Óskað eftir tilnefningum til vísindamiðlunarviðurkenningar

9.9.2019

Viðurkenning Rannís fyrir vísindamiðlun verður veitt við opnun Vísindavöku 2019, sem haldin verður í Laugardalshöllinni laugardaginn 28. september kl. 15:00-20:00. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra afhendir viðurkenninguna fyrir hönd Rannís.

  • _ABH0747

Viðurkenning fyrir vísindamiðlun er veitt einstaklingi, stofnun, fyrirtæki, samtökum eða verkefni, sem þykir hafa staðið ötullega að því að miðla vísindum og fræðum til almennings á áhugaverðan hátt. 

Tilnefningar sendist í tölvupósti til Rannís í síðasta lagi 23. september nk. í netfangið visindavaka@rannis.is

Til að hljóta viðurkenningu fyrir vísindamiðlun, skal hún hafa stuðlað að bættum skilningi almennings, barna, ungmenna og fullorðinna, á vísindum og fræðum og á mikilvægi þeirra fyrir íslenskt samfélag. Einnig skal vísindamiðlunin hafa vakið athygli á starfi vísindamanna og á mikilvægi rannsókna og nýsköpunar í íslensku samfélagi.

Hér má finna upplýsingar um fyrri handhafa viðurkenningarinnar, en Sjónvarpsþættirnir Fjársjóður framtíðar hlutu viðurkenninguna á Vísindavöku 2018 og á myndinni hér að ofan má sjá teymið sem vann að þáttunum ásamt Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra og Hallgrími Jónassyni forstöðumanni Rannís.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica