Sýnendur og dagskrá fyrirlestra

25.9.2018

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnt sér viðfangsefni þess á fjölmörgum sýningarbásum, en einnig verður boðið upp á stutta fyrirlestra og vísindamiðlun. Listi yfir sýnendur og dagskrá á sal hefur nú verið birt hér á vefsíðunni.

  • Robbi7

Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á sýningarsvæðinu, þar sem hægt verður að taka þátt í Vísindasmiðju og forritun og fræðast um hin ýmsu efni. 
Svarthol og þyngdarbylgjur, jarðskjálftamælir, þvívíddarmatarprentari, hitamyndavél, síldarlýsi, flaska sem hægt er að borða, lífvirkni þaraþykknis, tónsköpun með gervigreind, handritasmiðja, líftæknilyf, sprengjur og syngjandi vetrarhvalir er aðeins dæmi um þau verkefni sem verða kynnt á Vísindavöku. Þetta vefsvæði byggir á Eplica