkenning fyrir vísindamiðlun

Viðurkenning Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun verður afhent 24. september í beinu streymi. Hægt er að senda inn tilnefningar með því að senda póst á visindavaka@rannis.is

Sérblað tileinkað vísindum og vísindamiðlun

Þann 24. september kemur út sérblað með Fréttablaðinu með umfjöllunum og viðtölum við fólk sem starfar við vísindi.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica