Fræðsluganga um Grasagarðinn í Laugardal

7.9.2018

Upphitun að Vísindavöku hefst sunnudaginn 16. september, þegar Grasagarður Reykjavíkur og Garðyrkjufélag Íslands í samstarfi við Vísindavöku Rannís 2018 efna til fræðslugöngu á degi íslenskrar náttúru.

Gengið verður um Laugardalinn þar sem hugað verður að fjölbreyttri gróðurrækt, náttúru og sögu. Gangan hefst hjá aðalinngangi Grasagarðs Reykjavíkur sunnudaginn 16. sept kl. 17:00 og tekur rúman klukkutíma með fræsðlustoppum. 


Göngustjóri er Einar Þorleifsson náttúrufræðingur en ýmsir aðrir munu einnig leggja orð í belg.

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Vísindavaka og Reykjavíkurborg







Þetta vefsvæði byggir á Eplica