Viðurkenning fyrir vísindamiðlun

18.6.2018

Viðurkenning Rannís fyrir framúrskarandi vísindamiðlun verður veitt á ný á Vísindavöku 2018 og verður kallað eftir tilnefningum síðar í sumar. 

Viðurkenning fyrir vísindamiðlu var veitt á Vísindavöku 2011, 2012 og 2013.

Fyrsta árið sem viðurkenningin var veitt, kom hún í hlut Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness og Stjörnufræðivefsins. Ári síðar, eða 2012, fékk Háskólalestin viðurkenninguna og loks 2013 var það hið frábæra Sprengjugengi sem hlaut viðurkenninguna. Allir verðlaunahafar hafa tekið virkan þátt í Vísindavöku Rannís allt frá upphafi. Þetta vefsvæði byggir á Eplica