Á mörkum mennskunnar. Viðhorf til förufólks í sögnum og samfélagi

Vísindakaffi á Ströndum

Fimmtudaginn 27. september kl. 20:30 verður hellt upp á Vísindakaffi á Kaffi Kind, Sauðfjársetrinu í Sævangi.
Jón Jónsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs HÍ á Ströndum fjallar um sögur af sérkennilegu fólki sem lengi hafa heillað Íslendinga. Þar á meðal eru fjölbreyttar sagnir um fátækt förufólk sem flakkaði um landið fyrr á öldum. Hér er fjallað um þessar frásagnir og stöðu flakkara í samfélaginu fram á 20.öldina. Þeir voru umtalaður hópur, rækilega jaðarsettur og oft líkari þjóðtrúarverum en manneskjum.  


Þetta vefsvæði byggir á Eplica