Engill dauðans - af Spænsku veikinni 1918 og áskorunum samtímans

Vísindakaffi mánudaginn 24. september 2018 kl. 20:30-22:00 

Yfirskrift Vísindakaffis Rannís mánudaginn 24. september kl. 20:30-2:00 er Engill dauðans - af Spænsku veikinni 1918 og áskorunum samtímans og þar fjalla smitsjúkdómalæknarnir Magnús Gottfreðsson, Bryndís Sigurðardóttir og Ólafur Guðlaugsson um spænsku veikina sem herjaði á Ísland 1918, en á heimsvísu er talið að allt að 100 milljónir manna hafi látist af völdum veikinnar. Hvaða lærdóm er hægt að draga af þessum mannskæðasta faraldri sögunnar? 

Vísindakaffið verður haldið á Kaffi Læk, á horni Laugarnesvegar og Laugalækjar í Reykjavík.

Markmiðið með Vísindakaffikvöldunum er að færa vísindin nær almenningi og kynna það rannsóknastarf sem stundað er í landinu á aðgengilegan hátt.

Vísindakaffi er haldið í aðdraganda Vísindavöku. Þar munu vísindamenn á ýmsum fræðasviðum kynna rannsóknir sínar sem allar eiga það sameiginlegt að vera áhugaverðar fyrir fólk á öllum aldri. Gestir fá tækifæri til að spyrja og taka þátt í umræðum og komast þannig að því hvernig störf vísindamanna hafa áhrif á daglegt líf okkar allra.Þetta vefsvæði byggir á Eplica