Í ár verður Vísindavaka Rannís haldin í Laugardalshöllinni þann 1. október frá kl. 12:00-18:00 sem sem fólk getur kynt sér vísindin á lifandi hátt. Einnig verður hið sívinsæla Vísindakaffi á sínum stað!
Vísindavakan verður haldin 1. október 2022 í Laugardalshöllinni frá kl. 12-18. Öll velkomin og margt að skoða og sjá og eins og alltaf er aðgangur ókeypis.
Hellt verður upp á hið sívinsæla Vísindakaffi og verður dagskráin auglýst þegar nær dregur!
Viðurkenning Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun verður afhent eins og undanfarin ár. Á árinu 2021 hlutu Verðurstofa Íslands og Sævar Helgi Bragason. Hægt er að senda inn tilnefningar með því að senda póst á visindavaka@rannis.is