Bólusetningar, hvaða máli skipta þær?

20.9.2021

Ingileif Jónsdóttir, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands og deildarstjóri hjá Íslenskri erfðagreiningu verður gestur á Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 21. september kl. 20:00-21:30 á kaffihúsi Perlunnar.

Sjaldan eða aldrei hefur verið rætt jafnmikið um bólusetningar og nú. Ingileif fjallar um þýðingu bólusetninga á tímum heimsfaraldurs, þróun bóluefna og vernd gegn COVID-19 sjúkdómi og smiti, hjarðónæmi, bólusetningu viðkvæmra hópa og bóluefni gegn nýjum afbrigðum veirunnar.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica