Saga íslenskrar alþýðu

Vísindakaffi og opið hús á Skagaströnd

Laugardagur 29. september kl. 14:00-16:00

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Norðurlandi vestra bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og meðlæti í húsakynnum setursins að Einbúastíg  2 á Skagaströnd. Forstöðumaður setursins, dr. Vilhelm Vilhelmsson, mun taka á móti gestum og kynna það sem er á döfinni hjá setrinu ásamt því að segja frá rannsóknum sínum á sögu íslenskrar alþýðu, frá vesturheimsferðum og vistarbandi, glæpum og Grænlandsferðum og ýmsu öðru. Viðburðurinn er haldinn í samstarfi við Rannís og er hluti af Vísindavöku Rannís 2018.Þetta vefsvæði byggir á Eplica