Vísindin lifna við á Vísindavöku!

Sýningarsvæði og dagskrá

Dagskrá Vísindavöku 2018 hefst kl. 16:30 með formlegri opnun, sýningarsvæði verður opið 16:30-22:00 og dagskrá á sal hefst kl. 17:20. Gestir geta valið áhugaverð atriði á milli þess sem þeir rölta um sýningarsvæðið, spjalla við vísindafólk og fræðast um rannsóknir þess.

Vv310x400Dagskrá Vísindavöku skiptist í þrennt:

  • Opnunaratriði kl. 16:30-17:20
  • Vísindamiðlun og örfyrirlestrar á sal kl. 17:30-21:30
  • Sýningarsvæði Vísindavöku kl. 16:30-22:00

Dagskrá á sviði Laugardalshallar

Kl. 16:30   Opnun Vísindavöku. Hallgrímur Jónasson forstöðumaður Rannís býður fólk velkomið og Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra ávarpar gesti.

Kl. 16:40   Afhending viðurkenningar Rannís fyrir vísindamiðlun. Lilja Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna.

17:00   Svarthol og þyngdarbylgjur! Stjörnufræðingarnir Kári og Sævar opna Vísindavökuna og segja frá leyndardómum svarthola og hvernig þau hrista upp í tímarúminu með þyngdarbylgjum, -eitthvað sem Einstein hélt að yrði aldrei hægt að mæla!

Sýningarsvæði Vísindavöku

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnst viðfangsefnum þess á fjölmörgum sýningarbásum! Hér er tengill í upplýsingar um sýnendur og fjölbreytt viðfangsefni þeirra!

Lifandi vísindamiðlun og örfyrirlestrar 

Fyrir utan sýningarsvæðið, er boðið upp á lifandi vísindamiðlun og örfyrirlestra í fyrirlestrarsal á 2. hæð:

17:30 Syngjandi vetrarhvalir

Edda Elísabet Magnúsdóttir, aðjúnkt í líffræði við HÍ

17:40 Hvernig má lækka kolefnisspor með nýtingu gróðurhúsaloftegunda? Jóhannes Valberg sérfræðingur á rannsókna- og þróunarsviði Bláa Lónsins
17:50 CalmusComposer –  rauntíma tónsköpun Kjartan Ólafsson tónskáld og framkvæmdastjóri ErkiTónlistar
18:00 Íslenskar rannsóknir á áföllum Þórhildur Halldórsdóttir, nýdoktor í lýðheilsuvísindum við HÍ
18:10 Borun í Surtsey 2017 - myndun eldfjallaeyjar í N-Atlantshafi. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðvísindum við HÍ
18:20 Áhrifavaldar og duldar auglýsingar Halldóra Þorsteinsdóttir, lektor við lagadeild HR
18:30 Mývatnssveit, samfélag og umhverfi í sögulegu samhengi: þverfagleg vísindi með þátttöku almennings Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisvistfræðingur og sjálfstætt starfandi fræðimaður í ReykjavíkurAkademíunni
18:40 Náttúrumeðferð – Sjórinn, fjöllin og ströndin Hervör Alma Árnadóttir, lektor í félagsráðgjöf við HÍ
18:50 Hvers vegna kenna börnum forritun? Eyþór Máni Steinarsson, verkefnisstjóri Skema í HR
19:00 Þrívíddarprentuð líffæri og notkun þeirra við skurðaðgerðir Paolo Gargiulo, dósent við tækni- og verkfræðideild HR, Bjarni Torfason hjartaskurðlæknir við Landspítala og Rún Friðriksdóttir, meistaranemi í heilbrigðisverkfræði við HR
19:15 Bresta bankarnir aftur? Eru íslenskir bankar tilbúnir í næsta hrun? Páll Melsted Ríkharðsson, prófessor og deildarforseti viðskiptadeildar HR
19:25 Sagnagrunnur - þar sem tölvutækni og þjóðfræði eru leidd saman í gífurlega öflugu tóli fyrir fræðimenn og almenning Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur og Trausti Dagsson þjóðfræðingur og tölvunarfræðingur
19:35 Hvað var á borðum í fornum klaustrum?  Björn Viðar Aðalbjörnson lektor í matvælafræðum við HÍ og Ármann Guðmundsson, sérfræðingur fornminja við Þjóðasafnið
19:45 Bragðlaukaþjálfun – að læra að njóta matar Anna Sigríður Ólafsdóttir, prófessor í næringarfræði við HÍ
19:55 Gervifótur fyrir konur – frá hugmynd að tilbúinni vöru Aron Kristbjörn Albertsson frá Össuri
20:10 Borðið þessa flösku! Ari Jónsson vöruhönnuður frá Listaháskóla Íslands
20:20 Sebrafiskar og rannsóknir á erfðasjúkdómum Valerie Helene Maier frá Lífvísindastofnun HÍ
20:30 Gervigreind og fjórða iðnbyltingin Yngvi Björnsson, prófessor við tölvunarfræðideild HR
20:40 Áhrif ljósameðferðar á lífsklukku, þunglyndi, þreytu og svefn     Heiðdís B. Valdimarsdóttir og Birna Baldursdóttir, sálfræðisviði HR
20:50 Gervigreind sem tæki til tónlistarsköpunar Þórhallur Magnússon, tónlistarmaður og kennari við Sussex háskóla og fræðimaður hjá Reykjavíkurakademíunni
21:00 Hagnýt hönnun - gróðurhús fyrir smáþörungaræktun Halla Jónsdóttir, rannsóknir og þróun, SagaNatura
21:10 How to achieve carbon neutrality in Iceland? David Finger, lektor við tækni- og verkfræðideild HR


Þetta vefsvæði byggir á Eplica