Vísindakaffi í Perlunni

1.9.2021

Hellt verður upp á hið sívinsæla Vísindakaffi Rannís í kaffihúsi Perlunnar að þessu sinni og verður boðið upp á áhugaverð viðfangsefni sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið. 

Boðið verður upp á þrjú Vísindakaffi í Kaffihúsi Perlunnar, mánudaginn 21., þriðjudaginn 22. og miðvikudaginn 23. september 2021, en í Perlunni er stórt og gott svæði til að hægt sé að tryggja góða fjarlægð út frá þeim sóttvarnarráðstöfunum sem verða í gildi.

Í ár verður sjónum beint að samfélagslegum áskorunum sem hafa verið áberandi í umræðunni undanfarið, svo sem loftslags- og umhverfismálum, heilbrigðisvísindum og lýðræði í samfélaginu. 

Kaffistjóri er Sævar Helgi Bragason. 

Hér er beinn tengill í dagskrá Vísindakaffis Rannís 2021.Þetta vefsvæði byggir á Eplica