Sýnendur og dagskrá fyrirlestra

25.9.2019

Miðpunktur Vísindavöku er sýningarsvæðið, þar sem gestir geta hitt vísindafólk og kynnt sér viðfangsefni þess á fjölmörgum sýningarbásum, en einnig verður boðið upp á stutta fyrirlestra og vísindamiðlun. Listi yfir sýnendur og dagskrá fyrirlestra sem verða í formi Vísindakaffis, hefur nú verið birt hér á vefsíðunni.

  • VISINDAVEFMYND-B

Öll fjölskyldan finnur eitthvað við sitt hæfi á sýningarsvæðinu, þar sem hægt verður að taka þátt í Vísindasmiðju og forritun og fræðast um hin ýmsu efni, en um 90 verkefni verða kynnt á Vísindavöku.

Matarprentari, syngjandi skál, vatnabjöllur, skötuormar, hakkaþon, þrívíddarprentarar, vísindasmiðja, dysjar dæmdra manna, tónsköpun með gervigreind, jafnvægisstjórnun, barmerkjavél, vínylskeri, rauntímarennsli í jökulám, jarðskjálftamælar, legó-vélmennakeppni, listræn róla og svefnrannsóknir eru aðeins dæmi um þau verkefni sem verða kynnt á Vísindavöku. 







Þetta vefsvæði byggir á Eplica