Saga til næsta bæjar?

Vísindakaffi á Akureyri

22.9.2019

Gréta Bergrún Jóhannesdóttir, kynjafræðingur og doktorsnemi við Háskólann á Akureyri verður gestur á Vísindakaffi í Orðakaffi, Amtsbókasafninu á Akureyri, fimmtudaginn 26. september kl. 20:00-21:30, í tengslum við Vísindavöku Rannís.

Gréta Bergrún fjallar um samfélagsleg áhrif slúðurs en doktorsverkefni hennar snýr að samfélaglegum áhrifum á búsetu ungra kvenna í sjávarbyggðum. Rætt um slúður í víðu samhengi. Eru lítil samfélög innan stærri samfélaga þar sem áhrifa slúðurs gætir? Er hægt að breyta orðræðu og minnka slúður? Veltum upp steinum og ræðum málið.

Í aðdraganda Vísindavöku Rannís 2019 verður hellt upp á fjögur vísindakaffi á Kaffi Laugalæk og þrjú vísindakaffi á landsbyggðinni, á Ströndum, í Bolungavík og á Akureyri.

Sjá dagskrá allra vísindakaffisikvöldanna hér. Þetta vefsvæði byggir á Eplica