Fyrirboðar eldgosa

Vísindakaffi þriðjudaginn 25. september kl. 20:30-22:00

Getum við sagt fyrir um hvar muni gjósa næst? Freysteinn Sigmundsson vísindamaður við Norræna eldfjallasetrið hjá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands ræðir um fyrirboða eldgosa á 

Vísindakaffi Rannís þriðjudaginn 25. september. 

Hvað gerist í rótum eldstöðva fyrir eldgos og hverjir eru fyrirboðar eldsumbrota.  Hvaða íslensk eldfjöll eru að undirbúa sig undir eldgos. Vitum við hvað er mikið af kviku í rótum íslenskra eldstöðva? Hversu mikið af bergkviku streymir inn í rætur íslenskra eldfjalla í dag og hvernig getum við mælt það?

Vísindakaffið verður haldið á Kaffi Læk, á horni Laugarnesvegar og Laugalækjar í Reykjavík.

Markmiðið með Vísindakaffikvöldunum er að færa vísindin nær almenningi og kynna það rannsóknastarf sem stundað er í landinu á aðgengilegan hátt.

Vísindakaffi er haldið í aðdraganda Vísindavöku. Þar munu vísindamenn á ýmsum fræðasviðum kynna rannsóknir sínar sem allar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar fyrir fólk á öllum aldri. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum og komast þannig að því hvernig störf vísindamanna hafa áhrif á daglegt líf okkar allra.







Þetta vefsvæði byggir á Eplica